568. fundur stjórnar SASS
Haldinn í fjarfundi
24. mars 2021, kl. 13:00 – 15:00
Þátttakendur: Ásgerður Kristín Gylfadóttir formaður, Helgi Kjartansson, Lilja Einarsdóttir, Friðrik Sigurbjörnsson, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, Ari Björn Thorarensen, Arna Ír Gunnarsdóttir, Grétar Ingi Erlendsson og Einar Freyr Elínarson. Fundarmenn tengjast fundinum í gegnum fjarfundarhugbúnað. Undir dagskrárlið 2 tekur þátt Þórður Freyr Sigurðsson sviðsstjóri Þróunarsviðs SASS. Einnig tekur þátt Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri SASS, sem jafnframt ritar fundargerð.
Formaður setur fundinn og býður fundarmenn velkomna.
1. Fundargerðir
Fundargerð 567. fundar staðfest en hún verður undirrituð síðar.
2. Sóknaráætlun Suðurlands
a) Formaður kynnir erindi sem SASS hefur borist frá fulltrúum Gullkistunnar, miðstöð sköpunar á Laugarvatni en það hljóðar svo: „Okkur langar að fá upplýsingar um hvort það sé yfirlýst stefna skv Sóknaráætlun Suðurlands að gefa ekki kost á því að sækja um stofn- og rekstrarstyrki í Uppbyggingarsjóðnum eins og gert er í öðrum landshlutum.“
Við úthlutun úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands hefur þeirri línu verið fylgt að styrkja verkefni á sviði menningar, atvinnuþróunar og nýsköpunar. Um vel skilgreind verkefni er að ræða. Í samningi um Sóknaráætlun Suðurlands er tilgreint í grein 2.1. að hlutverk sjóðsins sé að styrkja verkefni sem falla að Sóknaráætlun landshlutans. Niðurstaða stjórnar SASS er að túlka þetta þröngt og því hefur sjóðurinn ekki verið að veita stofn- og rekstrarstyrki.
Framkvæmdastjóra falið að svara erindinu byggt á framangreindu.
b) Formaður kynnir skipulag og forsendur tillagna að fyrri úthutun úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands 2021. Stjórn samþykkir að fyrir næstu úthlutun verði úthlutunarreglur endurskoðaðar.
Alls bárust 166 umsóknir í sjóðinn 67 í flokki atvinnuþróunar og nýsköpunar og 99 í flokki menningarverkefna. Stjórn hefur miðað við að skipting fjármuna á milli menningar og atvinnu og nýsköpunar árið 2021 sé þannig að 20 m.kr. fari til hvors flokks í fyrri og seinni úthlutun.
Tillaga fagráðs atvinnu- og nýsköpunar leggur til að veita 21 af 67 verkefnum styrk eða um 31% umsókna. Samtals leggur ráðið til að úthluta 16 m.kr.
Grétar Ingi vék af fundi þar sem fyrirtæki sem hann tengist á umsókn. Þetta er gert til að tryggja málsmeðferð við úthlutunina og er til samræmis við sveitarstjórnarlög nr. 138/2011.
Fagráð menningar leggur til að veita 53 af 99 verkefnum styrk eða rúmlega 53% umsókna. Samtals leggur ráðið til að úthluta tæplega 24 m.kr.
Þórður Freyr kynnir nánar vinnu fagráðanna og forsendum sem liggja til grundavallar framangreindum tillögum.
