fbpx

Nýverið var auglýst eftir umsóknum um styrki til eflingar atvinnulífs- og nýsköpunar á Suðurlandi. Upphæðin var óvenju há að þessu sinni eða 50 milljónir króna. Alls bárust 140 umsóknir og hefur fjöldi umsókna aldrei verið meiri. Út frá gæðum og fjölda umsókna þarf óhjákvæmilega að neita töluverðum fjölda góðra verkefna um styrkveitingu að þessu sinni. Starfsmenn SASS eru þakklátir fyrir sýndan áhuga á styrkveitingunum og er það von okkar að öll góð atvinnuskapandi verkefni á Suðurlandi nái brautargengi, hvort sem það er með hjálp þessara fjárveitinga, með aðstoð frá ráðgjöfum okkar, samspili þeirra tveggja þátta eða með öðrum leiðum. Áætlað er að tilkynna um niðurstöðu úthlutunarnefndar í fyrstu vikunni í desember.