fbpx

362. stjórnarfundur SASS haldinn að Austurvegi 56, Selfossi, miðvikudaginn 5. febrúar 2003, kl. 16:00

Mætt: Valtýr Valtýsson, Gylfi Þorkelsson, Ágúst Ingi Ólafsson, Sveinn A. Sæland, Þorvaldur Guðmundsson, Ragnheiður Hergeirsdóttir, Þorsteinn Hjartarson, Sigurður Bjarnason og Þorvarður Hjaltason, framkvæmdastjóri. Sveinn Pálsson boðaði forföll.

Dagskrá:

1. Skólaskrifstofa Suðurlands

a. Afgreiðsla sveitarfélaganna á stofnsamningi Skólaskrifstofu.

Fyrir liggur samþykki eftirtalinna sveitarfélaga, til viðbótar þeim 8 sem þegar höfðu staðfest samninginn: Hraungerðishrepps, Gaulverjabæjahrepps, Hrunamannahrepps og Bláskógabyggðar. Breytingar á stofnsamningi hafa þar með verið samþykktar. Samningurinn staðfestur með 7 atkvæðum. Sigurður Bjarnason sat hjá.

b. Fjárhagsáætlun Skólaskrifstofu fyrir 2003.

Fjárhagsáætlunin samþykkt með 1 milljónar króna hækkun að þessu sinni á liðnum þjónustugjöld frá sveitarfélögunum úr kr. 51.920.000 í kr. 52.920.000, vegna rekstararhalla ársins 2002. Áhersla var lögð á að um rammaáætlun er að ræða og að kostnaði verði haldið innan kostnaðarrammans. Þegar verði gripið til aðgerða ef kostnaður stefnir fram úr áætlun. Hvatt er til aðhalds og sparnaðar í rekstri.

Sigurður Bjarnason lagði fram eftirfarandi bókun:

,, Þar sem stjórn SASS hefur samþykkt nýjan stofnsamning Skólaskrifstofu er eðlilegt að fulltrúi Ölfuss i stjórn SASS fjalli ekki um fjárhagsáætlun Skólaskrifstofu þar sem Sveitarfélagið Ölfus er ekki lengur þátttakandi í rekstri hennar.“

c. Samanburðarrannsókn á kostnaði við sérfræðiþjónustu í leik- og grunnskólum.

Samþykkt að óska eftir því við Samband íslenskra sveitarfélaga að hagdeild sambandsins verði falið að gera slíka athugun.

2. Fundargerð samgöngunefndar SASS frá 31. janúar sl.

Einnig kynnt fréttatilkynning nefndarinnar frá 4. febrúar sl.

Fundargerðin staðfest.

 

Stjórn SASS samþykkir eftirfarandi ályktun um Suðurstrandarveg:

Stjórn SASS skorar á Samgönguráðherra og alþingismenn kjördæmisins að standa við fyrirheit sem gefin hafa verið um lagningu Suðurstrandarvegar. Fyrirheit hafa verið gefin um að sérstöku fé verði varið til þessarar framkvæmdar, sem ekki hafi áhrif á fjárveitingu til annarra vegaframkvæmda á Suðurlandi.

Undirbúningur að lagningu Suðurstrandarvegar hefur staðið lengi yfir og hefur samgöngunefnd Alþingis samþykkt fjármagn til framkvæmda á árinu 2003. Þingmenn Suðurlandskjördæmis hafa allir sem einn lagt ríka áherslu á að framkvæmdir verði hafnar á árinu 2003. Þá hafa þingmenn kjördæmisins einnig ítrekað lýst þeirri skoðun sinni að forsenda fyrir því að núverandi kjördæmskipan var samþykkt fyrir Reykjanes og Suðurland hafi verið tilkoma Suðurstrandarvegar.

Unnið hefur verið að undirbúningi framkvæmda á undanförnum árum og er skýrsla um mat á umhverfisáhrifum vegna framkvæmdanna á lokastigi. Ljóst er að töluverðu fjármagni hefur verið varið til verksins sem nýtist lítið sem ekkert verði ekki af framkvæmdum.

Stjórn SASS skorar því á Samgönguráðherra og þingmenn kjördæmisins að standa við þau fyrirheit sem gefin hafa verið um lagningu Suðurstrandarvegar með því að tryggja fjármagn til framkvæmda á árinu 2003.

3. Menningarmálanefnd.

Lögð fram fundargerð 1. fundar nefndarinnar frá því fyrr í dag.

Fundargerðin staðfest.

4. Ályktanir frá Bæjarstjórn Árborgar

a. Ályktun um samgöngumál frá 22. janúar 2003.

Vísað til fyrri ályktunar um sama efni á síðasta fundi.

b. Ályktun um þjónustu við geðsjúka frá 22. janúar 2003.

Ragnheiður gerði sérstaka grein fyrir ályktuninni. Hún sagði ályktunina vera í samræmi við hugmyndir sem uppi eru hjá forráðamönnum Heilbrigðisstofnunarinnar á Selfossi þess efnis að koma á fót sérstakri geðheilbrigðisþjónustu á Suðurlandi. Stjórn SASS tók einróma undir ályktunina.

c. Ályktun um Heilbrigðisstofnunina Selfossi frá 9. október 2002.

Stjórn SASS tekur heilshugar undir ályktunina og leggur áherslu á að hugað verði almennt að uppbyggingu hjúkrunardeilda á Suðurlandi og vísar til heilbrigðisáætlunar ríkisstjórnarinnar.

5. Ársreikningar 2002

Niðurstöður ársreikninga SASS, Heilbrigðiseftirlits og Skólaskrifstofu lagðar fram.

6. Erindi frá Alþingi

a. Frumvarp til laga um björgunarsveitir og björgunarsveitarmenn, 375. mál, www.althingi.is/altext/128/s/0427.html.

Ekki er gerð athugasemd við frumvarpið.

b. Frumvarp til laga um vatnsveitur sveitarfélaga, 422. mál, rekstrarform, arðgreiðslur o.fl. www.althingi.is/altext/128/s/0533.html.

Ekki er gerð athugasemd við frumvarpið.

 

7. Efni til kynningar:

a. Fundargerð Sorpstöðvar Suðurlands frá 21. janúar sl.

b. Efni frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

8. Önnur mál.

a. Ragnheiður vakti athygli á fyrirhuguðum hagræðingaraðgerðum Íslandspósts varðandi flokkun pósts og hugsanlegum afleiðingum þeirra.

Fundi slitið kl. 18:50

Valtýr Valtýsson

Ágúst Ingi Ólafsson

Þorvaldur Guðmundsson

Ragnheiður Hergeirsdóttir

Þorsteinn Hjartarson

Sveinn A. Sæland

Sigurður Bjarnason

Gylfi Þorkelsson

Þorvarður Hjaltason