Stjórn samþykkir tillögu fagráðs atvinnuþróunar- og nýsköpunar óbreytta. Eftirtalin atvinnu-þróunar- og nýsköpunarverkefni hljóta því styrk:
Heiti verkefnis |
Styrkþegi |
Fjárhæð |
Fjölnýting jarðvarma til orkuvinnslu í dreifbýli |
Raföld ehf. |
1.500.000 |
Markaðssókn fyrir prjónavörur Kötlu inn á markaði |
Prjónastofan Katla ehf. |
1.400.000 |
Rannsóknir fyrir undirbúning fiskeldis í Viðlagafjöru |
Sjálfbært fiskeldi í Eyjum ehf. |
1.250.000 |
Fæðubót með lifandi gerlum |
Jorth ehf. |
1.250.000 |
Tölvustýrt fjöðrunarkerfi |
Bilbo ehf. |
1.250.000 |
Afsláttur og þvottur á fiskþurrkunar grindum |
Vélaverkstæðið Þór ehf. |
1.200.000 |
Íslenski bærinn – Vettvangur þverfaglegrar menntunar |
Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir |
1.000.000 |
Þróunarverkefni á fræræktun á Íslandi |
Skálpur slf. |
1.000.000 |
Markaðssetning Öræfa |
Eyrún Halla Jónsdóttir |
750.000 |
Að róta til bóta |
Mercator ehf. |
650.000 |
Jökla- og fjallasetur – Viðskiptaáætlun, hönnun o.fl. |
GlacierAdventure ehf. |
600.000 |
Íslenskt ávaxtavín |
Húsið og Hafið ehf. |
500.000 |
Málið í myndum |
Halla Marinósdóttir |
500.000 |
Algjört nammi |
Húsið og Hafið ehf. |
500.000 |
Vöruþróun á Hrafntinnu búna til úr Líparíti frá Kötlu |
Icelandic Lava Show ehf. |
500.000 |
Strengjasmiðjan |
Haukur Pálmason |
500.000 |
Vínstofa Friðheima |
Friðheimar ehf. |
450.000 |
Vöruþróun |
Fjallsárlón ehf. |
400.000 |
Náttúruafurð |
Sigurborg Þ. Óskarsdóttir |
300.000 |
Markaðssetning á Hlöðueldhúsinu í Þykkvabæ |
Loki 28 ehf. |
300.000 |
Electric Vik Biking Explorer |
Eric Sol Canagueral van der Wal |
200.000 |
Stjórn samþykkir verkefnatillögur fagráðs menningar en til að nálgast fjárhagsramma, sjá hér að ofan, lækki fjárhæð til hvers verkefnis um 10% og heildarstyrkur verði 20,871 m.kr. Eftirtalin menningarverkefni hljóta því styrk:
Heiti verkefnis |
Styrkþegi |
Fjárhæð |
Sumartónleikar í Skálholti 2021 |
Sumartónleikar Skálholtskirkju |
900.000 |
Undirliggjandi minni |
Ólafur Sveinn Gíslason |
900.000 |
Suðurlandstvíæringur – The Subject of CARE / Laboratorium |
Sigrún Birgisdóttir |
720.000 |
Þjóðsagnavefur – Suðurland |
Kirkjubæjarstofa |
720.000 |
NEST (Seinni hluti) |
Home Soil ehf. |
720.000 |
VOLAÐA LAND (seinni hluti) |
Anton Máni Svansson |
675.000 |
Konunglegir nýárstónleikar |
Matarkráin ehf. |
675.000 |
Pólskur kvikmyndaklúbbur á Höfn |
Menningarmiðstöð Hornafjarðar |
675.000 |
Útilistaverk í Árnessýslu (rannsókn og ratleikur) |
Listasafn Árnesinga |
630.000 |
Hvað er svona merkilegt við Skálholt? – Menningardagar |
Skálholtsstaður |
630.000 |
Fræðsluverkefni í tæknivinnu fyrir ungmenni |
Hljómlistafélag Ölfuss |
540.000 |
Magn tímafars-Power of Passage |
Hannes Rúnar O Lárusson |
540.000 |
Myndlistarsýning : Hringfarar |
Menningarmiðstöð Hornafjarðar |
540.000 |
Suðurlands Djazz |
Sigurgeir Skafti Flosason |
450.000 |
Sunnlensk kórtónlist í 150 ár |
Ingibjörg Erlingsdóttir |
450.000 |
