393. stjórnarfundur SASS
haldinn að Austurvegi 56, Selfossi,
miðvikudaginn 15. mars 2006, kl. 16.00
Mætt: Gunnar Þorgeirsson, Þorvaldur Guðmundsson, Gylfi Þorkelsson, Herdís Þórðardóttir, Elín Bjarnveig Sveinsdóttir, Ólafur Eggertsson, Elliði Vignisson, Sigurbjartur Pálsson, María Sigurðardóttir og Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð. Guðrún Erlingsdóttir og varamaður hennar boðuðu forföll.
Fundargerðin var færð í tölvu.
Dagskrá:
Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 7. febrúar sl.
Til kynningar.
Fundargerðir Endurskoðunarnefndar frá 14. feb, 21. feb. og 3. mars sl. Fundargerðirnar staðfestar. Fram kom að nefndin mun ljúka störfum í næstu viku.
Fundargerðirnar staðfestar. Fram kom að nefndin mun ljúka störfum í næstu viku.Fundargerð stóriðjunefndar SASS frá 10. mars sl.
Fundargerðin staðfest. Framkvæmdastjóri kynnti störf nefndarinnar að undanförnu.
Fundargerð velferðarmálanefndar SASS frá 7. febrúar og 7. mars sl.
,, Fundargerðirnar staðfestar. Eftirfarandi ályktun var samþykkt:
Stjórn SASS leggur höfuðáherslu á nauðsyn þess að bæta þriðju hæð við nýbyggingu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi til að leysa þann brýna vanda sem er til staðar í hjúkrunarmálum aldraðra. Stjórn SASS hvetur stjórnvöld að taka ákvörðun í þessu máli nú þegar.“
Frumvarp til laga um heilbrigðisþjónustu.
a. Bréf frá Rangárþingi ytra, dags. 20. febrúar 2006.
b. Afrit af bréfi Grímsnes- og Grafningshrepps, dags. 17. febrúar.
c. Umsögn SASS, dags. 27. febrúar 2006.
Eftirfarandi umsögn var samin í samráði við velferðarmálanefnd og stjórn SASS og er í samræmi við athugasemdir Rangárþings ytra og Grímsnes- og Grafningshrepps:
,,Gerðar eru alvarlegar athugasemdir við frumvarpsdrögin, en þó einkum 30.gr. frumvarpsdraganna um kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Þær fara hér á eftir:
Í fyrsta lagi telja samtökin að ákvæði um þátttöku sveitarfélaga í kostnaði við byggingu og búnað hjúkrunarheimila sé afar óljóst og til þess fallið að skapa enn frekari ágreining um verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga í þessum málaflokki og ákvæðið einnig í fullkomnu ósamræmi við markaða stefnu um skýr skil verkefna á milli ríkis og sveitarfélaga. Auk þess er óviðunandi fyrir sveitarfélögin að eiga að greiða ákveðinn hluta kostnaðar en eiga enga aðkomu að ákvörðunum og áætlunum. Slíkt brýtur öll lögmál nútímalegrar stjórnsýslu. Minnt er á í þessu sambandi meginregluna um að saman fari frumkvæði, framkvæmd og fjárhagsleg ábyrgð.
telja samtökin að ákvæði um þátttöku sveitarfélaga í kostnaði við byggingu og búnað hjúkrunarheimila sé afar óljóst og til þess fallið að skapa enn frekari ágreining um verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga í þessum málaflokki og ákvæðið einnig í fullkomnu ósamræmi við markaða stefnu um skýr skil verkefna á milli ríkis og sveitarfélaga. Auk þess er óviðunandi fyrir sveitarfélögin að eiga að greiða ákveðinn hluta kostnaðar en eiga enga aðkomu að ákvörðunum og áætlunum. Slíkt brýtur öll lögmál nútímalegrar stjórnsýslu. Minnt er á í þessu sambandi meginregluna um að saman fari frumkvæði, framkvæmd og fjárhagsleg ábyrgð.Í öðru lagi er gerð athugasemd við að ekki er skilgreint hvað átt sé við með ,,meiri háttar viðhaldi og tækjakaupum“. Ákvæðið býður upp á mismunandi túlkun og þar með ágreining og því ótækt með öllu. Ekki er heldur hægt að una því að ríkið ákvarði einhliða að hverfa aftur til fyrirkomulags sem búið var að afleggja vegna þeirra vandamála sem það kallaði á.
