fbpx

545. fundur stjórnar SASS 
haldinn að Austurvegi 56 Selfossi 
4. apríl 2019, kl. 13:00 – 16:00 

Mætt: Eva Björk Harðardóttir, formaður, Ari Björn Thorarensen, Helgi Kjartansson, Grétar Erlendsson, Arna Ír Gunnarsdóttir, Friðrik Sigurbjörnsson og Lilja Einarsdóttir sem varamaður Bjarkar. Jóna Sigríður Guðmundsdóttir og Ásgerður Kristín Gylfadóttir tengdust fundinum með fjarfundabúnað. Björk Grétarsdóttir boðaði forföll. Þá sat fundinn Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri SASS, sem jafnframt ritaði fundargerð.
Á fundinn komu undir dagskrárlið tvö frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) Herdís Gunnarsdóttir forstjóri, Sigurð Árnason læknir og Rán Jósepsdóttir hjúkrunarfræðingur. Undir dagskrárlið þrjú kom Þorvarður Árnason, forstöðumaður rannsóknarseturs HÍ á Höfn

Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

.1. Fundargerðir

Fundargerð 544. fundar undirrituð

2. Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Herdís Gunnarsdóttir forstjóri, Sigurður Árnason læknir og Rán Jósepsdóttir hjúkrunarfræðingur kynna fjarheilbrigðisþjónustuverkefni sem nú eru í gangi hjá HSU. Annars vegar er það verkefnið sem á rætur sínar til Kirkjubæjarklausturs, varðandi samstarf hjúkrunarfræðinga og lækna í gegnum fjarbúnað á heilsugæslustöðvum í Laugarási, Rangárþingi og í Vestmannaeyjum, auk Kirkjubæjarklausturs. Hins vegar er það tilraunaverkefni með Memaxi forritið fyrir þjónustunotendur í Rangárþingi. Memaxi hjálpar þjónustunotendum til þess að hafa betri yfirsýn yfir dagsskipulagið, auðveldar samskipti og gerir þeim kleift að lifa sem sjálfstæðustu lífi. Memaxi auðveldar notendum að skipta með sér verkefnum og deila ábyrgð. Sigurður og Rán fóru yfir reynsluna af notkun búnaðarins og helstu kostina við notkun hans og hvað áskoranir þau og þjónustuþegar stæðu helst frammi fyrir. Umræður um hvort félagsþjónusta sveitarfélaganna geti þróað sína þjónustu og samnýtt Memaxi forritið sem þegar eru í notkun hjá þjónustunotendum. Formaður þakkaði fyrir áhugaverða kynningu.

3. Félagsleg þolmörk íbúa á Suðurlandi gagnvart ferðamönnum og ferðaþjónustu

Þorvarður Árnason, forstöðumaður rannsóknarseturs HÍ á Höfn kynnti niðurstöður rannsóknar um Félagsleg þolmörk íbúa á Suðurlandi gagnvart ferðamönnum og ferðaþjónustu en verkefnið er eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Suðurlands.
Verkefnið fólst í að afla gagna hjá íbúum á Suðurlandi og kanna hver félagsleg þolmörk þeirra eru gagnvart ferðamönnum og ferðþjónustu út frá hinum ýmsu þáttum í innviðum samfélagsins í kjölfar hins stóraukna ferðamannastraums í landshlutanum. Allt Suðurland var tekið fyrir en nauðsynlegt er að vöxtur í ferðaþjónustu eigi sér stað í sátt við íbúa og samfélagið allt.
Hér á eftir má sjá samantekt á helstu niðurstöðum en heimamönnum finnst brýnustu viðfangsefnin tengjast:

  • Vegakerfinu / umferðinni
  • Almannaþjónustu (heilsu- og löggæslu)
  • Húsnæðismálum (aðgangi að leiguhúsnæði)
  • Fagmenntun og menntun millistjórnenda
  • Aukin tungumálakunnátta erlends starfsfólks
  • Aukið samráð við íbúa um framtíð byggðaþróunar

Verið er að leggja lokahönd á skýrsluna og hún verður tilbúin á næstu vikum. Formaður þakkaði fyrir áhugaverða kynningu.