Eureka // Gary Hill, Steina og Woody Vasulka |
Listasafn Árnesinga |
450.000 |
Róska og kvenorkan |
Listasafn Árnesinga |
450.000 |
Kynningartónleikar vegna Tónlistarbekkir |
Inga Margrét Jónsdóttir |
405.000 |
Community land art project |
Antoine Michel Brieuc Blondé |
360.000 |
Brimrót menningarsumar |
Pétur Már Guðmundsson |
360.000 |
Listin á vistinni |
Agnes Hjaltalín Andradóttir |
360.000 |
Listin að leika sér – leiklistarnámskeið við Ströndina |
Hera Fjölnisdóttir |
360.000 |
Menningarstarf að Kvoslæk |
Rut Ingólfsdóttir |
360.000 |
Missir- varðveisla tilfinninga – sumarsýning 2021 |
Byggðasafn Árnesinga |
360.000 |
Leikur í leir |
Hafdís Brandsdóttir |
360.000 |
Náttúrutónar |
Sæbjörg Eva Hlynsdóttir |
360.000 |
Myndlistarnámskeið í Íslenska bænum sumarið 2021 |
Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir |
360.000 |
Sumarnámskeið í teikningu 2021 |
Elín María Halldórsdóttir |
360.000 |
Strengir á ferð um Suðurland |
Katrín Birna Sigurðardóttir |
360.000 |
Listasmiðja við Ströndina |
Alda Rose Cartwright |
360.000 |
Myndlistarsýning Erlu Þórarinsdóttur |
Menningarmiðstöð Hornafjarðar |
360.000 |
Fortíðarsamtal – fyrir framtíðina |
Náttúrustofa Suðausturlands ses. |
315.000 |
Bach í Skálholti 2021 |
Jón Bjarnason |
315.000 |
Sagan gerð aðgengileg – höldum áfram |
Héraðsskjalasafn Árnesinga |
315.000 |
Ljósmyndunarnámskeið |
Agnes Hjaltalín Andradóttir |
270.000 |
Hafið kemst vel án okkar |
Listasafn Árnesinga |
270.000 |
Sagnalist á Suðurlandi |
Njörður Sigurðsson |
270.000 |
„Er þetta líka Rangæingur?“ |
Héraðsskjalasafn Árnesinga |
270.000 |
Akkúrat art |
Michal Blazej Lenda |
270.000 |
Bjartir sunnudagar á Eyrarbakka |
Bakkastofa ehf. |
270.000 |
Komdu í fjársjóðsleik! |
Kötlusetur ses. |
270.000 |
Myndlistarsýning KS |
Auður Margrét C Mikaelsdóttir |
225.000 |
Fjallkonan leikrit sýnt eldri borgurum Árborgar |
Hera Fjölnisdóttir |
225.000 |
Vísband |
Náttúrustofa Suðausturlands ses. |
225.000 |
Jessica Jones og gímaldin á Fagurhólsmýri |
Gísli Magnússon |
225.000 |
Eflandi leiklist á ströndinni |
Magnús Jóhannes Magnússon |
225.000 |
Má bjóða þér sopa? – gjörningur og vídeóverk |
Ósk Gunnlaugsdóttir |
225.000 |
Þögnin rofin ! Tónleikar. |
Vestmannaeyjabær |
225.000 |
Sagan og landið |
Rangárþing eystra |
180.000 |
Af hverju Ísland? Podcast |
Klaudia Beata Wróbel |
180.000 |
Barnastarf Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar |
Menningarmiðstöð Hornafjarðar |
153.000 |
Eyrarbakkamyndir Sigurðar kaupmanns |
Byggðasafn Árnesinga |
135.000 |
Dansnámskeið á Höfn |
Margrét Erla Maack |
63.000 |
Núverandi aðstæður, af völdum Covid-19 veirunnar, valda því að erfitt verður að ganga frá samningum við styrkþega með hefðbundnum hætti. Stjórn heimilar framkvæmdastjóra að útfæra samningsgerðina með rafrænum hætti.
Grétar Ingi kom á fundinn að lokinni umfjöllun.
3. Önnur mál til kynningar og umræðu
a. Fundargerðir m.a. stjórna annarra landshlutasamtaka.