er gerð athugasemd við að ekki er skilgreint hvað átt sé við með ,,meiri háttar viðhaldi og tækjakaupum“. Ákvæðið býður upp á mismunandi túlkun og þar með ágreining og því ótækt með öllu. Ekki er heldur hægt að una því að ríkið ákvarði einhliða að hverfa aftur til fyrirkomulags sem búið var að afleggja vegna þeirra vandamála sem það kallaði á. Í þriðja lagi er óskýrt hvernig skipta skuli kostnaði milli ríkis og sveitarfélaga vegna hjúkrunarrýma á heilbrigðisstofnunum eða sjúkrahúsum. Ekki kemur fram með hvaða hætti meta skuli hvaða hluti húsnæðis og búnaðar er vegna hjúkrunarrýma og hvaða hluti vegna annarrar starfsemi.
er óskýrt hvernig skipta skuli kostnaði milli ríkis og sveitarfélaga vegna hjúkrunarrýma á heilbrigðisstofnunum eða sjúkrahúsum. Ekki kemur fram með hvaða hætti meta skuli hvaða hluti húsnæðis og búnaðar er vegna hjúkrunarrýma og hvaða hluti vegna annarrar starfsemi.Í fjórða lagi vekur það athygli að gert er ráð fyrir að þátttaka sveitarfélaganna skuli ,,ekki vera minni en sem nemur 15% af stofnkostnaði“. Með þessum tillögum er sveitarfélögum stillt upp við vegg vegna slæms ástands í hjúkrunarmálum aldraðra og þau nánast neydd til að auka hlutdeild sína til að koma bráðnauðsynlegri uppbyggingu af stað þrátt fyrir að verkefnið sé á höndum ríkisins. Ekkert liggur heldur fyrir um aukna heimild sveitarfélaga til tekjuöflunar sem óhjákvæmileg er eigi að auka kostnaðarhlutdeild þeirra í opinberum verkefnum af þessu tagi. Lágmarkskrafa sveitarfélaganna er sú að ef ákveðið verður að þau taki þátt í stofnkostnaði þá verði um fast hlutfall að ræða.
vekur það athygli að gert er ráð fyrir að þátttaka sveitarfélaganna skuli ,,ekki vera minni en sem nemur 15% af stofnkostnaði“. Með þessum tillögum er sveitarfélögum stillt upp við vegg vegna slæms ástands í hjúkrunarmálum aldraðra og þau nánast neydd til að auka hlutdeild sína til að koma bráðnauðsynlegri uppbyggingu af stað þrátt fyrir að verkefnið sé á höndum ríkisins. Ekkert liggur heldur fyrir um aukna heimild sveitarfélaga til tekjuöflunar sem óhjákvæmileg er eigi að auka kostnaðarhlutdeild þeirra í opinberum verkefnum af þessu tagi. Lágmarkskrafa sveitarfélaganna er sú að ef ákveðið verður að þau taki þátt í stofnkostnaði þá verði um fast hlutfall að ræða.Í fimmta lagi er óeðlilegt að sveitarfélögum sé skylt að láta ríkið fá lóðir endurgjaldslaust vegna bygginga og að þeim skuli ekki heimilt að innheimta gatnagerðargjöld og lóðarleigu. Sveitarfélögin bera kostnað af framkvæmdum við lóðir og gatnagerð og þann kostnað er þeim heimilt skv. lögum að innheimta af lóðarhöfum. Ekki er hægt að fallast á að aðrar reglur gildi um ríkið sem byggingaraðila heldur en um aðra þá sem fá lóðir til bygginga.
