fbpx

557. fundur stjórnar SASS 
Fjarfundur haldinn 
22. apríl 2020, kl. 13:00 – 15:00 
 

Þátttakendur: Helgi Kjartansson formaður, Arna Ír Gunnarsdóttir, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, Björk Grétarsdóttir, Ásgerður Kristín Gylfadóttir, Friðrik Sigurbjörnsson, Grétar Ingi Erlendsson, Ari Björn Thorarensen og Einar Freyr Elínarson. Þá taka þátt á fundinum Þórður Freyr Sigurðsson sviðsstjóri Þróunarsviðs og Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri SASS, sem jafnframt ritar fundargerð.

Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna á fjarfund stjórnar.

.1. Fundargerð

Fundargerð 556. fundar undirrituð.

2. Sóknaráætlunar Suðurlands 2020 – 2024

Sértæk úthlutun

Formaður kynnti hugmyndir um sértæka úthlutun á fjármunum Sóknaráætlunar Suðurlands vegna áhrifa Covid-19 veirunnar á atvinnulíf á Suðurlandi. Fjarmagna skyldi úthlutunin með fjármunum sem koma annars vegar af fjáraukalögum en hlutur SASS af samþykktu 200 m.kr. framlagi ríkisins til landshlutsamtakanna er 36 m.kr. og hins vegar breytingum á áður samþykktum áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Suðurlands að fjárhæð 29 m.kr. Kynnt voru eldri áhersluverkefni sem er lokið eða hægt að breyta til að hafa aukna fjármuni til úthlutunar í þessa sértæku úthlutun.
Niðurstaða stjórnar er að fella niður eða breyta samtals átta áhersluverkefnum og taka jafnframt 3,95 m.kr. af síðari úthlutun ársins og bæta þannig 29 m.kr. við framlag ríkisins. Til ráðstöfunar eru því samtals 65 m.kr.
Fyrir lá tillaga um að verja fyrrgreindum 65 m.kr. til verkefnisins Sóknarfæri ferðaþjónustunnar – sértæk úthlutun sem er nýtt áhersluverkefni. Markmiðið er að styðja við starfandi fyrirtæki í ferðaþjónustu á Suðurlandi, sem orðið hafa fyrir tekjutapi vegna fækkunar ferðamanna. Verkefnið skiptist í þrjá eftirfarandi verkþætti:

1) Stuðningur við markaðssókn Suðurlands gagnvart innlendum ferðamönnum í sumar sem unnið verður að á vegum Markaðsstofu Suðurlands. Verkefnið fylgir áherslum ríkisins þ.m.t. Ferðamálastofu um að styðja við innlenda ferðaþjónustu á þessu ári. Rekstraraðilar og sveitarfélög eru hvött til að taka þátt í átakinu og auka þar með slagkraft þess.

2) Stofnun nýs samkeppnissjóðs Sóknaráætlunar Suðurlands undir heitinu Sóknarfæri ferðaþjónustunnar. Þar sem fyrirtæki í ferðaþjónustu og fyrirtæki sem hafa megin tekjur sínar af ferðamönnum og ferðaþjónustu geta sótt um verkefnastyrki að fjárhæð 500 þ.kr. Samhliða því að fá styrk mun fyrirtækjum standa til boða handleiðsla og ráðgjöf á vegum SASS, aðgengi að sérfræðiþjónustu og sérsniðinni fræðslu út frá þörfum umsækjenda. Getum stutt 96 fyrirtæki.

