Fundargerð:
3. fundur verkefnastjórnar Sóknaráætlunar – 2017
Austurvegi 56, 31. mars, kl. 12:00
Mætt á fundinn Sandra Dís Hafþórsdóttir formaður verkefnisstjórnar, Páll Marvin Jónsson (í fjarfundi), Runólfur Sigursveinsson, Bryndís Björk Hólmarsdóttir og Sveinn Sæland. Einnig sátu fundinn Bjarni Guðmundsson og Þórður Freyr Sigurðsson sem jafnframt ritaði fundargerð.
Uppbyggingarsjóður:
- Yfirferð á umsóknum – fyrri úthlutun 2017
Verkefnastjórn Sóknaráætlunar fjallaði um tillögur fagráðs nýsköpunar og fagráðs menningar um úthlutun styrkveitinga til verkefna úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands, í fyrri úthlutun ársins. Alls bárust sjóðnum 137 umsóknir að þessu sinni, þar af 50 nýsköpunarverkefni og 87 menningarverkefni.
Niðurstaða verkefnastjórnar er að veita 45 menningarverkefnum styrki að fjárhæð 18.940.000, kr. og 27 nýsköpunarverkefnum að fjárhæð 18.600.000, kr. Samtals er því 72 verkefnum veittur styrkur í fyrri úthlutun ársins að fjárhæð 37.540.000, kr.
Stefnumörkun og áhersluverkefni:
- Áhersluverkefni 2017
Eftirfarandi áhersluverkefni hafa verið samþykkt á árinu 2017;
Heiti verkefnis | Framlag úr sóknaráætlun |
Félagsleg þolmörk íbúa gagnvart ferðaþjónustu og ferðamönnum | 6.800.000 |
Skaftárhreppur til framtíðar | 3.000.000 |
Íbúakönnun | 1.800.000 |
Ungmennaráð Suðurland | 1.200.000 |
Sjúkraþyrlur á Suðurlandi – fýsileikakönnun | 500.000 |
Uppsetning á FAB LAB verkstæði á Selfossi – gerð rekstraráætlunar til fjögurra ára | 1.600.000 |
Málþing um framtíð iðn-, tækni- og verknáms | 750.000 |
Brotthvarf úr framhaldsskólum | 1.000.000 |
Innviðagreining Suðurlands. Áfangi I | 3.000.000 |
Kortavefur Suðurlands | 3.000.000 |
Ráðstefna um sjálfbært Suðurland | 1.000.000 |
Söfn og sýningar á Suðurlandi hanna efni fyrir gesti á grunnskólaaldri | 6.500.000 |
Menningarkort Suðurlands | 1.750.000 |
Þróunarverkefni meðal starfandi fyrirtækja á Suðurlandi – IPM Program | 3.000.000 |
Samtals: | 34.900.000 |
- Önnur mál
Engin önnur mál.
Fundi slitið kl. 16:30.