541. fundur stjórnar SASS
símafundur haldinn
27. desember 2018, kl. 11:00 – 11:30
Þátttakendur: Eva Björk Harðardóttir, formaður, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, Björk Grétarsdóttir, Helgi Kjartansson, Friðrik Sigurbjörnsson, Grétar Erlendsson, Arna Ír Gunnarsdóttir, Ari Björn Thorarensen og Ásgerður Kristín Gylfadóttir. Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri SASS, tók einnig þátt og ritaði jafnframt fundargerð.
Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.
1. Almenningssamgöngur
Formaður og framkvæmdastjóri kynntu stöðu viðræðna við Vegagerðina um rekstur samtakanna á almenningssamgöngum árið 2019. Í viðræðunum hefur rík áhersla verið lögð á að ríkið geri upp tap af rekstri almenningssamgangna til loka árs 2018 og að staðinn yrði vörður um núverandi leiðarkerfi á Suðurlandi og loks að reynt yrði að leita allra annarra leiða en fækka ferðum til að reksturinn á komandi ári verði hallalaus.
Vegagerðin hefur, fyrir hönd ráðuneytis samgöngu og sveitarstjórnarmála, staðfest að uppgjör fari fram á uppsöfnuðu tapi við rekstur almenningssamgangna hjá landshlutasamtökunum. Varðandi reksturinn á komandi ári gerir uppfærð áætlun ráð fyrir hallalausum rekstri og að mestu óbreyttu þjónustustigi. Stjórn samþykkir að fækka um tvær ferðir í viku á leið 73, þ.e. kl. 18:00 á þriðju- og fimmtudögum en farþegar eru mjög fáir í þessum ferðum.
Stjórn leggur ríka áherslu á að ef horfur eru á því að forsendur rekstrar standist ekki verði tafarlaust gripið til aðgerða til að rétta reksturinn af.
Framkvæmdastjóra falið að undirrita fyrirliggjandi samninga við annars vegar Vegagerðina og hins vegar Hópbíla og jafnframt að ganga frá samningi við Strætó.
2. Önnur mál til kynningar og umræðu
Engin.
Næsti fundur stjórnar verður föstudaginn 11. janúar nk..
Fundi slitið kl. 11:20.
Eva Björk Harðardóttir
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir
Björk Grétarsdóttir
Arna Ír Gunnarsdóttir
Ari Björn Thorarensen
Helgi Kjartansson
Friðrik Sigurbjörnsson
Grétar Erlendsson
Ásgerður Kristín Gylfadóttir