4. Sóknaráætlun Suðurlands

a. Stefnumörkun Sóknaráætlun Suðurlands 2020 – 2024

Formaður og framkvæmdastjóri kynntu verklag við stefnumörkun Sóknaráætlun Suðurlands 2020 – 2024 og drög að samningi við Capacent um vinnu við gerð nýrrar sóknaráætlunar. Umræður. Stjórn felur framkvæmdastjóra að ganga frá samningnum.
Við mótun nýrrar sóknaráætlunar verða sjö íbúafundir haldnir um atvinnu- og menningarmál í landshlutanum. Þeir verða haldnir á eftirfarandi stöðum og dögum í apríl: Vestmannaeyjar, 4. apríl ; Höfn, 8. apríl ; Selfoss, 9. apríl ; Klaustri, 10. apríl ; Flúðir, 11. apríl ; Hvolsvöllur, 29. apríl og Vík, 30. apríl.

b. Staðfesting fyrri úthlutunar úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands 2019

Alls bárust 107 umsóknir í fyrri úthlutun Uppbyggingarsjóðs Suðurlands 2019. Umsóknir í flokki atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefna voru 49 og í flokki menningarverkefna voru 58.
Stjórn SASS staðfestir úthlutun verkefnastjórnar Sóknaráætlunar Suðurlands eins og hún kemur fram í fundargerð 2. fundar verkefnastjórnar sem haldinn var 4. apríl sl. Samþykkt að veita 50 m.kr. í styrk til 74 verkefna. Í flokki atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefna eru 29 styrkt um samtals 24,8 m.kr. og í flokki menningarverkefna eru 45 verkefni styrkt um samtals 25,35 m.kr. Ásgerður tók ekki þátt í afgreiðslu menningarstyrkja.

Atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni:

 

 

Fjölnýting varma í dreifbýli

Raföld ehf.

2.000.000

Broddur byggir upp – áhrif inntöku

Jorth ehf.

1.800.000

Baðhús Eyrarbakka

1765 ehf.

1.500.000

Project Lucia grow light

Lumen ehf.

1.500.000

Kolefnisjöfnun með endurvinnslu á plasti

Áslaug Hulda Jónsdóttir

1.500.000

Umhverfisvænt viðgerðarmalbik

Midbik ehf.

1.500.000

Mosey – Hreinsivörur

MOSEY ehf.

1.400.000

Fjölin timburvinnsla

Skúli Thoroddsen

1.000.000

Beauty by Iceland

Erna Hödd Pálmadóttir

1.000.000

Áhrif LED lýsingar á gróðurhúsatómata

Landbúnaðarháskóli Íslands

1.000.000

Hlöðueldhúsið, þróun hugmyndar

Hrönn Vilhelmsdóttir

1.000.000

Icelandic Lava Show – þróun minjagripa

Ragnhildur Ágústsdóttir

1.000.000

Ride With Locals markaðssetning erlendis

Ride With Locals ehf.

800.000

Þróunarv. um alþjóðaflugvöll í Árborg

Andri Björgvin Arnþórsson

750.000

Endurvinnsla með vermicompost aðferð

Sigurjón Vídalín Guðmundsson

750.000

Gestafjárhús

Gljásteinn ehf.

600.000

Heimsókn í fjárhús

Einar Kristinn Stefánsson

600.000

Wappaðar leiðir í Vatnajökulsþjóðgarði

Wapp – Walking app ehf.

500.000

Kynning á manngerðum hellum á Ægissíðu

Árni Freyr Magnússon

500.000

Varðveisla og þróun ávaxtayrkja

Ólafur Sturla Njálsson

500.000

Umhverfisstjórnunark. fyrir sveitarfélög

Elísabet Björney Lárusdóttir

500.000

Uppspuni – Smáspunaverksmiðja

Sveitakarlinn ehf.

500.000

DFS TV

Gunnar Páll Pálsson

500.000

Heilsueflandi markaðssókn

Jaqueline Cardoso da Silva

400.000

Nýsköpunarverkefni í steinsteypu

Spesían ehf.

400.000

Tröllaleitin

Ágúst Freyr Kristinsson

400.000

VAX

Sandra Grétarsdóttir

300.000

Ilmurinn p.2

Ásthildur Þorsteinsdóttir

300.000

Hugbúnaðarhúsið Hekla

Eyþór Máni Steinarsson

300.000

Menningarverkefni:

 

 

Sumartónleikar í Skálholti 2019

Sumartónleikar Skálholtskirkju

1.500.000

Með eld í hjarta

Góli ehf.

1.500.000

Íspinninn

Margrét Gauja Magnúsdóttir

1.200.000

Morgunskógurinn

Gullkistan, miðstöð sköpunar ehf.

1.000.000

Ferð til eldjöklanna 2. áfangi

Halldór Ásgeirsson

1.000.000

Vírdós tónlistarhátíð

Vilhjálmur Magnússon

1.000.000

Englar og menn 2019

Björg Þórhallsdóttir

900.000

Ullarvika 2020 – South Iceland Woolweek

Þingborg svf.