3) Fræðsla og miðlun þekkingar til ferðaþjónustufyrirtækja, s.s. sérhæfð námskeið og sérfræðiþjónusta til handa styrkþegum sem tengjast úrræðinu hér að framan. Auk þess verður boðið upp á ýmis opin námskeið, fyrirlestra og stuðningsefni.
Verkefnið verður kynnt í apríl og auglýst verður eftir umsóknum. Frestur til að sækja um er í tvær vikur eða til 12. maí n.k. Miðað er við að verkefninu ljúki í síðasta lagi í nóvember n.k.
Eftir umræður samþykkti stjórn eftirfarandi skiptingu á 65 m.kr. framlaginu til verkefnisins:

    • 48 m.kr. í beina 500 þ.kr. verkefnastyrki til 96 fyrirtækja
    • 8 m.kr. í markaðssókn Suðurlands í sumar
    • 8 m.kr. í fræðsluefni, miðlun og kaup á sérfræðiþjónustu
    • 1 m.kr. í kynningu á átakinu

Farið var yfir drög að fyrirliggjandi úthlutunarreglum sem gilda fyrir verkefnið Sóknarfæri ferðaþjónustunnar. Drögum breytt til samræmis við umræðu og staðfest af stjórn.
Stjórn samþykkir að fagráð atvinnu- og nýsköpunar yfirfari umsóknir og þær verða svo samþykktar á stjórnarfundi.
Aukaúhlutun til tveggja menningarverkefna
Fagráð menningar hefur á aukafundi fjallað um tvö verkefni sem fórst fyrir að afgreiða. Það eru verkefnin „Björgunarskipið Þór 100 ára“ og „25 ára afmæli barnakórs Hvolsskóla“.
Fagráðið gerir tillögu um að úthlutun til þessara tveggja verkefna verði þannig háttað að Björgunarskipið Þór 100 ára fái kr. 300.000.- og 25 ára afmæli barnakórs Hvolsskóla fái kr. 250.000.-
Stjórn SASS samþykkir framangreinda tillögu og að fjármunirnir verði teknir af síðari úthlutun ársins.

3. Ársreikningur SASS 2019

Framkvæmdastjóri kynnti drög að ársreikningi SASS fyrir árið 2019. Afgreiðslu ársreikningsins frestað til næsta fundar.

4. Önnur mál til kynningar og umræðu

a) Fundargerðir stjórna annarra landshlutasamtaka og fleiri

Lagðar fram til kynningar, fundargerð 54. fundar stjórnar SSNV, 8. fundar stjórnar SSNE, 493. fundar stjórnar SSH og 61. fundar stýrihóp Stjórnarráðsins.

b) Leyfi formanns

Eva Björk Harðardóttir óskaði eftir leyfi frá störfum í sveitarstjórn í Skaftárhreppi 31. mars sl. í 3 mánuði af persónlegum ástæðum. Hún hefur jafnframt óskað eftir leyfi frá störfum sem formaður SASS. Helgi Kjartansson, varformaður stjórnar SASS, mun starfa sem formaður stjórnar SASS meðan hún er í leyfi.

Einar Freyr Elínarson, Mýrdalshreppi, varmaður Evu Bjarkar Harðardóttur tekur þátt á fundum meðan hún er í leyfi.

Framangreint staðfest af stjórn.

c) Önnur mál

Á síðasta fundi stjórnar var kynnt erindi frá Landsmóti hestamanna 2020 um að ráðast í sérstakt áhersluverkefni sem gengur út á markaðssetja mótið en hugmyndin var að fjármagna verkefnið af Sóknaráætlun Suðurlands. Verkefnið hefur verið afturkallað.

Formaður sagði frá sunnlenskum samráðsfundi sem haldinn var 17. apríl sl. með þingmönnum Suðurkjördæmis, stjórn SASS og bæjar- og sveitarstjórum á Suðurlandi. Fundarpunktum hefur verið dreift á fundarmenn. Fram kom einnig að sambærilegur fundur með sömu þátttakendum auk ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála verður haldinn 24. apríl nk.

Næsti fundur stjórnar verður haldinn 22. maí nk.

Fundi slitið kl. 14:55.


Helgi Kjartansson
Arna Ír Gunnarsdóttir
Björk Grétarsdóttir
Ásgerður Kristín Gylfadóttir
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir
Ari Björn Thorarensen
Grétar Ingi Erlendsson
Friðrik Sigurbjörnsson
Einar Freyr Elínarson