397. fundur stjórnar SASS, haldinn að Austurvegi 56, Selfossi,miðvikudaginn 4. október 2006, kl. 16.00.
Mætt: Gunnar Þorgeirsson, Björn B. Jónsson, Þórunn Jóna Hauksdóttir, Aldís Hafsteinsdóttir, Jóna Sigurbjartsdóttir, Unnur Brá Konráðsdóttir og Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð. Elliði Vignisson var í símasambandi.
Gunnar Þorgeirsson formaður bauð nýkjörna stjórn velkomna til fyrsta fundar á starfsárinu.
Dagskrá:
Verkefni og hlutverk SASS, sbr. nýafstaðna endurskoðun.
Farið yfir kjarnaatriði úr skýrslu endurskoðunarnefndar sem skilaði áliti í ágúst 2005 og samþykktir SASS sem samþykktar voru á aukaaðalfundi í apríl sl. og byggðu á því áliti.
Kynning á verkefnum sem unnið er að og verkefni framundan.
Eftirfarandi verkefni voru rædd sérstaklega:
a. Málefni Gaulverjaskóla
b. Samgöngur
– Suðurlandsvegur – undirbúningsfélag
– Samgöngur til Vestmannaeyja
– Væntanleg 12 ára samgönguáætlun
c. Vaxtarsamningur Suðurlands
d. Iðjuþjálfun – tilraunaverkefni
e. Athugun á málefnum aldraðra
f. Starfsmanna- og launastefna
g. Menningarsamningur
Fundargerð aðalfundar SASS frá 7. og 8. september sl.
a. Mál sem vísað er til stjórnar.
– Athugun á málefnum aldraðra og fatlaðra
– Úttekt á velferðarþjónustu
– Breytingar á samþykktum og starfsreglum ársþings
Samþykkt að fela velferðarnefnd SASS að taka tvö fyrstu atriðin til umfjöllunar.
b. Tilraunaverkefni um iðjuþjálfun.
Ákveðið að leita eftir afstöðu Árborgar til verkefnisins.
Úrskurður gerðardóms um kostnaðarhlutdeild sveitarfélaga í nýframkvæmdum og meiriháttar viðhaldi og tækjakaupum vegna heilsugæslustöðva og svæðis-, deildar, og almennra sjúkrahúsa.
Stjórn SASS fagnar úrskurði gerðardóms sem staðfestir það álit sveitarfélaga að þeim beri ekki að taka þátt í stofnkostnaði heilsugæslustöðva og sjúkrahúsa. Mikilvægt er að þessi niðurstaða dragi á engan hátt úr fyrirhugaðri uppbyggingu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.
Bréf frá Rangárþingi ytra, dags. 14. ágúst 2006, varðandi upplýsingar um málefni innflytjenda hjá einstökum sveitarfélögum.
Samþykkt að fela velferðarnefnd að taka málefni innflytjenda á Suðurlandi til sérstakrar athugunar.
6. Bréf frá atvinnu- og ferðamálanefnd Flóahrepps, dags. 28. ágúst 2006, varðandi Vaxtarsamning Suðurlands.
Vegna gagnrýni sem fram kemur í bréfinu tekur stjórn SASS fram, að öllum sveitarstjórnum á Suðurlandi gafst tækifæri til að hafa áhrif á tillögur verkefnisstjórnar að Vaxtarsamningi Suðurlands. Stjórnin vekur einnig athygli á því að í þeirri vinnu sem framundan er, eftir að samningurinn hefur verið undirritaður, þá munu sveitarfélögin og aðrir hagsmunaðilar á Suðurlandi hafa alla möguleika á að koma sínum hugmyndum og sjónarmiðum á framfæri.
Erindi frá Skipulagsstofnun, dags. 5. september 2006, varðandi fyrirhugaðan kynningarfund um umhverfismat áætlana.
Fundurinn verður haldinn 9. október nk. á Selfossi. Stjórn SASS hvetur fulltrúa sveitarstjórna til að mæta á fundinn.