er óeðlilegt að sveitarfélögum sé skylt að láta ríkið fá lóðir endurgjaldslaust vegna bygginga og að þeim skuli ekki heimilt að innheimta gatnagerðargjöld og lóðarleigu. Sveitarfélögin bera kostnað af framkvæmdum við lóðir og gatnagerð og þann kostnað er þeim heimilt skv. lögum að innheimta af lóðarhöfum. Ekki er hægt að fallast á að aðrar reglur gildi um ríkið sem byggingaraðila heldur en um aðra þá sem fá lóðir til bygginga. Í sjötta lagi er í 15. gr. frumvarpsdraga gert ráð fyrir að í hjúkrunarrýmum heilbrigðisstofnana og á hjúkrunarheimilum aldraðra sé heimilt að veita þjónustu einstaklingum yngri en 67 ára. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga gera athugasemdir við, með vísan til 30. gr. umrædds frumvarps, að lagt skuli til að sveitarfélögin taki nú þátt í stofnkostnaði vegna þjónustu fyrir ákveðinn hóp sjúklinga sem ekki hefur fengið viðunandi úrlausn sinna mála innan heilbrigðis- og félagsþjónustu á vegum ríkisins. Samtökin vara við því að með þessum hætti sé verið að opna dyrnar fyrir enn frekari þátttöku sveitarfélaganna í stofnkostnaði við heilbrigðiskerfið sem þó óumdeilanlega er undir forræði og á ábyrgð ríkisins.
er í 15. gr. frumvarpsdraga gert ráð fyrir að í hjúkrunarrýmum heilbrigðisstofnana og á hjúkrunarheimilum aldraðra sé heimilt að veita þjónustu einstaklingum yngri en 67 ára. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga gera athugasemdir við, með vísan til 30. gr. umrædds frumvarps, að lagt skuli til að sveitarfélögin taki nú þátt í stofnkostnaði vegna þjónustu fyrir ákveðinn hóp sjúklinga sem ekki hefur fengið viðunandi úrlausn sinna mála innan heilbrigðis- og félagsþjónustu á vegum ríkisins. Samtökin vara við því að með þessum hætti sé verið að opna dyrnar fyrir enn frekari þátttöku sveitarfélaganna í stofnkostnaði við heilbrigðiskerfið sem þó óumdeilanlega er undir forræði og á ábyrgð ríkisins.Að lokum gagnrýna Samtök sunnlenskra sveitarfélaga harðlega að sveitarfélögin hafi ekki átt fulltrúa í endurskoðunarnefndinni í ljósi þess að þeim er greinilega ætlað nokkuð hlutverk í uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar. Jafnframt lýsa samtökin undrun sinni og vonbrigðum með að nefnd sem hefur verið að störfum frá árinu 2003 skili ekki skýrari tillögum um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga á sviði heilbrigðismála en raun ber vitni og sem eru í meginatriðum í andstöðu við markaða stefnu stjórnvalda um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga.“
gagnrýna Samtök sunnlenskra sveitarfélaga harðlega að sveitarfélögin hafi ekki átt fulltrúa í endurskoðunarnefndinni í ljósi þess að þeim er greinilega ætlað nokkuð hlutverk í uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar. Jafnframt lýsa samtökin undrun sinni og vonbrigðum með að nefnd sem hefur verið að störfum frá árinu 2003 skili ekki skýrari tillögum um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga á sviði heilbrigðismála en raun ber vitni og sem eru í meginatriðum í andstöðu við markaða stefnu stjórnvalda um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga.“Bréf frá Starfsmenntaráði, dags. 8. febrúar 2006.
