fbpx

551. fundur stjórnar SASS 
Haldinn að Austurvegi 56, Selfossi 
29. nóvember 2019, kl. 13:00 – 16:00 
 

Mætt: Eva Björk Harðardóttir, formaður, Helgi Kjartansson, Arna Ír Gunnarsdóttir, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, Friðrik Sigurbjörnsson, Grétar Ingi Erlendsson, Ari Björn Thorarensen, Björk Grétarsdóttir og Kristján S. Guðnason í fjarveru Ásgerðar Kristínar Gylfadóttur sem boðaði forföll. Þá situr fundinn Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri SASS, sem jafnframt ritar fundargerð.

Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

.1. Fundargerðir

Fundargerð 550. fundar undirrituð.

2. Sóknaráætlunar Suðurlands

a. Staðfesting seinni úthlutunar úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands 2019

Alls bárust sjóðnum 156 umsóknir og þar af voru 89 til menningarverkefna og 66 til atvinnu- og nýsköpunar en þetta er mesti fjöldi umsókna sem borist hefur við haustúthlutun. Stjórn SASS staðfestir úthlutun verkefnastjórnar Sóknaráætlunar Suðurlands eins og hún kemur fram í fundargerð 4. fundar verkefnastjórnar sem haldinn var 25. nóvember sl. Samþykkt er að veita samtals um 37 m.kr. í styrk til samtals 79 verkefna. Í flokki atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefna eru 23 verkefni, að samtals fjárhæð 15,9 m.kr. og í flokki menningarverkefna 56 verkefni, að samtals fjárhæð tæplega 20,8 m.kr.

b. Sóknaráætlanir landshluta – greinargerð 2018

Lögð fram til kynningar.

c. Fundur með stýrihóp Stjórnarráðsins um Sóknaráætlun

Arna Ír, formaður verkefnastjórnar, sagði frá fundi sem haldinn var með fulltrúum í stýrihópi Stjórnarráðsins 21. nóvember sl. Auk formanns verkefnastjórnar sóttu fundinn varaformaður SASS, framkvæmdastjóri og sviðsstjóri Þróunarsviðs. Á fundinum var farið yfir helstu verkefni sem samtökin hafa unnið að á síðasta ári. Almennt má segja að vel hafi tekist til með Sóknaráætlun Suðurlands á tímabilinu og í raun á öllu samningstímabilinu 2015 – 2019.

d. Skipulag á tímabilinu 2020 – 2024

Nýr samningur um Sóknaráætlun Suðurlands 2020 – 2024 var undirritaður 12. nóvember sl. af mennta- og menningarmálaráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og fomanni samtakanna. Hann tekur gildi um komandi áramót og mun gilda til næstu fimm ára, 2020 – 2024. Stjórn fjallaði um skipulagið við framkvæmd Sóknaráætlunar á síðustu fimm árum og ræddi hugmyndir að breyttu skipulagi á næsta samningstímabili.
Samþykkt að fela formanni og framkvæmdastjóra að yfirfara málið og ræða nánar á næsta fundi stjórnar.

e. Áhersluverkefni 2020

Formaður og framkvæmdastjóri ræddu hugmyndir að nálgun verkefnisins. Þau fóru jafnframt yfir hugmyndir um stefnumarkandi aðgerðaáætlun á komandi tímabili og hvernig hægt væri að komast að niðurstöðu um tillögur að áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Suðurlands fyrir 2020 og jafnvel lengra fram í tímann. Líkt og fram kemur í samningnum um Sóknaráætlun þurfa verkefnin að hafa skírskotun til Sóknaráætlunar og styðja við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
Hugmyndir að áhersluverkefnum ræddar en þær byggja m.a. á niðurstöðu nýliðins ársþings en einnig hafa hugmyndir komið fram í umræðu stjórnar. Meðal verkefna má nefna sameiginleg búfjársamþykkt fyrir Suðurland, bætt fjármálalæsi hjá ungmennum og framhald verkefnisins um fjárhagslegt gildi landbúnaðar fyrir samfélagið á Suðurlandi en þar yrði horft til úrvinnslugreina og afleiddra starfa og loks gerð sviðsmyndar fyrir Suðurland í samvinnu við hagaðila í samfélaginu.

3. Önnur mál til kynningar og umræðu

a. Fundargerðir stjórna annarra landshlutasamtaka

Lagðar fram til kynningar, fundargerð 478. fundar stjórnar SSH, 747. og 748. fundar stjórnar SSS, 49. fundar stjórnar SSNV, 326. og 327. fundar stjórnar Eyþings, 875. fundar stjórnar sambandsins og 56. fundar stýrihóps Stjórnarráðsins.

b. Almenningssamgöngur

Framkvæmdastjóri sagði frá fundi sem hann og framkvæmdastjóri SSV áttu með fulltrúum Vegagerðarinnar en stofnunin tekur yfir rekstur almenningssamgangna á landsbyggðinni um komandi áramót. Fram kom á fundinum að þrátt fyrir þá breytingu verði rekstur almenningssamgangna með sama sniði og verið hefur árið 2020.

c. Störf án staðsetningar

Stjórn fagnar framtaki Sambands íslenskra sveitarfélaga, en nýlega auglýsti sambandið eftir lögfræðingi og var starfsaðstaðan ekki bundin við starfsstöð þeirra í Borgartúni. Stjórn vekur athygli á nauðsyn þess að samhliða því að stofnanir auglýsi störf án staðsetningar þurfi að benda umsækjendum á að vinnuaðstöður sé víða að finna.

d. Kolefnisspor Suðurlands

Stefán Gíslason, umhverfisstjórnarfræðingur, kynnti stöðu verkefnisins.

Næsti fundur stjórnar er fyrirhugaður föstudaginn 13. desember nk.

Fundi slitið kl. 15:30.

Eva Björk Harðardóttir
Arna Ír Gunnarsdóttir
Björk Grétarsdóttir
Helgi Kjartansson
Kristján S. Guðnason
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir
Friðrik Sigurbjörnsson
Ari Björn Thorarensen
Grétar Ingi Erlendsson