fbpx

SAMTÖK SUNNLENSKRA SVEITARFÉLAGA

529. fundur stjórnar SASS
Haldinn að Austurvegi 56, Selfossi
2. febrúar 2018, kl. 12:00-15:00

Mætt: Gunnar Þorgeirsson formaður, Unnur Þormóðsdóttir, Eva Björk Harðardóttir, Sandra Dís Hafþórsdóttir, Anna Björg Níelsdóttir og Eggert Valur Guðmundsson. Sæmundur Helgason tengdist fundinum með fjarfundabúnaði. Páll Marvin Jónsson og Lilja Einarsdóttir forfölluðust. Einnig sat fundinn Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri SASS, sem jafnframt ritaði fundargerð.

Formaður bauð fundarmenn velkomna á fund stjórnar.

1. Fundargerð

Fundargerð 528. fundar undirrituð.

2. Brú lífeyrissjóður – uppgjör vegna breytinga á A deild

Formaður og framkvæmdastjóri kynntu tölvupóst sem framkvæmdastjóri sendi sveitarstjórum á Suðurlandi 25. janúar sl. Í póstinum eru teknar saman upplýsingar um lífeyrisskuldbindingar vegna A deildar Brúar lífeyrissjóðs fyrir eftirtaldar stofnanir: SASS, Atvinnuþróunarfélags Suðurlands, Menningarráðs Suðurlands, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Skólaskrifstofu Suðurlands og hvernig skuldbindingarnar skiptast á sveitarfélögin. Í póstinum var lagt til að hvert sveitarfélaga gerði upp við samtökin og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands. Í framhaldi gerðu SASS og HES síðan upp við lífeyrissjóðinn.

Stjórn SASS gerir athugasemd við að greiða þurfi sérstakt framlag í varúðarsjóð sem er ætlað að standa til vara að baki lífeyrisaukasjóðnum. Betra hefði verið að kalla eftir framlögum frá sveitarfélögum þegar þar að kæmi þar sem með öllu er óvíst að greiða þurfi úr sjóðnum á komandi árum.

Stjórn SASS staðfestir uppgjör samkvæmt framangreindu og felur framkvæmdastjóra að ganga frá greiðslu til lífeyrissjóðsins.

3. Umsagnarbeiðni frá Alþingi

Umsögn um tillögu til þingsályktunar um fjármálastefnu ríkisins fyrir árin 2018-2022, 2. mál.

Þingskjal: http://www.althingi.is/altext/148/s/0002.html

Lagt fram til kynningar.

4. Fjármálaáætlun ríkisins

Á komandi mánuðum verður fjármálaáætlun ríkisins til næstu fimm ára lögð fram á Alþingi. Samtöl við sveitarstjórnarstigið færast framar á árið í tengslum við umfjöllun um fjármálaáætlun á vorþingi. Samráð við mótun fjármálastefnu og fjármálaáætlunar, skal samkvæmt lögunum fela í sér eftirfarandi þætti:

  • Markmið um afkomu og efnahag sveitarfélaga til fimm ára
  • Ráðstafanir til að tryggja að markmið um afkomu náist
  • Fjármögnun opinberrar þjónustu og tekjur sveitarfélaga
  • Verkaskipting ríkis og sveitarfélaga

Í ljósi framangreinds er nauðsynlegt að fara yfir stöðu helstu innviða á Suðurlandi og hvernig fjárveitingum ríkisins til verkefna þeim tengdum hefur verið háttað í landshlutanum. Stjórn felur framkvæmdastjóra að hefja kortlagningu málaflokksins með ráðgjöfum.

5. Önnur mál til kynningar og umræðu

6. Fundargerð annarra landshlutasamtaka

Lagðar fram til kynningar, fundargerð FV frá 18. janúar sl., fundargerð SSA frá 22. janúar sl. og fundargerð stjórnar Sambandsins frá 26. janúar sl.

a. Almenningssamgöngur

Formaður sagði frá fundi sem nýlega var haldinn með samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra en þar var m.a. rætt um miklvægi almenningssamgangna í byggðaþróun. Ráðherra tók undir það sjónarmið og vitnaði til þess að í stjórnarsáttmálanum er tekið fram að áfram þurfi að byggja upp almenningssamgöngur um land allt.

Framkvæmdastjóri lagði fram og fór yfir minnisblað um rekstur almenningssamgangna á liðnu ári. Þriðja árið í röð er tap af rekstri almenningssamgangna á Suðurlandi er það skv. óendurskoðuðu uppgjöri tæplega 22 m.kr.

Farþegar voru árið 2016 tæplega 155 þús. og á liðnu ári um 148 þús. þeim fækkaði því á milli ára um ríflega 4%.

b. Skipan í nefndir á vegum SASS

Formaður kynnti málið en hugmyndir eru um að stjórn skipi nefndir um ákveðna málaflokka. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

c. Vatnajökulsþjóðgarður

Lagðar fram til kynningar, fundargerðir frá stjórnarfundum Vatnajökulsþjóðgarðs 22. og 30. janúar sl.

d. Kjördæmavika Alþingis

Kjördæmavika þingmanna er 12. – 16. febrúar nk. Ekki verður um formlega fundi að ræða en þingmenn munu heimsækja sveitarstjórnarmenn heima í héraði.

e. Endurnýjun á samningi milli SASS og Byggðastofnunar um atvinnu- og byggðaþróun

Nýr samningur á milli SASS og Byggðstofnunar um atvinnu- og byggðaþróun var lagður fram til kynningar. Samningurinn er til fimm ára og tekur við af eldri samningi sem gerður var árið 2013.

g. Hugmyndasamkeppni um nýtingu á varmaorku á Suðurlandi

SASS, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Orka náttúrunnar hafa undirritað samstarfssamning um að efna til hugmyndasamkeppni um nýtingu á varmaorku á Suðurlandi. Tilgangur samkeppninnar er að fá fram hugmyndir um nýtingu varmaorku sem ekki er nýtt í dag á Suðurlandi, með það að markmiði að nýta betur verðmætin sem eru í orkunni, auka fjölbreytni í atvinnulífi með umhverfismál að leiðarljósi og vinna að nýsköpun í orkutengdri starfsemi.

Næsti fundur stjórnar verður haldinn á Selfossi föstudaginn 2. mars nk. kl. 12:00-15:00.

Fundi slitið kl. 15:15.

Gunnar Þorgeirsson
Unnur Þormóðsdóttir
Eva Björk Harðardóttir
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Sæmundur Helgason
Anna Björg Níelsdóttir
Eggert Valur Guðmundsson
Bjarni Guðmundsson

529. fundur stórnar. SASS (.pdf)