800.000

Þjóðsagnavefur – Suðurland

Kirkjubæjarstofa

800.000

Eins vetra (fyrri hluti)

Home Soil ehf.

800.000

Teikning (vinnuheiti)

Listasafn Árnesinga

800.000

Norðurljósablús 2019 tónlistarhátíð

Blús- og rokkklúbbur Hornafjarðar

800.000

Smáleikhúsið

Aron Martin de Azevedo

750.000

Saga Listavinnusetur

Hrefna Lind Lárusdóttir

700.000

Menningarstarf að Kvoslæk

Rut Ingólfsdóttir

650.000

Farfuglar um suðurland

Sigurgeir Skafti Flosason

600.000

Kambur þar sem listin lifir

María Björk Gunnarsdóttir

500.000

70 ára afmælishátíð Skógasafns

Byggðasafnið í Skógum

500.000

BRIM kvikmyndahátíð

Guðmundur Ármann Pétursson

500.000

Þrettándinn – heimildarmynd

SIGVA media ehf.

500.000

Lífið í skóginum (vinnuheiti)

Eva Bjarnadóttir

500.000

Söngur og sagnir af Suðurlandi

Hilmar Örn Agnarsson

500.000

Áframhald Handverksdagur gamalla hefða

Víkingafélag Suðurlands

450.000

Tjarnarsýn

Náttúrustofa Suðausturlands ses.

450.000

Blúndur & Blásýra

Leikfélag Vestmannaeyja

400.000

Sagan gerð aðgengileg

Héraðsskjalasafn Árnesinga

400.000

Bækur og bakkelsi

Héraðsskjalasafn Árnesinga

400.000

Heimamaðurinn | Locals

Lília Andreia Ferreira De Carvalho

400.000

Lífið í skóginum (vinnuheiti)

Elín Gunnlaugsdóttir

400.000

Brassrock Lúðrasveitar Þorlákshafnar

Lúðrasveit Þorlákshafnar

400.000

Bach kantötur á Skálholtshátíð

Jón Bjarnason

400.000

Undurdjúp – tónleikaröð

Unnur Malín Sigurðardóttir

400.000

Walden – Lífið í skóginum

Auður Hildur Hákonardóttir

380.000

Tónahátíð í Flóahreppi 2019

Flóahreppur

350.000

Argentísk tangóveisla á Friðheimum

Jón Bjarnason

350.000

Nýjir íbúar Bláskógabyggðar

Herdís Friðriksdóttir

300.000

Fuglatónleikar – Eru fuglar líka fólk?

Bakkastofa ehf.

300.000

Hálft í hvoru – Tónleikar

Kristín Jóhannsdóttir

300.000

Tekið á móti Stúlku á Konubókastofu

Konubókastofan, félagasamtök

250.000

Listasmiðja við ströndina

Alda Rose Cartwright

250.000

Umbrotatímar með Svabba Steingríms

Sindri Ólafsson

250.000

ListiVík

Antoine Michel Brieuc Blondé

200.000

Vinafélag gamla bæjarins í Múlakoti

Björn Bjarnason

200.000

Myndir á sýningur

Jóhann Ingvi Stefánsson

200.000

Furðufiskur í grennd (vinnuheiti)

Sveitarfélagið Hornafjörður

120.000

 

5. Önnur mál til kynningar og umræðu

a. Fundargerðir stjórna annarra landshlutasamtaka og sambandsins

Lagðar fram til kynningar, fundargerð 318. fundar stjórnar Eyþings, 468. funda stjórnar SSH, 42. fundar stjórnar SSNV, 144. fundur stjórnar SSV, 869. fundar sambandsins og 51. fundar stýrihóps um byggðamál.

b. „Landfræðilegt og efnahagslegt litróf landbúnaðar á Íslandi“

Framhaldsumræður um skýrslu Vífils Karlsson, ráðgjafi hjá SSV, sem tekin var saman um stöðu landbúnaðar. Verði ný framkomið frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lögum nr. 93/1995 um matvæli og lögum nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru að lögum verður innflutningur heimilaður á ófrystu kjöti.
Stjórn SASS verkur sérstaka athygli á efnahagslegu mikilvægi landbúnaðar á Suðurlandi og að bein og óbein áhrif hans í landshlutanum eru samfélaginu afar mikilvæg auk þess sem landbúnaður hefur líka mikil áhrif á vöxt og viðgang annarra atvinnugreina. Verði frumvarpið að lögum er miklvægt að landbúnaðarvörur verði merktar upprunalandi með tryggum hætti og að sömu kröfur og gildi við framleiðslu innlendra landbúnaðarvara og þeirrar innfluttu, t.d. varðandi aðbúnað og lyfjagjöf. Í ljósi mikillar umræðu um neikvæð áhrif innflutnings á ófrystu kjöti á búfénað og lýðheilsu er mikilvægt að þau séu metin út frá fyrirliggjandi gögnum. Einnig er mikilvægt að viðhalda varnarlínum þannig að hægt verði að vernda ákveðin svæði ef upp koma sjúkdómar.