Í bréfinu eru þakkaðar móttökur á Suðurlandi 3. febrúar sl. þegar Starfsmenntaráð heimsótti Suðurland.
Bréf frá Félagi eldri borgara á Selfossi, dags. 21. febúar 2006, með ályktun aðalfundar félagsins um nýbyggingu við Heilbrigðisstofnunina á Selfossi.
Í ályktuninni er hvatt til þess að reist verði þriðja hæð nýbyggingar við Heilbrigðisstofnunina á Selfossi og mæta þar ört vaxandi þörf fyrir hjúkrunarrými.
Bréf frá Rangárþingi ytra, dags. 10. febrúar 2006, varðandi könnun á stöðu nýbúa.
Málið er í vinnslu hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Innflytjendaráði og því ekki ástæða til sérstakrar könnunar af hálfu SASS á þessu stigi.
Bréf frá Sveitarfélaginu Ölfusi, dags. 2. ferbúar 2006, varðandi stofnun Markaðs- og kynningarstofu Suðurlands.
Lagt fram.
Bréf frá Samgönguráðuneytinu, dags. 24. febrúar 2006, varðandi endurskoðun 12 ára samgönguáætlunar.
Í bréfinu kemur fram að ráðuneytið muni taka erindi SASS frá 8. febrúar sl. til meðferðar, þar sem óskað var eftir að gert yrði ráð fyrir varanlegum endurbótum á leiðinni á milli Selfoss og Reykjavíkur við endurskoðun 12 ára samgönguáætlunar.
Umsögn SASS um tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun 2006 – 2009, dags. 7. mars 2006.
Eftirfarandi umsögn var send í samráði við stjórn SASS:
,,Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga hefur borist erindi frá iðnaðarnefnd Alþingis, dags. 16. febrúar 2006, þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun 2006 – 2009. Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið hafði áður óskað eftir umsögn samtakanna um uppkast að þingsályktunarillögunni. Ekkert tillit virðist hafa verið tekið til umsagnarinnar og því er nánast óbreyttum athugasemdum SASS komið á framfæri við Alþingi í von um betri undirtektir. Umsögnin fer hér á eftir:
1. Styrking landshlutakjarna
Í þingsályktunartillögunni er lögð áhersla á styrkingu landshlutakjarnanna Akureyrar, Ísafjarðar og Mið-Austurlands, en jafnframt vitnað í núverandi byggðaáætlun þar sem segir að eitt meginmarkmiða hennar sé að ,,treysta búsetuskilyrði á landsbyggðinni með því að efla þau byggðarlög sem eru fjölmennust, hafa mest aðdráttarafl fyrir fólk og bestu möguleika til uppbyggingar atvinnulífs, skóla, menningarlífs og opinberrar þjónustu.“ Ekki verður betur séð en að þéttbýliskjarnar á Suðurlandi falli undir þessa skilgreiningu en þó er Suðurlands hvergi getið. Suðurland er vissulega á landsbyggðinni, en sker sig á vissan hátt frá ýmsum öðrum landshlutum að því leyti að vesturhluti svæðisins er eitt mesta vaxtarsvæði landsins nú um stundir. Það þýðir ekki að ástæðulaust sé að styrkja landshlutakjarna á Suðurlandi því byggðastefna á ekki og þarf ekki einungis að snúast um varnaraðgerðir heldur einnig að treysta vöxt og framfarir á vaxtarsvæðum. Því er lagt til að áhersla verði lögð á styrkingu landshlutakjarna í öllum landshlutum.
