fbpx

417. fundur stjórnar SASS haldinn að Austurvegi 56 Selfossi.

mánudaginn 29. september 2008, kl. 11:00

Mættir: Sveinn Pálsson, Guðmundur Þór Guðjónsson, Gylfi Þorkelsson, Jón Hjartarson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Þorgils Torfi Jónsson og Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.

Elliði Vignisson var í fjarfundarsambandi.

Fundargerðin var færð í tölvu.

Dagskrá

1. Bréf frá Þórði Skúlasyni fyrrv. framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 1. september 2008.

Stjórn SASS þakkar Þórði fyrir góð störf í þágu sveitarfélaganna í landinu og ánægjulegt samstarf á liðnum árum.

2. Tillaga að skipulagsbreytingum og nýjum starfslýsingum fyrir SASS.

Tillögurnar ræddar en afgreiðslu frestað til næsta fundar. Elliði sat hjá og lagði fram eftirfarandi bókun: „Tel að leita eigi leiða til að draga enn frekar úr yfirbyggingu SASS en fyrirliggjandi starfslýsingar gera. Vestmannaeyjabær vinnur nú að endurskoðun á veru sinni innan SASS og mun ég því sitja hjá við afgreiðslu málsins.”

Þorgils Torfi sat hjá þar sem sveitarfélögin í Rangárvallasýslu væru að endurskoða aðild sína að SASS.

3. Tillaga að breyttum samþykktum SASS.

Tillögurnar ræddar en afgreiðslu frestað.

Elliði lagði fram eftirfarandi bókun: ,,Tel ekki nægilega langt gengið í breytingum á samþykktum. Á seinustu tveimur starfsárum hef ég ítrekað komið á framfæri ábendingum sem ég tel ekki nægilega mætt með fyrirliggjandi breytingum. Vestmannaeyjabær hefur ætíð lagt áherslu á góð samskipti við nágrannasveitarfélög og tilgangurinn með inngöngu í SASS var að efla samráð og samstarf við önnur sunnlensk sveitarfélög. Vestmannaeyjabær hefur hinsvegar ekki vilja til að taka þátt í uppbyggingu á stoðþjónustu við stofnanir sem á engan hátt tengjast rekstri Vestmannaeyjabæjar. Fyrirliggjandi samþykktir gera Vestmannaeyjabæ til að mynda ábyrgan fyrir umsjón og þróun launa- og starfsmannastefnu fyrir Skólaskrifstofu Suðurlands og Sorpstöð Suðurlands án þess að Vestmannaeyjabær tengist viðkomandi stofnunum á nokkurn hátt. Þá er með þessu einnig gert ráð fyrir ýmiskonar stoðþjónustu svo sem bókhald og fleira fyrir starfsemi sem ekki tengist Vestmannaeyjabæ nokkurn hátt.Undirritaður er mótfallinn slíku fyrirkomulagi. Vestmannaeyjabær vinnur nú að endurskoðun á veru sinni innan SASS og mun ég því sitja hjá við afgreiðslu málsins.“

Þorgils Torfi sat hjá þar sem sveitarfélögin í Rangárvallasýslu væru að endurskoða aðild sína að SASS.

4. Afgreiðsla á tillögum stýrihóps um endurskoðun á starfsemi SASS, sbr. samþykkt síðasta aðalfundar.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

5. Ársþing SASS

Drög að dagskrá lögð fram og rædd.

6. Fjárhagsáætlun 2008

Drög að áætlun lögð fram.

7. Efni til kynningar.

a. Fundargerð Atvinnuþróunarfélags Suðurlands frá 3. Sept. sl.

b. Fundargerð Skólaskrifstofu Suðurlands frá 15. september sl.

c. Efni frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

d. Efni frá landshlutasamtökunum.
Fundi slitið kl. 13.00

Sveinn Pálsson

Guðmundur Þór Guðjónsson

Sigurður Ingi Jóhannsson

Elliði Vignisson

Gylfi Þorkelsson

Jón Hjartarson

Þorgils Torfi Jónsson

Þorvarður Hjaltason