fbpx

3. fundur verkefnastjórnar Sóknaráætlunar – 2018
Austurvegi 56, 10. september, kl. 11:00

Boðuð á fund; Páll Marvin Jónsson, Runólfur Sigursveinsson, Unnur Þormóðsdóttir, Sveinn Sæland og Bryndís Björk Hólmarsdóttir.
Fundinn sátu Páll Marvin Jónsson, Runólfur Sigursveinsson, Unnur Þormóðsdóttir, Sveinn Sæland og Bryndís Björk Hólmarsdóttir (í fjarfundi).
Einnig sátu fundinn Bjarni Guðmundsson framvæmdarstjóri og Þórður Freyr Sigurðsson sviðsstjóri sem jafnframt ritaði fundargerð.
Unnur Þormóðsdóttir setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1. Síðari úthlutun Uppbyggingarsjóðs Suðurlands á árinu 2018
Samþykkt að auglýsa umsóknarfrest fram til kl. 16:00 þann 9. október nk. Opnað verði fyrir umsóknir í beinu framhaldi af fundinum. Allt kynningarefni var endurnýjað í vor og nýr bæklingur gefinn út. Áhersla verði áfram lögð á starfandi fyrirtæki út árið. Heildarfjárhæð til úthlutunar getur orðið allt að 40 mkr., að teknu tilliti til núverandi fjárhagsstöðu og umfangs niðurfelldra styrkveitinga það sem af er ári.

2. Kynningarmyndband fyrir Uppbyggingarsjóði landshlutanna
Til umræðu tillaga um að vinna sameiginlega að gerð kynningarmyndbands fyrir Uppbyggingarsjóði landshlutanna, meðal allra landshlutasamtaka. Afstaða verkefnastjórnar rædd. Samþykkt að vinna að framgangi verkefnisins ef útlagður kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar SASS um rekstur og umsjón Uppbyggingarsjóðs Suðurlands. Sviðsstjóra falið að vinna að framgangi verkefnisins.

3. Þjónustukönnun Uppbyggingarsjóðs Suðurlands 2018
Lagt fram til kynningar. Þjónustukönnun með umsækjenda í Uppbyggingarsjóðs Suðurlands í fyrri úthlutun ársins. Sviðsstjóra falið að birta niðurstöðurnar á heimasíðu SASS og eftir atvikum kynna þær með öðrum hætti. (Sjá þjónustukönnun hér)

4. Árangursmat Uppbyggingarsjóðs Suðurlands 2018
Samþykkt að fela sviðsstjóra að hefja undirbúning og framkvæmd á nýju árangursmati styrkveitinga frá árunum 2016 og 2017. Árangursmatið yrði framkvæmt með spurningarkönnun til styrkþega og mati á niðurstöðum um árangur verkefna.

5. Persónuverndarmál í tenglsum við Uppbyggingarsjóð Suðurlands
Skilmálar vegna persónuverndar, er varða umsækjendur og gögn umsækjenda í Uppbyggingarsjóðs Suðurlands, lagðir fram til kynningar og samþykkt.

6. Skýrslur og útgefið efni í tengslum við áhersluverkefni
Eftirfarandi afurðir verkefna kynntar. Sviðsstjóra falið að gera gögnin aðgengileg á heimasíðu SASS og eftir atvikum kynna sérstaklega.

a) Til kynningar skýrslan „Veðurathuganir á Suðurlandi
b) Til kynningar skýrslan „Kortlagning umhverfismála á Suðurlandi
c) Til kynningar bæklingur Atvinnuskapandi nemendaverkefni
d) Til kynningar úrdráttur úr greiningarskýrslu verkefnisins Skógarvinnsla á Suðurlandi

7. Samráðsvettvangur Sóknaráætlunar Suðurlands
Samþykkt að kalla eftir tillögum að fulltrúum í samráðsvettvang Sóknaráætlunar Suðurlands frá öllum sveitarfélögunum á Suðurlandi, með þeim hætti að verkefnastjórn hafi svigrúm til að velja saman samráðvettvang úr þeim hópi einstaklinga. Þannig að hópurinn endurspegli jafna skiptingu fulltrúa eftir aldri, kyni og búsetu um landshlutann.

Einnig samþykkt að fela framkvæmdarstjóra og sviðsstjóra að kanna möguleiknn á því að fresta fundi samráðsvettvangs á þessu ári. Að nýr samráðsvettvangur komi fyrst saman á næsta ári og móti þar með stefnumörkun Sóknaráætlunar Suðurlands til næstu 5 ára, þar sem gert er ráð fyrir að ný Sóknaráætlun Suðurlands taki við árið 2020.

8. Áhersluverkefni 2019
Samþykkt að kallað verði að nýju eftir tillögum að áhersluverkefnum fyrir næsta ár. Að opið verði fyrir innsendar tillögur á vef SASS og að ráðgjafar og verkefnastjórar á vegum SASS, stjórn SASS, verkefnastjórn Sóknaráætlunar Suðurlands og ársþing SASS móti tillögur að verkefnum fyrir lok október. Tillögur að áhersluverkefnum næsta árs verði lagðar fyrir fund verkefnastjórnar og stjórnar SASS í byrjun nóvember og endanlega samþykktar á fundi verkefnastjórnar og stjórnar SASS í desember. Verkefnisáætlanir verða síðan sendar stýrihópi stjórnarráðsins um byggðamál til staðfestingar í beinu framhaldi.

9. Sértæk verkefni sóknaráætlana landshlutanna
Til kynningar reglur og upplýsingar um sértæk verkefni sóknaráætlana. Um er að ræða nýtt fyrirkomulag um sértæk verkefni. Um er að ræða fjármagn sem einungis landshlutasamtök geta sótt um. Skilyrðin eru langvarandi fólksfækkun, einhæft atvinnulíf og atvinnuleysi. Umsóknarfrestur er til 30. september nk.

Málið kom inn á borð SASS með stuttum fyrirvara. Ráðgjafar og verkefnastjórar hafa fundað á tveimur fundum um tillögur að verkefnum.

Samþykkt að móta tillögu að verkefni sem snýr að eflingu byggðar á miðsvæðinu, á svæðinu frá Markarfljóti að Öræfum, til að stuðla að sjálbærri lýðfræðilegri þróun svæðisins til lengri tíma.

10. Staða áhersluverkefna
Lagt fram til kynningar. Samantekt sviðsstjóra á stöðu og framgangi áhersluverkefna. Sviðsstjóri fylgdi samantektinni eftir og svaraði spurningum verkefnastjórnar um einstök verkefni.

11. Fundargerðir stýrihóps stjórnarráðsins um byggðamál
Lagt fram til kynningar. Fundargerðir 44. og 45. fundar stýrihóps stjórnarráðsins um byggðamál.

12. Fundur með stýrihópi stjórnarráðsins um byggðamál
Formaður stýrihóps stjórnarráðsins um byggðamál hefur boðað SASS til fundar við stýrihópinn þann 31. október nk. Stýrihópur stjórnarráðsins fer með eftirfylgni Byggðaáætlunar og sóknaráætlana á landsvísu. Ráðgert er að formaður stjórnar SASS, formaður verkefnastjórnar Sóknaráætlunar Suðurlands, framkvæmdarstjóri SASS og sviðsstjóri þróunarsviðs SASS, sem jafnframt er vekefnisstjóri Sóknaráætlunar Suðurlands, sæki fundinn fyrir hönd SASS og verkefnastjórnar Sóknaráætlunar Suðurlands.

Fundi slitið kl. 13:40

Fundur verkefnastjórnar nr. 3 2018 (.pdf)