5. fundur verkefnastjórnar Sóknaráætlunar – 2018
Austurvegi 56, 3. desember, kl. 12:00
Boðuð á fund; Páll Marvin Jónsson, Runólfur Sigursveinsson, Unnur Þormóðsdóttir, Sveinn Sæland og Bryndís Björk Hólmarsdóttir.
Fundinn sátu Páll Marvin Jónsson (í fjarfundi), Runólfur Sigursveinsson, Unnur Þormóðsdóttir, Sveinn Sæland og Bryndís Björk Hólmarsdóttir (í fjarfundi).
Einnig sátu fundinn Bjarni Guðmundsson framvæmdarstjóri og Þórður Freyr Sigurðsson sviðsstjóri sem jafnframt ritaði fundargerð.
Unnur Þormóðsdóttir setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
1. Framlög til Sóknaráætlunar Suðurlands 2019
Lagt fram til kynningar. Um er að ræða sama framlag 2019 og var fyrir árið 2018 eða samtals 119.537.010, kr.
2. Tillögur að áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Suðurlands 2019
Til umræðu tillögur að áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Suðurlands fyrir árið 2019. Ákveðið að vinna frekar að eftirfarandi verkefnum og senda til umfjöllunar til stjórnar SASS. Tillögurnar eru:
1. Stefnumörkun Sóknaráætlunar Suðurlands 2020 til 2024
2. Atvinnumálastefna fyrir Suðurland
3. Menningarstefna Suðurlands – sameina
Lagt til að sameina ofangreind verkefni í eitt og lækka upphæðina niður í 5,5 mkr.
4. Auðlindir Suðurlands – Umhverfis- og auðlindastefna Suðurlands
5. Úrgangsmál og meðferð úrgangs – Umhverfis- og auðlindastefna Suðurlands
6. Kolefnisspor Suðurlands
7. Ráðstefna um náttúruvá
8. Umhverfis- og þematengdar samgöngur – Ferðamannaleiðir
Verkefnisstjórn telur verkefni 4-8 vera mjög umfangsmikil og kostnaðarsöm. Leita þarf leiða til að forgangsraða verkþáttum og ígrunda kostnaðaráætlanir. Athuga þarf hvert verður hlutverk starfsmanns Sambandsins á sviði úrgangsmála og hvort öll sveitarfélögin á Suðurlandi muni njóta til jafns afraksturs verkefnisins. Skoða þarf hvort ofangreind verkefni eigi öll erindi sem áhersluverkefni á vegum Sóknaráætlunar Suðurlands.
9. Starfamessa 2019
Lagt til að þetta verkefni verði samþykkt.
10. Aðgerðaráætlun um eflingu lýðfræðilegrar þróunar miðsvæðisins – sértæk verkefni sóknaráætlunarsvæða
Lagt til að þetta verkefni verði samþykkt.
11. Störf án staðsetningar á fyrirtækjamarkaði
Ekki forgangsverkefni.
12. Stefnumótun sveitarfélaga á Suðurlandi í atvinnumálum. Verkfæri, ferli og mótun
Ekki forgangsverkefni.
13. Sameiginleg búfjársamþykkt fyrir Suðurland
Ekki forgangsverkefni.
14. Svæðisskipulag Suðurhálendis – Forathugun
Ekki endilega áhersluverkefni.
15. Fjárhagslegt gildi landbúnaðar á Suðurlandi
Verkefnastjórn er mjög hlynnt verkefninu.
16. Gegn vímuefnum
Lagt til að breyta heiti verkefnisins; „Forvarnir gegn vímuefnum“, sem dæmi. Verkefnisstjórn er hlynnt verkefninu.
17. Húsnæðisúrræði fyrir nemendur FSu á Selfossi
Óskað er frekari upplýsinga um verkefnið.
18. Matarupplifun út frá áttavitum Suðurlands
Óskað er frekari upplýsinga um verkefnið.
19. Samræmd ímynd og ásýnd Suðurlands í myndum og textum
Skoðað áfram á næsta fundi.
20. Sunnlenskar vörur
Verkefnastjórn leggur til að áhersluverkefninu „Sunnlenskar vörur“ verði breytt og fjármagnið fært í nýtt verkefni. Nýtt verkefni verði stuðningur við Reko markaði á Suðurlandi. Óskað eftir verkefnisáætlun til umfjöllunar á næsta fundi.
3. Aðgerð C.9. í byggðaáætlun – náttúruvernd og efling byggða
Lagt fram til kynningar.
4. Samningur um sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða landshluta, „Efling jákvæðrar lýðfræðilegrar þróunar miðsvæðisins“
Samningurinn lagður fram til kynningar.
5. Fundargerð 48. fundar stýrihóps stjórnarráðsins um byggðamál
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundi slitið kl. 14:30