fbpx

429. fundur stjórnar SASS

haldinn að Austurvegi 56, Selfossi,

föstudaginn 13. nóvember 2009 kl. 12.00

Mætt: Sveinn Pálsson, Margrét Katrín Erlingdóttir, Elliði Vignisson ( í fjarfundarbúnaði), Ólafur Eggertsson, Ragnar Magnússon (varamaður Aðalsteins Sveinssonar), Árni Rúnar Þorvaldsson (í síma) og Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð. Guðmundur Þór Guðjónsson boðaði forföll.

Dagskrá

1. Fundargerð aðalfundar SASS frá 16. október sl.

Farið yfir ályktanir ársþingsins.

Samþykkt að halda málþing um tilfærslu málefna fatlaðara

8. janúar nk. Framkvæmdastjóra falið í samvinnu við velferðarnefnd SASS að undirbúa málþingið.

Samþykkt að óska eftir fundi með samgöngurráðherra um samgöngumál á Suðurlandi.

2. Sóknaráætlun fyrir Suðurland.

Framkvæmdastjóri skýrði frá stöðu málsins. Markmið áætlunarinnar er að samþætta fjölmargar áætlanir ríkisins, s.s. samgöngumálum, fjarskiptamálum, menntamálum, menningarmálum, nýsköpun, nýtingu orkulinda, umhverfismálum, landskipulagsmálum, ferðamálum og byggðamálum auk áætlana um um eflingu sveitarstjórnarstigsins. Landshlutasamtökunum hefur verið falið að hafa umsjón með svæðisbundnu samráði um áætluninina. Um sjö svæði er að ræða og er Suðurland eitt þeirra. Samráð verður haft við sem flesta hagsmunaaðila á Suðurlandi við þessa vinnu.

3. Staða ART verkefnisins.

Undirritaður hefur verið samningur um starfsrækslu meðferðarúrræða vegna barnaverndarmála fyrir börn á aldrinum 12 – 18 ára sem nær til starfssvæðis félagsmálanefnda í Árnes- Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslum. Unnið er að gerð samnings við menntamála- heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytin um áframhald verkefnisins.

Stjórn SASS hvetur þingmenn kjördæmisins til að tryggja framlög til verkefnisins á fjárlögum næsta árs.

4. Bréf Sorpstöðvar Suðurlands og Sorpu, dags. 28. okóber 2009, varðandi stjórnvaldskæru Íslenska Gámafélagsins ehf til Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins.

Til kynningar.

5. Afrit af bréfi Háskólafélags Suðurlands, dags. 28. september 2009, til dómsmálaráðherra varðandi málefni Rannsóknamiðstöðvar í jarðskjálftaverkfræði á Selfossi.

Stjórn SASS tekur undir þau sjónarmið sem koma fram í bréfinu og ítrekar meðfylgjandi ályktun nýafstaðins ársþings um nauðsyn áframhaldandi framlaga á fjárlögum til stofnunarinnar.

,,Ársþing SASS haldið á Höfn í Hornafirði 15. og 16. október 2009 skorar á Alþingi að tryggja áframhaldandi framlag til starfsemi Rannsóknarmiðstöðvar HÍ í jarðskjálftaverkfræði. Rannsóknarmiðstöðin hefur verið starfrækt á Selfossi undan­farinn áratug og þar hafa verið stundaðar grundvallarrannnsóknir á jarðskjálftum og áhrifum þeirra. Án tilkomu stöðvarinnnar lægju ekki fyrir mælingar og rannsóknir á afleiðingum tveggja stórra jarðskjálfta sem riðið hafa yfir Suðurland frá því að stöðinni var komið á fót. Þær rannsóknir hafa þegar nýst og leitt til sparnaðar og aukins öryggis fyrir almenning. Þá nýtur jarðskjálftamiðstöðin alþjóðlegrar viður­kenningar og er einn af þáttum jákvæðar ímyndar sem Ísland þarfnast nú á erfið­leika­tímum. Jarðskjálftamiðstöðin hefur að mestu verið rekin fyrir sjálfsaflafé en jafnframt notið framlags af fjárlögum. Falli það framlag niður verður tæpast lengur grundvöllur fyrir starfseminni á Selfossi.“

6. Afrit af bréfi Flóahrepps, dags. 11. september 2009, til Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins , varðandi frestun á framlagi Jöfnunarsjóðs vegna viðbyggingar við Flóaskóla.

Í ljósi þess að Flóahreppur hefur staðið að öllu leyti rétt að málum varðandi skilyrði um framlag úr Jöfnunarsjóði vegna viðbyggingar við Flóaskóla leggur stjórn SASS áherslu á að Jöfnunarsjóður standi við þau fyrirheit sem hann gaf sveitarfélaginu í bréfi 25. mars sl., ekki síst vegna þess að framkvæmdir eru hafnar með tilheyrandi fjárútlátum. Óviðunandi er að fjármál sveitarfélaga séu sett í uppnám með þessum hætti.

7. Ályktun Félags opinberra starfsmanna á Suðurlandi frá 5. október sl. um mikilvægi þjónustu sveitarfélaganna.

Til kynningar.

8. Erindi frá Allsherjarnefnd Alþingis, dags. 10. nóvember 2009, þar sem , óskað er umsagnar um frumvarp til laga um kosningar til Alþingis (persónukjör), 102. mál.

Stjórn vísar til umsagnar sinnar um hliðstætt frumvarp til laga um sveitarstjórnarkosningar, 149. mál, persónukjör. Formanni og framkvæmdastjóra falið að ganga frá umsögninni.

9. Erindi til kynningar.

a. Efni frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

b. Efni frá landshlutasamtökunum.

10. Önnur mál.

a. Lögð fram fundargerð stýrihóps sveitarfélaga á áhrifasvæði Landeyjahafnar frá 4. nóvember sl.

Eftirfarandi samþykkt var gerð:

„Stjórn SASS fagnar því starfi sem sveitarfélög á áhrifasvæði Landeyjahafnar vinna nú með það fyrir augum að efla samstarf sitt og nýta þau sóknarfæri sem stórbættar samgöngur til Vestmannaeyja koma til með að færa þeim. Stjórn SASS tekur undir afstöðu stýrihópsins hvað varðar gjaldskrá og ferðatíðni Herjólfs á nýrri siglingaleið og hvetur samgönguyfirvöld til að gefa tafarlaust út að staðið verði við þær forsendur sem kynntar hafa verið hingað til og felast í því að skipið sigli allt af 7 ferðir á sumrin, 5 á vorin og haustin og 4 yfir svartasta skammdegið. Samgönguyfirvöld eru einnig hvött til að standa við gefin fyrirheit um að fullborgandi einstaklingur greiði 500 kr. fyrir ferðina og 1000 kr. fyrir bíl. Þá tekur stjórn SASS undir með stýrihópnum þegar hann harmar þá töf sem orðið hefur á formlegri ákvörðun um gjaldskrá og ferðatíðni Landeyjahafnar og telur slíkt hindra allan markvissan undirbúning þessarar samgöngubyltingar.“

Stjórn SASS felur framkvæmdastjóra að funda með stýrihópnum um kortlagningu á núverandi samstarfi sveitarfélaganna.

Fundi slitið kl. 13.45

Sveinn Pálsson
Margrét K. Erlingsdóttir
Ólafur Eggertsson
Ragnar Magnússon
Elliði Vignisson
Árni Rúnar Þorvaldsson
Þorvarður Hjaltason