Lagðar fram til kynningar, fundargerðir 519. – 521. funda stjórnar SSH, fundargerðir 22. og 23. funda stjórnar SSNE, fundargerðir 765. – 766. funda stjórnar SSS, fundargerð 64. fundar stjórnar SSNV og fundargerð 895. fundar stjórnar sambandsins.
b. Tillaga að aðgerð í Byggðaáætlun
Formaður kynnir svohljóðandi bókun stjórnar SSNE um aðgerð í Byggðaáætlun: „Almennt verði gert ráð fyrir því að, að minnsta kosti, þriðjungur einstaklinga sem tilnefndir eru í stjórnir, ráð og starfshópa á vegum ríkisins og opinberra stofnanna í þeirra eigu séu búsettir utan höfuðborgarsvæðisins“.
Stjórn SASS tekur undir með stjórn SSNE og gerir framangreinda bókun þeirra að sinni.
c. Landsþing sambandsins
Formaður kynnir að boðuðu landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga sem halda átti 26. mars n.k. á Grand Hótel í Reykjavík hefur verið frestað til fram í maí n.k.
d. Garðyrkjuskólinn að Reykjum í Ölfusi
Ályktun stjórnar SASS vegna stöðu garðyrkjunáms við garðyrkjuskólann að Reykjum í Ölfusi.
Stjórn SASS leggur áherslu á að stjórnvöld tryggi framtíð starfsmenntanáms garðyrkjunnar á Íslandi að Reykjum í Ölfusi en ráðherra mennta- og menningarmála hefur þegar ákveðið að aðskilja hann frá LbHÍ og flytja námið til FSu. Við breytinguna verður að tryggja starfsmenntanáminu nauðsynlega fjármögnun og örugga starfsaðstöðu að Reykjum þar sem skólinn hefur verið rekinn hátt í hundrað ár enda verður ekki hægt að kenna garðyrkju nema með aðgangi að aðstöðu og svæði til ræktunar.
Í Garðyrkjuskólanum er fjölbreytt menntun í sex atvinnugreinum sem eru allar mikilvægar fyrir Suðurland en auk þess er áhersla á að efla iðn – og verknám í landinu.
Nám við skólann hefur verið aðgengilegt fyrir nemendur á öllum aldri og þarf að tryggja að svo verði áfram þrátt fyrir breytingarnar.
Mikilvægt er að viðhalda fagmennsku til að efla starfsemina og með því styðja við markmið stjórnvalda um að auka framleiðslu á íslensku grænmeti um 25% fyrir árið 2023, efla fæðuöryggi þjóðarinnar og sjálfbærni sem styður við aðgerðir í loftslagsmálum. Því er brýnt að tryggja það að áfram verði boðið upp á metnaðarfullt garðyrkjunám, jafnframt því sem unnið er að nýsköpun í greininni.
e. Verslun í dreifbýli
Stjórn SASS áréttar mikilvægi samkeppnislaga og að aðilar á markaði fylgi þeim.
Að gefnu tilefni áréttar stjórn SASS mikilvægi dagvöruverslana fyrir nærumhverfið en lokun þeirra getur haft umtalsverð neikvæð áhrif á byggðaþróun og getur rýrt samkeppnishæfni sveitarfélaga sem ákjósanlegs búsetukosts til framtíðar. Það er varla hægt að hugsa sér verri útkomu fyrir samkeppni um dagvöruverslun í Rangárvallasýslu en þá að loka einu matvörubúðinni í öðru kauptúninu.
Framkvæmdastjóra einnig falið að koma bókuninni á framfæri sem athugasemd við byggðaáætlun.
Næsti fundur stjórnar verður haldinn 7. maí n.k. kl. 13:00.
Fundi slitið kl. 15:30.
Ásgerður Kristín Gylfadóttir
Helgi Kjartansson
Lilja Einarsdóttir
Einar Freyr Elínarson
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir
Friðrik Sigurbjörnsson
Ari Björn Thorarensen
Arna Ír Gunnarsdóttir
Grétar Ingi Erlendsson