fbpx

Sendu inn STYRKUMSÓKN
Ferlið er einfalt, verkefnið er mótað og umsókn send í gegnum rafrænt umsóknarform. Einstök styrkveiting úr sjóðnum getur að hámarki verið 2,5 m.kr. Skoðaðu úthlutunarreglur sjóðsins hér.

Færðu SAMÞYKKI?
Uppbyggingarsjóður er samkeppnissjóður sem metur umsóknir út frá ákveðnum matsþáttum. Matsþættirnir eru aðgengilegir í úthlutunarreglunum sem finna má hér. Láttu þá ekki fram hjá þér fara. 

Styrknum ÚTHLUTAÐ
Um 50% verkefna sem sækja um í sjóðinn fá úthlutað. Vandaðu til verka og auktu líkurnar enn frekar á að þitt verkefni verði fyrir valinu.

Verkefni FRAMKVÆMT
Gerður er samningur milli SASS og styrkþega um þau verkefni sem hljóta styrk. Þá er ekkert annað að gera en að hefjast handa!  

RÁÐGJÖF
Á ráðgjafasíðu SASS má finna ítarlegar leiðbeiningar við gerð umsóknar ásamt góðum ráðum sem tengjast umsóknarskrifum. Einnig hefur þú aðgengi að ráðgjafa sem aðstoðar þig í öllum skrefum ferlisins. Ráðgjafarnir eru með starfsstöðvar um allt Suðurland. Þjónustan er gjaldfrjáls upp að ákveðnu marki. Umsækjendur eru hvattir til að hafa samband við ráðgjafa á vegum SASS og fá aðstoð við gerð umsókna.

VERKEFNAKYNNINGAR - STYRKÞEGAR SEGJA FRÁ

Sigurgeir Skafti Flosason hlaut 700 þúsund krónu styrk úr sjóðnum vorið 2023 fyrir verkefnið „Suðurlandsdjazz“

Smiðjan Brugghús hlaut 1.500 þúsund krónu styrk úr sjóðnum vorið 2023 fyrir verkefni um bjórsnyrtivörur

Gmatt ehf. hlaut 1.200 þúsund krónu styrk úr flokki atvinnuþróunar og nýsköpunar vorið 2023 fyrir verkefnið „Þorskroðsflögur“

Leikfélag Hornafjarðar fékk 400 þúsund krónu styrk vorið 2023 fyrir verkefnið  „Galdrakarlinn OZ“