SAMTÖK SUNNLENSKRA SVEITARFÉLAGA
521. fundur stjórnar SASS
haldinn að Austurvegi 56, Selfossi
miðvikudaginn 21. júní 2017, kl. 11:00
Mætt: Gunnar Þorgeirsson formaður, Sandra Dís Hafþórsdóttir, Eggert Valur Guðmundsson, Páll Marvin Jónsson, Sæmundur Helgason, Eyþór H. Ólafsson, Jón Páll Kristófersson, Ágúst Sigurðsson og Elín Einarsdóttir. Anna Björg Níelsdóttir, Lilja Einarsdóttir, Unnur Þormóðsdóttir og Eva Björk Harðardóttir forfölluðust. Einnig sat fundinn Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri SASS, sem jafnframt ritaði fundargerð.
Á fundinn komu einnig, undir dagskrárlið 2, eftirtaldir fulltrúar frá Háskóla Íslands; Steinunn Gestsdóttir, aðstoðarrektor kennslu og þróunar, Róbert H. Haraldsson, sviðsstjóri kennslumála og Sæunn Stefánsdóttir, forstöðumaður rannsóknasetra HÍ. Frá Háskólafélagi Suðurlands (HfSu) kom stjórn félagsins en hana skipa Sveinn Aðalsteinsson formaður, Kristín Hermannsdóttir, Helga Þorbergsdóttir, Dagný Magnúsdóttir, Olga Lísa Garðarsdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, ásamt Sigurði Sigursveinssyni, framkvæmdastjóra. Þórður Freyr Sigurðsson, sviðstjóri þróunarsviðs, sat einnig þennan hluta fundarins.
1. Fundargerð
Fundargerð 520. fundar undirrituð.
2. Fjarnám á háskólastigi – samtal stjórnar við fulltrúa HÍ og stjórn Háskólafélagsins
Formaður bauð gesti velkomna á fundinn. Hann fór yfir mikilvægi þess að áfram verði unnið með niðurstöður skýrslunnar til hagsbóta fyrir sunnlenskt samfélag.
Steinunn sagði að fjárframlög til háskóla verði að hækka við gerð næstu fjárlaga en án hækkunar er ekki hægt að ráðast í viðeigandi aðgerðir.
Á Suðurlandi er ákall um vítt námsframboð sem nauðsynlegt er að gera sýnilegra. Hún fór yfir nauðsyn þess að fjölga þeim sem hafa kennaramenntun en í dag er vöntun á kennurum og þá sérstaklega úti á landi. Ákall er um menntun á sviði ferðmála og tengja það nám viðskiptamenntun og skýr ósk er um aukið framboð í verk- og náttúrufræði.
Hjá yfirstjórn HÍ er mikill vilji til að bæta úr framangreindu og tengja nýjar námsleiðir núverandi námi þannig að nemendur geti fengið það metið vilji þeir fara í frekara nám.
Sigurður kynnti sjónarmið HfSu og ráðgjafahóps SASS um menntamál til skýrslunnar Tillögur eru um eftirfarandi forgangsverkefni:
- Byggja á núverandi námsframboði HÍ um viðskiptafræði með vinnu
- Byggja upp fjarnám í verkfræði og tölvunarfræði, a.m.k. í sameiginlegum grunnáföngum
- Þetta námsframboð hefjist haustið 2018 en e.t.v. með undirbúningsnámi á vorönn 2018
- Þróunarverkefni á fagháskólastigi í samvinnu líf- og umhverfisvísindadeildar, viðskiptadeildar, sunnlenskra menntastofnana og ferðaþjónustufyrirtækja
- Horft verði til þess að staðarlotur í fjarnámi geti farið fram á Laugarvatni
- Forsenda árangurs er öflug markaðssetning á þessu námsframboði
Framangreint kallaðist vel á við það sem fram kom í máli fulltrúa HÍ.
Fundarmenn lýstu yfir ánægju sinni með gerð skýrslunnar og að samstarfsvilji aðila sé mikill. Mikilvægi er að hrinda sem fyrst í framkvæmd þeim aðgerðum sem hægt er og þá fyrir haustið 2017 s.s. að kynna vel núverandi námsbrautir og að nýjar námsbrautir verði í boði haustið 2018.
Fundarmenn voru sammála um að fulltrúar HfSu og menntahópur SASS muni áfram vinna með fulltrúum HÍ í að hrinda aðgerðum í framkvæmd.
Stjórn SASS hvetur yfirvöld menntamála til að fara í stefnumörkun fyrir háskóla í landinu. Stjórn SASS áréttar að góð menntun er lykill að velferð, lýðræði, hagsæld og er hornsteinn efnahagsframfara.
3. Hugmyndir um uppsetningu og rekstur á Fab Lab verkstæði við FSu
Formaður kynnti málið. Tvö áhersluverkefni sóknaráætlunar eru í gangi og tengist annað gerð námsefnis fyrir Fab Lab smiðjur og hitt uppsetningu og rekstri Fab Lab verkstæðis við FSu.
Fomanni var falið að vinna málið áfram og kanna grundvöll á rekstri Fab Lab verkstæðis við FSu.
4. Drög að lögreglusamþykkt fyrir umdæmi lögreglustjórans á Suðurlandi
Formaður kynnti að drög að lögreglusamþykkt hefðu verið send á sveitarfélögin í umdæmi lögreglustjórans á Suðurlandi. Sveitarstjórnir eru nú með þau til umfjöllunar en fjalla þarf um lögreglusamþykktina á tveimur fundum.
5. Skaftárhreppur til framtíðar
Formaður kynnti erindi Skaftárhrepps og Kirkjubæjarstofu tengt verkefninu Skaftárhreppur til framtíðar. Fram kom að Byggðastofnun hefur fyrir sitt leyti afgreitt það en stofnunin er tilbúin að framlengja verkefnið til loka árs 2018. Hún er líka í ljósi reynslunnar tilbúin að leggja fram stærri hluta kostnaðar við laun og aðstöðu verkefnisstjórans frá og með endurskoðun samnings (miðju ári 2017), það er 10,2 m.kr. miðað við heilt ár eða 850 þús. króna á mánuði.
Stjórnin leggur til við verkefnisstjórn Sóknaráætlunar Suðurlands að yfirfara verkefnið og kannaður verði möguleiki á að þetta yrði eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar árið 2018.
6. Umsagnarbeiðnir frá Alþingi
Tillaga til þingsályktunar um mótun eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir, 414. mál. http://www.althingi.is/altext/146/s/0547.html
Lagt fram til kynningar.
7. Önnur mál til kynningar og umræðu
- Landshlutasamtök sveitarfélaga og sóknaráætlun
Lagðar fram til kynningar, þinggerð 62. þings FV frá maí sl., fundargerð SSNV nr. 19 frá júní sl., fundargerð SSA nr. 9 frá maí sl., fundargerð Eyþings nr. 296 frá júní sl. og fundargerð stýrihóps sóknaráætlunar nr. 35 frá maí sl. - Kynning á skýrslu um sjúkraþyrlur
Samþykkt er að halda kynningu á niðurstöðum skýrslu um sjúkraþyrlur í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi 30. júní nk. kl. 12:00. Fulltrúar Strategíu munu kynna niðurstöður og fundurinn verður sendur út í beinni á netinu.
Fundi slitið kl. 12:45.
Gunnar Þorgeirsson
Sæmundur Helgason
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Eggert Valur Guðmundsson
Páll Marvin Jónsson
Ágúst Sigurðsson
Jón Páll Kristófersson
Eyþór H. Ólafsson
Elín Einarsdóttir
Bjarni Guðmundsson