haldinn í Félagsheimilinu Hvoli, Hvolsvelli föstudaginn 20. september 2013, kl. 10.00
Mætt: Gunnar Þorgeirsson, Haukur Guðni Kristjánsson, Helgi Haraldsson, Aðalsteinn Sveinsson (varamaður Unnar Þormóðsdóttur), Sandra Hafþórsdóttir, Jóhannes Gissurarson, Reynir Arnarson, Sigríður Lára Ásbergsdóttir, Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri og Þórður F. Sigurðsson ráðgjafi sem ritaði fundargerð.
Gunnlaugur Grettisson og varamaður hans boðuðu forföll.
Gestir fundarins: Einar Sveibjörnsson KPGM, fulltrúar úr sveitarstjórn Rangárþings eystra og ráðgjafar/verkefnisstjórar SASS.
Fundargerð var færð í tölvu.
Dagskrá
1. Almenningssamgöngur.
a. Yfirlit yfir rekstur janúar – ágúst.
Samkvæmt yfirlitinu er rekstrarleg staða góð.
b. Minnisblað Óskar Sigurðssonar hrl., dags. 20. ágúst 2013, vegna dóms Héraðsdóms Suðurlands frá 5. júlí sl.
Samþykkt samhljóða að áfrýja niðurstöðu dómsins um gagnkröfu á hendur Bílum og fólki ehf.
c. Vetraráætlun.
http://www.straeto.is/leidakerfi/leidabaekur-haust2013
Til kynningar. Gerðar verða smávægilegar breytingar á áætluninni vegna athugasemda og ábendinga sem komið hafa fram og verða þær kynntar sérstaklega.
2. Sóknaráætlun Suðurlands.
a. Samningur við Markaðsstofu Suðurlands vegna verkefnisins ,,Suðurland allt árið“.
Samningurinn staðfestur.
b. Framhald sóknaráætlunar – stefna ríkisstjórnar.
Samkvæmt ræðu forsætisrætisráðherra á aðalfundi SSA 13. september sl. virðast yfirgnæfandi líkur á að sóknaráætlunarverkefnið haldi áfram í samræmi við þá stefnu sem mörkuð hafði verið áður.
c. Tilnefning í framkvæmdaráð í stað Hjalta Þórs Vignissonar.
Samþykkt að tilnefna Ásgerði Gylfadóttur.
3. Aðgerðaáætlun SASS 2013.
Staðan kynnt. Samþykkt að stefna að hnitmiðari áætlun fyrir næsta starfsár.
4. Framtíðarfyrirkomulag ART verkefnisins.
Samþykkt að ART verkefnið verði vistað hjá SASS frá og með næstu áramótum og heyri undir stjórn SASS og framkvæmdastjóra.
5. Ársþing SASS 24. og 25. október.
a. Drög að dagskrá ársþings og aðalfundar SASS
Drögin rædd. Nánari drög verði send stjórn SASS fljótlega og afgreidd á næsta stjórnarfundi.
b. Forsendur fjárhagsáætlunar.
Farið yfir helstu forsendur og þær ræddar.
c. Drög að efnisyfirliti starfsskýrslu.
Drögin samþykkt. Skýrsludrög verða send stjórn SASS fyrir næsta stjórnarfund þar sem þau verða afgreidd til aðalfundar.
d. Tillögur stjórnar.
i. Nýjar samþykktir
e. Athugasemdir Skaftárhrepps, dags, 12. september 2013, við tillögu að nýjum samþykktum.
Til kynningar.
6. Ársreikningur Atvinnuþróunarfélags Suðurlands 2012 ásamt bréfi endurskoðanda KPMG, dags. 19. ágúst 2012.
Einar Sveinbjörnsson kynnti ársreikninginn og skýrði. Skoðunarmenn hafa farið yfir reikninginn og undirritað fyrir sitt leyti. Samningurinn samþykktur og undirritaður af stjórn.
7. Ársreikningur Vaxtarsamnings Suðurlands 2012.
Til kynningar. Samþykkt að Ásgerður Gylfadóttir verði fulltrúi SASS í stjórn VSS í stað Hjalta Þórs Vignissonar.
8. Fundargerðir stjórnarfundar og aðalfundar Borgarþróunar ehf. frá 12. september sl. ásamt ársreikningi 2012.
Til kynningar. Samþykkt að Helgi Haraldsson verði fulltrúi SASS í stjórn Borgarþróunar.
9. Drög að samningi við Eignarhaldsfélag Suðurlands.
Samþykkt að fela framkvæmdastjóra að semja við EFS á grundvelli samningdragana. EFS hefur þegar samþykkt drögin fyrir sitt leyti.
10. Erindi frá Velferðarnefnd Alþingis, dags. 16. september 2013, þar sem óskað er umsagnar tillögu til þingsályktunar um bráðaaðgerðir til að efla leigumarkað á Íslandi, 40. mál.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/142/s/0102.html/
Erindið lagt fram.
11. Fundargerðir landshlutasamtaka.
Til kynningar.
12. Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 13. september sl.
Til kynningar.
13. Fundur með heilbrigðisráherra 18. september.
Kynnt minnisblað sem lagt var fram á fundi með ráðherranum. Ekki reyndist vilji hjá ráðherra að svo stöddu til að hefja vinnu við úttekt á stöðu þessara mála á Suðurlandi og aðgerðaáætlun í framhaldi af henni.
Hádegisverður.
Fulltrúar sveitarstjórnar kynntu málefni sveitarfélagsins.
14. Kynning ráðgjafa á stöðu verkefnavinnu.
Eftirtalin verkefni voru kynnt og rædd:
a. Úthlutun styrkveitinga á vegum SASS
b. Stefnumótun í menningarmálum
c. Atvinnumálastefna sveitarfélag
d. Sóknaráætlunarverkefni
e. Önnur verkefni
Fundi slitið kl. 15.00