Í þingsályktunartillögunni er lögð áhersla á styrkingu landshlutakjarnanna Akureyrar, Ísafjarðar og Mið-Austurlands, en jafnframt vitnað í núverandi byggðaáætlun þar sem segir að eitt meginmarkmiða hennar sé að ,,treysta búsetuskilyrði á landsbyggðinni með því að efla þau byggðarlög sem eru fjölmennust, hafa mest aðdráttarafl fyrir fólk og bestu möguleika til uppbyggingar atvinnulífs, skóla, menningarlífs og opinberrar þjónustu.“ Ekki verður betur séð en að þéttbýliskjarnar á Suðurlandi falli undir þessa skilgreiningu en þó er Suðurlands hvergi getið. Suðurland er vissulega á landsbyggðinni, en sker sig á vissan hátt frá ýmsum öðrum landshlutum að því leyti að vesturhluti svæðisins er eitt mesta vaxtarsvæði landsins nú um stundir. Það þýðir ekki að ástæðulaust sé að styrkja landshlutakjarna á Suðurlandi því byggðastefna á ekki og þarf ekki einungis að snúast um varnaraðgerðir heldur einnig að treysta vöxt og framfarir á vaxtarsvæðum. Því er lagt til að áhersla verði lögð á styrkingu landshlutakjarna í öllum landshlutum.
2. Bættar samgöngur
Í aðgerðaáætlun þingsályktunartillögunnar er tekið fram að ,,unnið verði að mikilvægum samgöngubótum á landsbyggðinni samkvæmt samgönguáætlun“ og síðar að ,, bættar samgöngur séu mikilvæg forsenda fyrir styrkingu landshlutakjarna,, og þá er væntanlega verið að vísa til Ísafjarðar, Akureyrar og Mið-Austurlands. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga gerðu alvarlegar athugasemdir við síðustu 4 ára samgönguáætlun og geta samtökin með engu móti fallist á þessa tillögu. Athugasemdir SASS lutu að því að í samgönguáætluninni er lítið tillit tekið til umferðarþunga og vegalengda og hlutur Suðurlands mjög rýr samanborið við önnur svæði. Mjög mikilvægt er að auka framlög til samgöngumála á Suðurlandi frá því sem nú er áætlað, ekki síst leiðarinnar á milli Selfoss og Reykjavíkur þar sem umferð hefur vaxið gríðarlega, til tengivega á Suðurlandi sem engan veginn bera þá miklu umferð sem um þá fer og til að styrkja samgöngur við Vestmannaeyjar og rannsóknir á samgöngubótum við þær.
Í aðgerðaáætlun þingsályktunartillögunnar er tekið fram að ,,unnið verði að mikilvægum samgöngubótum á landsbyggðinni samkvæmt samgönguáætlun“ og síðar að ,, bættar samgöngur séu mikilvæg forsenda fyrir styrkingu landshlutakjarna,, og þá er væntanlega verið að vísa til Ísafjarðar, Akureyrar og Mið-Austurlands. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga gerðu alvarlegar athugasemdir við síðustu 4 ára samgönguáætlun og geta samtökin með engu móti fallist á þessa tillögu. Athugasemdir SASS lutu að því að í samgönguáætluninni er lítið tillit tekið til umferðarþunga og vegalengda og hlutur Suðurlands mjög rýr samanborið við önnur svæði. Mjög mikilvægt er að auka framlög til samgöngumála á Suðurlandi frá því sem nú er áætlað, ekki síst leiðarinnar á milli Selfoss og Reykjavíkur þar sem umferð hefur vaxið gríðarlega, til tengivega á Suðurlandi sem engan veginn bera þá miklu umferð sem um þá fer og til að styrkja samgöngur við Vestmannaeyjar og rannsóknir á samgöngubótum við þær.
