fbpx

Markmið

Fara í öflugt sameiginlegt hreinsunarátak, standa fyrir fræðslu um umhverfismál bæði í formi viðburða, fyrirlestra og með notkun stafrænna miðla. Hvetja íbúa og sveitarfélög til enn meiri flokkunar og endurvinnslu

Verkefnislýsing

Umhverfis-Suðurland er átaksverkefni í umhverfismálum á Suðurlandi.  Á árinu 2018 verður sérstök áhersla á umhverfismál, á fullveldisafmæli Íslands. Lögð verður sérstök áherslu á almenna tiltekt og umhverfisþrif og skynsamlega flokkun og endurvinnslu.

Unnið verður með dagskrá fyrir árið 2018 þar sem ýmsir umhverfisdagar og -viðburðir verða nýttir til að fara í sameiginleg verkefni á Suðurlandi í tengslum við hreinsun, flokkun og endurvinnslu í formi viðburða og fræðslu. Verkefnið verður unnið í nánu samstarfi við umhverfisnefndir og -starfsmenn sveitarfélaganna ásamt tengdum stofnunum á Suðurlandi.

Tengsl við sóknaráætlun 2015-2019

Verkefnið snýr beint að því að uppfylla tvær af sex megin áherslum Sóknaráætlunar Suðurlands 2015 til 2019. Megin áherslurnar eru;

  • Skapa jákvæða ímynd af Suðurlandi sem byggir á gæðum og hreinleika
  • Vinna að umhverfisvakningu með sjálfbærni að leiðarljósi og auka sjálfbæra nýtingu á orku og auðlindum

Lokaafurð

Heimasíða: www.umhverfissudurland.is
Facebook: www.facebook.com/UmhverfisSudurland/
Instagram: www.instagram.com/umhvsud/

Fræðslumolar og greinar í blöðum um Suðurland og Bændablaðinu. 
Fræðslumynbönd, öll myndböndin má sjá hér. Nýjasta myndbandið:

Samstarfsverkefni með verslunum á Suðurlandi: 

Verkefnastjórn
Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir, Ingunn Jónsdóttir og Kristín Vala Þrastardóttir
Framkvæmdaraðili
SASS
Samstarfsaðili
Sveitarfélögin á Suðurlandi og tengdar stofnanir
Heildarkostnaður
10.000.000.-
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
10.000.000.-
Ár
2018
Tímarammi
Vor 2018 – vor/haust 2018
Staða
Í vinnslu
Númer
15104