fbpx

haldinn að Austurvegi 56, Selfossi  , föstudaginn 13.apríl 2012, kl. 11.00

Mætt:  Elfa Dögg Þórðardóttir, Aðalsteinn Sveinsson, Guðfinna Þorvaldsdóttir, Elín Einarsdóttir, Sigríður Lára Ásbergsdóttir,  Reynir Arnarson  og Þorvarður Hjaltason sem ritaði fundargerð.  Gunnlaugur Grettisson boðaði forföll.

 Dagskrá:

 1.  Fundargerðir framkvæmdaráðs sóknaráætlunar frá 8. og 22. mars sl.

Rætt var um næstu skref í vinnu við sóknaráætlun. Fundur stýrihóps verkefnisins verður haldinn 27. apríl nk.

 2.   Fundargerð landshlutasamtaka sveitarfélaga frá 22. mars sl.

Til kynningar.

Framkvæmdastjóra falið að ítreka afstöðu SASS til breytinga sem orðið hafa á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga á sviði heilbrigðiseftirlits.

 3.  Almenningssamgöngur

a) Yfirlit yfir rekstur almenningssamgangna fyrstu þrjá mánuði ársins.

Reksturinn hefur gengið mjög vel og er reiknað með, á grundvelli talna fyrstu þriggja mánuða ársins,  að farþegafjöldi aukist um 30% á milli áranna 2011 og 2012 og að farþegar verði liðlega 100 þúsund á þessu ári  samanborið við 25 þúsund árið 2008.

Nokkur aukakostnaður hefur orðið í tengslum við ferðir á milli Þorlákshafnar og Reykjavíkur vegna lokunar Landeyjahafnar.  Viðræður við Vegagerðina eru hafnar vegna þessa í samræmi við ákvæði í samningi Vegagerðarinnar og SASS.

b) Samnýting almenningssamgangna og skólaakstu

i.      Minnisblað frá VSÓ frá  10. apríl 2012 varðandi kostnað við FSu skólaakstur með eða án þátttök SASS.

ii.      Minnisblað frá FSu frá 4. apríl 2012 varðandi  fyrirkomulag skólaaksturs.

iii.      Frumdrög að ályktun um samnýtingu almennings-samgangna og skólaaksturs.

Lagt fram og rætt.  Stefnt er að ákvörðun í málinu á næstu vikum.

c) Erindi Kynnisferða.

Framkvæmdastjóra falið að svara erindinu í samræmi við tillögu sem hann lagði fram.

d) Bréf frá Jarðhitasýningu í Hellisheiðarvirkjun, dags. 27. mars 2012, þar sem óskað er viðkomu almenningsvagna í   Hellisheiðarvirkjun.

Samþykkt að hafna erindinu.  Framkvæmdastjóra falið að svara erindi fyrirtækisins.

e) Bréf frá Sveitarfélaginu Árborg, dags. 30. mars 2012, varðandi niðurgreiðslu á strætókortum fyrir námsmenn.

Til kynningar.

4. Rammaáætlun

Eftirfarandi ályktun var samþykkt:

Stjórn SASS lýsir yfir miklum vonbrigðum með þá stefnu sem ríkisstjórn hefur tekið varðandi þingsályktunartillögu um rammaáætlun en samkvæmt henni verður gengið á svig við niðurstöður þeirra vönduðu þverfaglegu vinnu sem unnin var á vegum verkefnisstjórnar rammaáætlunar.    Stjórn SASS skorar því á Alþingi að farið verði að tillögum  verkefnisstjórnar  um þá virkjunarkosti sem fara eigi  í nýtingarflokk.    Það á ekki síst við um virkjanir í neðri hluta Þjórsár sem koma hvað best út af mögulegum virkjunarkostum  bæði hvað varðar umhverfisáhrif og  þjóðhagslega hagkvæmni og því brýnt að heimila Landsvirkjun að ljúka undirbúningsvinnu til að geta hafið framkvæmdir.  Fyrir sunnlendinga er um mikilvægar framkvæmdir að ræða sem  varða  nauðsynlega uppbyggingu  og eflingu atvinnulífs á Suðurlandi.