3. Efling menntunar og menningar
Tekið er undir þau áform sem eru um uppbyggingu þekkingarstra/háskólasetra, eflingu dreifmenntunar á öllum skólastigum, eflingu símenntunar og eflingu menningarstarfsemi m.a. með gerð menningarsamninga ríkis og sveitarfélaga. Hins vegar er gerð athugasemd við framkvæmd þessara mála hingað til. Þannig hafa símenntunarstöðvar á Ísafirði, Húsavík og Egilsstöðum nú um nokkurra ára skeið fengið á annað hundrað% hærri framlög til sinnar starfsemi en símenntunarmiðstöðvar á Suðurlandi, Suðurnesjum og Vesturlandi enda þótt starfsemi hafi verið sambærileg og nú er svo komið að þær síðarnefndu þurfa að að hætta við eða draga mjög úr framboði háskólanáms sem þær sjá um að miðla. Sama gildir raunar um menningarsamninga, þeir hafa aðeins verið gerðir við tvo landshluta, enda þótt drög að slíkum samningi hafi lengi legið fyrir á Suðurlandi. Í þingsályktunartillögunni er vitnað til stefnu ríkisstjórnarinnar um ,, að stefnt sé að því að treysta undirstöður byggðar í landinu og skapa jöfn skilyrði til atvinnu, menntunar og menningar.“ Í ljósi þessarar yfirlýsingar og þeirrar stöðu sem áður er lýst í þessum málum, er nauðsynlegt að kveða fastar að orði um að uppbygging háskólanáms, símenntunar og menningarstarfsemi eigi sér stað í öllum landshlutum.
Tekið er undir þau áform sem eru um uppbyggingu þekkingarstra/háskólasetra, eflingu dreifmenntunar á öllum skólastigum, eflingu símenntunar og eflingu menningarstarfsemi m.a. með gerð menningarsamninga ríkis og sveitarfélaga. Hins vegar er gerð athugasemd við framkvæmd þessara mála hingað til. Þannig hafa símenntunarstöðvar á Ísafirði, Húsavík og Egilsstöðum nú um nokkurra ára skeið fengið á annað hundrað% hærri framlög til sinnar starfsemi en símenntunarmiðstöðvar á Suðurlandi, Suðurnesjum og Vesturlandi enda þótt starfsemi hafi verið sambærileg og nú er svo komið að þær síðarnefndu þurfa að að hætta við eða draga mjög úr framboði háskólanáms sem þær sjá um að miðla. Sama gildir raunar um menningarsamninga, þeir hafa aðeins verið gerðir við tvo landshluta, enda þótt drög að slíkum samningi hafi lengi legið fyrir á Suðurlandi. Í þingsályktunartillögunni er vitnað til stefnu ríkisstjórnarinnar um ,, að stefnt sé að því að treysta undirstöður byggðar í landinu og skapa jöfn skilyrði til atvinnu, menntunar og menningar.“ Í ljósi þessarar yfirlýsingar og þeirrar stöðu sem áður er lýst í þessum málum, er nauðsynlegt að kveða fastar að orði um að uppbygging háskólanáms, símenntunar og menningarstarfsemi eigi sér stað í öllum landshlutum.
4. Aukin nýsköpunar- og atvinnuþróunastarfsemi
Í þingsályktunartillögunni er nefnt að ,,atvinnuþróunarfélögum verði áfram tryggður öruggur starfsgrundvöllur“. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga leggja áherslu á að framlög til atvinnuþróunarfélaga verði aukin og starfsemi þeirra þannig efld frá því sem nú er. Þetta má annars vegar gera með því að færa fjármuni frá Byggðastofnun og breyta um leið hlutverki hennar eða auka framlög til atvinnuþróunarmála í heild. Samtökin telja að fjámunir nýtist betur með þeim hætti og frumkvæði heimamanna þannig eflt. Samtökin lýsa jafnframt ánægju með með gerð svokallaðra vaxtarsamninga enda er með þeim færð ábyrgð á framkvæmdum á sviði byggðamála til hagsmunaaðila í héraði.
5. Lokaorð
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga gera þá lágmarkskröfu, ef niðurstaða Alþingis verður sú að byggðastefna eigi einkum að fela í sér varnaraðgerðir fyrir ákveðin svæði á landsbyggðinni, að byggðastefnan bitni ekki á öðrum svæðum landsbyggðarinnar. Það á t.a.m. við um bráðnauðsynlega uppbyggingu háskólamenntunar sem hefur almennt gildi og mikilvægi óháð byggðastefnu á hverjum tíma og lýtur einnig að grundvallarréttindum þegnanna um jafnan aðgang að menntun. “
Bréf frá félagsmálanefnd Alþingis, dags. 7. mars 2006, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna, 75. mál, aðstoð í kjörklefa.
