fbpx

581. fundur stjórnar SASS

Fjarfundur haldinn

25. apríl 2022, kl. 12:00-13:10

Þátttakendur: Ásgerður Kristín Gylfadóttir formaður, Helgi Kjartansson varaformaður, Arna Ír Gunnarsdóttir, Ari Björn Thorarensen, Einar Freyr Elínarson, Grétar Ingi Erlendsson, Lilja Einarsdóttir, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir og Friðrik Sigurbjörnsson. Þá tekur þátt Bjarni Guðmundsson framkvæmdastjóri SASS, sem jafnframt ritar fundargerð.

Formaður býður fundarmenn velkomna.

1. Fundargerð

Fundargerð 580. fundar staðfest. Verður undirrituð síðar.

2. Ársreikningur SASS 2021

Framkvæmdastjóri kynnir drög að ársreikningi SASS fyrir árið 2021. Rekstrarafkoma samtakanna af reglulegri starfsemi er neikvæð um ríflega 40 m.kr. til samanburðar við neikvæða afkomu af reglulegri starfsemi að fjárhæð 2,5 m.kr. á árinu 2020. Gjaldfærsla vegna lífeyrisskuldbindinga samtakanna var ríflega 54 m.kr. á rekstrarárinu en hún var 21 m.kr. árið 2020. Samkvæmt efnahagsreikningi er bókfært eigið fé neikvætt um tæplega 39 m.kr. í lok ársins.

Ársreikningur staðfestur af stjórn og framkvæmdastjóra en hann verður formlega frágenginn með rafrænni undirritun fimmtudaginn 28. apríl n.k.

3. Auka aðalfundur SASS 2022

Formaður kynnir frumdrög að dagskrá komandi auka aðalfundar SASS sem fram fer á Hótel Selfossi 15. og 16. júní nk.

Formanni og framkvæmdastjóra falið að uppfæra dagskrá til samræmis við umræður á fundinum.

4. Önnur mál til kynningar og umræðu

a. Fundargerðir m.a. stjórna annarra landshlutasamtaka

Lagðar fram til kynningar; fundargerð 538. fundar stjórnar SSH, fundargerðir 124. og 125. funda stjórnar Austurbrúar og 15. fundar stjórnar SSA, fundargerðir 75. og 76. funda stjórnar SSNV, fundargerð vorþings og stjórnar Fjórðungsþings Vestfjarða og 79. fundur Stýrihóps stjórnarráðsins.

b. Skýrsla framkvæmdarstjóra

Framkvæmdastjóri kynnir helstu verkefni í liðnum mánuði og hvað framundan sé.

c. Stafræn þróun

Friðrik Sigurbjörnsson formaður starfræns hóps SASS og fulltrúi í stafrænum hópi Sambands íslenskra sveitarfélaga kynnir vinnu starfshópanna. Ljóst er að mikið hefur gerist í málaflokknum og nú er sem dæmi verið að prófa kerfi tengt Fjárhagsaðstoð í nýju sjálfsafgreiðsluferli í Hafnarfirði og ábendingargátt hefur verið tekin í notkun hjá Sveitarfélaginu Árborg.

Rætt er um þann möguleika að minni sveitarfélög á Suðurlandi geti unnið meira saman að einstökum stafrænum verkefnum, þau geti a.m.k. miðlað af reynslu. Fram kemur að Margrét V. Helgadóttir hafi verið ráðin fyrir tæpu ári sem verkefnastjóri fyrir verkefnið Stafrænt Suðurland af sveitarfélögunum fimm í Ragárvallasýslu og Vestur Skaftafellssýslu sem stefndu að sameiningu. Margrét hefur öðlast töluverða þekkingu og reynslu á málaflokknum sem hægt er að miðla áfram á kynningarfundi með þeim sveitarfélögum sem áhuga hafa á.

d. C.1 Sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða – úthlutun 

Innviðaráðherra hefur úthlutað styrkjum að fjárhæð 120 m.kr. til átta verkefna á vegum þriggja landshlutasamtaka sveitarfélaga. Styrkjunum er ætlað að efla byggðir landsins og er úthlutað til sértækra verkefna á sóknaráætlunarsvæðum í samræmi við stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024 (aðgerð C.1). Alls bárust 24 umsóknir um styrki að fjárhæð tæpar 816 m.kr. fyrir árin 2022-2026. Valnefnd fór yfir umsóknir og gerði tillögur til ráðherra um úthlutun.

Verkefni SASS sem kallast Aðgerðaáætlun um sjálfbæra lýðfræðilega þróun miðsvæðisins fékk styrk að fjárhæð 13,2 m.kr. fyrir árið 2022. Verkefnið er fjórþætt. Vinna á rannsókn og greiningu meðal íbúa af erlendum uppruna, vinna að gerð móttökuáætlana á svæðinu fyrir nýja íbúa, gera markaðsgreiningu og markaðssetningu með áherslu á að laða að fjölskyldufólk og gera verkefnaáætlun um aðrar aðgerðir sem styðja við markmið verkefnisins.

Stjórn fagnar því að fá styrk að fjárhæð 13,2 m.kr. til að vinna áfram að verkefninu þar sem verkefnið skiptir byggðaþróun töluverðu máli.

e. Opnað fyrir umsóknir í Lóu nýsköpunarstyrki 

Formaður kynnir að háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið hafi opnað fyrir umsóknir í Lóu nýsköpunarstyrki fyrir landsbyggðina.

Hlutverk styrkjanna er að:

  • Auka nýsköpun á landsbyggðinni
  • Styðja við atvinnulíf og verðmætasköpun sem byggir á hugviti, þekkingu og nýrri færni
  • Stuðla að uppbyggingu vistkerfis fyrir nýsköpunarstarfsemi og frumkvöðlastarf á forsendum svæðanna

Umsóknarfrestur er til með 11. maí nk. en nánari upplýsinga má finna á heimsíðu SASS.

 

Næsti fundur stjórnar verður haldinn föstudaginn 3. júní nk. kl. 13:00.

 

Fundi slitið kl. 13:10

 

Ásgerður Kristín Gylfadóttir

Helgi Kjartansson

Lilja Einarsdóttir

Arna Ír Gunnarsdóttir

Grétar Ingi Erlendsson

Ari Björn Thorarensen

Einar Freyr Elínarson

Jóna Sigríður Guðmundsdóttir

Friðrik Sigurbjörnsson

581. fundur stj. SASS