(Sjá  nánar umfjöllun Sigurðar Guðjónssonar forstjóra Veiðimálastofnunar  og Harðar Arnarsonar forstjóra Landsvirkjunar í meðfylgjandi greinum til frekari upplýsingar.

http://www.visir.is/virkjanir-i-nedri-thjorsa/article/2012703319971

http://www.visir.is/nedri-thjorsa—ahrif-virkjana-a-fiskistofna/article/2012703299921

 5. Kostnaðaráætlun vegna hugsanlegra breytinga á Austurvegi 56. 

Lögð fram. Samþykkt að fresta framkvæmdum.

 6.  Umsagnarbeiðnir frá Alþingi

a) Frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum (EES-reglur), 598. mál.  mál.

http://www.althingi.is/altext/140/s/0933.html

Efirfarandi umsögn var samþykkt:

Stjórn SASS gerir alvarlegar athugasemdir við þau ákvæði  frumvarpsins sem beinast að því auka tilkynningaskyldu vegna framkvæmda. Það þýðir að mun  fleiri smærri framkvæmdir verða tilfynningaskyldar sem mun óhjákvæmilega leiða til aukins kostnaðar og tafa á framkvæmdum.   Í skýrslu   Ásdísar Hlakkar Theódórsdóttur og Sigbjörns Þórs Birgissonar um mat á umhverfisáhrifum sem kom út nýlega  og byggist á reynslu áranna 2004 til 2009 kemur skýrt fram  að fremur sé ástæða til að að fækka þeim framkvæmdum sem eru tilkynningarskyldar en að fjölga þeim. Auk þess  er ljóst að umræddar breytingar  munu leiða til aukins álags fyrir sveitarfélögin með tilheyrandi kostnaði.  Stjórn SASS leggst því alfarið gegn samþykkt frumvarpsins óbreytts.

b) Frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (hesthús), 510 mál. http://www.althingi.is/altext/140/s/0778.html

Lagt fram.

c) Frumvarp til laga um stimpilgjald 415. mál. http://www.althingi.is/altext/140/s/0654.html

Stjórn SASS leggur til að frumvarpið verði samþykkt og bendir á að um ósanngjarna skattlagningu er að ræða  sem lendir ekki síst á ungu fólki sem er að koma yfir sig húsnæði.  Auk þess getur afnám þessarar skattlagningar örvað   hálflamaðan húsnæðismarkað og atvinnulíf tengt honum.

d) Frumvarp til laga um stjórn fiskveiða (heildarlög), 657. mál.

http://www.althingi.is/altext/140/s/1052.html.

e) Frumvarp til laga um veiðigjöld (heildarlög), 658. mál.

http://www.althingi.is/altext/140/s/1053.html

Samþykkt að fela framkvæmdastjóra að semja  drög að umsögn um frumvörpin sem send verður stjórnarmönnum til staðfestingar.

f) Frumvarp til laga um Byggðastofnun (takmörkun kæruheimildar), 302. mál. http://www.althingi.is/altext/140/s/0351.html.

Stjórn SASS gerir ekki athugasemdir við frumvarpið.

 7. Bréf frá iðnaðarráðuneyti, dags. 23. mars 2012, varðandi mótun stefnu um raflínur í jörð.  Í bréfinu er óskað  eftir athugasemdum  og ábendingum um málið.

Frestað til næsta fundar.

 8. Bréf frá forsætisráðuneytinu, dags. 28. mars 2012, varðandi  kynningarfund fyrir sveitarfélög sem haldinn verður 21. maí nk. um málefni þeirra landsvæða sem úrskurðuð hafa verið þjóðlendur.

Til kynningar.

 9. Viðauki við menningarsamning undirritaður af mennta- og menningarmálaráðherra og formanni SASS , dags. 27. janúar 2012.

Lagður fram.

10. Afrit af  umsögn Bláskógabyggðar frá 16. mars sl. um frumvarp til breytinga á lögum um meðhöndlun úrgangs.

Stjórn SASS tekur undir umsögn Bláskógabyggðar enda um verulega íþyngjandi breytingar að ræða fyrir sveitarfélögin.

11.  Fundargerðir o.fl.  frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Til kynningar.

12. Fundargerðir frá landshlutasamtökunum.

Til kynningar.

13. Tímasetning ársþings.

Samþykkt að halda ársþingið 18. og 19. október á Hellu.