c. 50 ára afmæli SASS

Formaður kynnti málið en stofnfundur SASS var haldinn 12. apríl 1969 eða fyrir 50. árum síðan. Á ársþingi samtakanna í október sl. var ákveðið að minnast afmælisársins með því að fara í áhersluverkefni um forvarnir gegn vímuefnum. Umræðu frestað til næsta fundar.

d. Almenningssamgöngur

Framkvæmdastjóri kynnti frumhugmyndir um að landshlutasamtökin og Vegagerðin stofnuðu með sér félag um rekstur almenningssamgangna. Vilji ráðuneytis samgöngu- og sveitarstjórnarmála er að eitt félag tryggi framgang almenningssamgangna um land allt.

e. Fundur formanna og framkvæmdastjóra landshlutasamtakanna

Formaður sagði frá fundi formanna og framkvæmdastjóra landshlutasamtakanna sem fram fór á Grand hótel 28. mars sl. Samband íslenskra sveitarfélaga mun boða til aukalandsþings í haust.

f. Staða vinnu starfshóps um stöðu og hlutverk landshlutasamtaka

Ásgerður kynnti vinnu starfshópsins og þær sviðsmyndir sem nú liggja fyrir. Framundan er forgreining á stöðunni og í framhaldi verða haldnir samráðsfundir með m.a. stjórnum landshlutasamtakanna, kjörnum fulltrúum í sveitarstjórnum og starfsmönnum landshlutasamtakanna. Starfshópurinn gerir ráð fyrir að skila tillögum til ráðherra í haust.

g. Áform um skerðingu á framlögum úr Jöfnunarsjóði

Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) mótmælir harðlega þeim áformum ríkisstjórnarinnar að skerða framlög til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um rösklega 3,3 ma.kr. á árunum 2020 og 2021. Skerðingin kemur harðast niður á útgjaldajöfnunarframlögum, en þau renna einkum til sveitarfélaga á landsbyggðinni sem hafa mörg hver veikan fjárhag. Skerðingin kemur einnig niður á framlögum til þjónustu við fatlað fólk og getur falið í sér að draga verði úr þeirri þjónustu.
Áætlað tekjutap sveitarfélaga á Suðurlandi af framlögum til útgjaldajöfnunar og vegna fasteignaskatts er um 505 m.kr. og vegna málefna fatlaðra 29 m.kr. Framlög til málefna fatlaðra hafa ekki staðið undir rekstrarkostnaði og bætir þetta ekki stöðu þess málaflokks.
Árið 2015 voru samþykktar leiðréttingar á framlögum til málefna fatlaðra sem námu um 1,5 ma.kr. Sú niðurstaða var samkomulag sem byggði á löngu og ítarlegu samráðsferli milli ríkis og sveitarfélaga. Að þurrka nánast út með einu pennastriki þann árangur sem þá náðist er í hróplegu ósamræmi við það samstarf við ríkið sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur lagt mikla vinnu í að styrkja á liðnum áratug.
Einhliða ákvörðun ríkisvaldsins af þessu tagi er í andstöðu við það formlega samráðsferli ríkis og sveitarfélaga sem hefur þróast á undanförnum árum og fela áform þessi í sér algeran trúnaðarbrest gagnvart sveitarfélögunum í landinu. Ekki getur með nokkrum hætti talist eðlilegt að áhersla á að bæta afkomu ríkissjóðs skili sér í skerðingum á tekjum sveitarfélaganna, sem standa undir mjög stórum hluta almannaþjónustu í landinu.
Stjórn SASS krefst þess að áform um skerðingu tekna Jöfnunarsjóðs verði afturkölluð þegar í stað.

Næsti fundur stjórnar verður fimmtdaginn 16. maí nk.

Fundi slitið kl. 16:00.

Eva Björk Harðardóttir
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir
Arna Ír Gunnarsdóttir
Lilja Einarsdóttir
Helgi Kjartansson
Grétar Erlendsson
Ásgerður Kristín Gylfadóttir
Ari Björn Thorarensen
Friðrik Sigurbjörnsson