Í þingsályktunartillögunni er nefnt að ,,atvinnuþróunarfélögum verði áfram tryggður öruggur starfsgrundvöllur“. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga leggja áherslu á að framlög til atvinnuþróunarfélaga verði aukin og starfsemi þeirra þannig efld frá því sem nú er. Þetta má annars vegar gera með því að færa fjármuni frá Byggðastofnun og breyta um leið hlutverki hennar eða auka framlög til atvinnuþróunarmála í heild. Samtökin telja að fjámunir nýtist betur með þeim hætti og frumkvæði heimamanna þannig eflt. Samtökin lýsa jafnframt ánægju með með gerð svokallaðra vaxtarsamninga enda er með þeim færð ábyrgð á framkvæmdum á sviði byggðamála til hagsmunaaðila í héraði.
5. Lokaorð
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga gera þá lágmarkskröfu, ef niðurstaða Alþingis verður sú að byggðastefna eigi einkum að fela í sér varnaraðgerðir fyrir ákveðin svæði á landsbyggðinni, að byggðastefnan bitni ekki á öðrum svæðum landsbyggðarinnar. Það á t.a.m. við um bráðnauðsynlega uppbyggingu háskólamenntunar sem hefur almennt gildi og mikilvægi óháð byggðastefnu á hverjum tíma og lýtur einnig að grundvallarréttindum þegnanna um jafnan aðgang að menntun. “
Bréf frá félagsmálanefnd Alþingis, dags. 7. mars 2006, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna, 75. mál, aðstoð í kjörklefa.
Ekki er tekin afstaða til frumvarpsins.
Bréf frá Ólafi Þór Ólafssyni, dags. 2. mars 2006, varðandi lénið sudurland.is.
Stjórn SASS mun ekki taka neina afstöðu til þessa máls fyrr en úrskurður Samkeppniseftirlitsins vegna kæru Ólafs Þórs liggur fyrir. Þorvaldur tók ekki þátt í afgreiðslu málsins vegna vanhæfis.
Bréf Óskars Sigurðssonar hrl. til Samkeppniseftirlitsins, dags.
7. febrúar 2006.
7. febrúar 2006.
Til kynningar.
Ársreikningar 2005.
Reikningarnir áritaðir af stjórn. Reikningarnir hafa verið áritaðir af löggiltum endurskoðanda og skoðunarmönnum.
Aukafundur SASS.
Samþykkt að halda aukafund SASS miðvikudaginn 26. apríl nk. á Selfossi kl. 10.00. Gert er ráð fyrir að aukafundir Atvinnþróunarsjóðs Suðurlands og Sorpstöðvar Suðurlands verði haldnir sama dag.
Efni til kynningar.
a. Fundargerð stjórnar Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands frá
a. Fundargerð stjórnar Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands frá
24. febrúar sl.
b. Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 20. febrúar sl.
c. Efni frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
d. Fundargerð vinnuhóps um háskólanám á Suðurlandi frá 13. mars sl.
Önnur mál.
a. Lagt fram bréf Bjarna Harðarsonar, dags. 10. mars 2006, um málefni vefmiðla á Suðurlandi.
Fundi slitið kl. 18.00
Fundi slitið kl. 18.00
Gunnar Þorgeirsson Þorvaldur Guðmundsson Gylfi Þorkelsson
Herdís Þórðardóttir Elín Bj. Sveinsdóttir Ólafur Eggertsson
Elliði Vignisson Sigurbjartur Pálsson María Sigurðardóttir
Þorvarður Hjaltason