Ársskýrsla Heilbrigðisstofnunar Suðurlands árið 2005.
Stjórn telur rekstrarhalla HSu óviðunandi og hvetur stjórnvöld til að veita stofnuninni nægilegt rekstrarfé til starfseminnar. Jafnframt skorar stjórnin á stjórnvöld að gera tímasetta áætlun um fullnaðaruppbyggingu stofnunarinnar, að unnið verði að framkvæmdum í einni samfellu og heildarframkvæmdum verði lokið árið 2008.
Bréf frá Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands, dags. 22. september 2006, þar sem óskað er eftir tilnefningu SASS á einum aðalfulltrúa og varafulltrúa í verkefnistjórn um háskólanám á Suðurlandi.
Samþykkt að tilnefna Gunnar Þorgeirsson sem aðalfulltrúa og Unni Brá Konráðsdóttur til vara.
Bréf frá Stýrihóp um Bakkafjöruhöfn, dags. 27. september 2006, þar sem óskað er eftir að SASS tilnefni einn fulltrúa í samráðshóp um verkefnið.
Samþykkt að tilnefna Gunnar Þorgeirsson.
Tölvubréf frá Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands, dags. 29. september 2006, þar sem óskað er tilnefningar í stjórn Vaxtarsamnings Suðurlands.
Samþykkt að tilnefna framkvæmdastjóra SASS. Fram kom að Vaxtarsamningurinn verður undirritaður 13. október nk. á Hvolsvelli.
Efni til kynningar
a. Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 6. og 18. september sl.
b. Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 14. júlí, 14. ágúst og 20. september sl.
c. Fundargerð stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands frá 16. ágúst og 26. september sl.
d. Fundargerðir Atvinnuþróunarfélags Suðurlands frá 30. júní og 18. ágúst sl.
e. Efni frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
f. Efni frá landshlutasamtökunum.
Fundartími stjórnar.
Samþykkt að halda stjórnarfundi 1. miðvikudag hvers mánaðar kl. 16.00.
Önnur mál.
Eftirfarandi ályktanir voru samþykktar:
a. SASS fagnar skjótum viðbrögðum samgönguráðuneytisins og ríkisstjórnar allrar vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem nú er upp vegna flugsamgangna milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur. Sú ákvörðun að bjóða út ríkisstyrk vegna þessa flugs er í samræmi við áherslur Vestmannaeyinga og SASS. Þá tekur stjórn SASS undir mikilvægi þess með Vestmannaeyjabæ að fulltrúar Vestmannaeyjabæjar séu þátttakendur í þarfagreiningu vegna væntanlegs útboðs og lýsir sig einnig tilbúna til þátttöku þar að lútandi.
b. Stjórn SASS samþykkir að fela framkvæmdarstjóra að leggja mat á þann tekjumissi sem sveitarfélög á starfssvæði SASS hafa orðið fyrir vegna yfirfærslu rekstrar úr einkarekstri í einkahlutafélög og lækkun álagningarhlutfalls tekjuskatts á lögaðila. Jafnframt verði könnuð áhrif þess að æ fleiri einstaklingar hafa að miklu leyti eða eingöngu fjármagnstekjur. Hvorugur þessara hópa taka þátt í rekstri sveitarfélaga eins og eðlilegt hlýtur að teljast.
c. Stjórn SASS fagnar yfirlýsingu forsætisráðherra sem fram kom í stefnuræðu hans á Alþingi um að flýtt verði framkvæmdum er tryggja munu öryggi á umferðaræðum út úr höfuðborginni. Stjórn SASS ítrekar nauðsyn þess að framkvæmdir við tvöföldun Suðurlandsvegar verði að veruleika hið fyrsta.
Fundi slitið kl. 18.15
Gunnar Þorgeirsson Björn B. Jónsson
Þórunn Jóna Hauksdóttir Aldís Hafsteinsdóttir
Jóna Sigurbjartsdóttir Unnur Brá Konráðsdóttir
Þorvarður Hjaltason