fbpx

 

611. fundur stjórnar SASS

fjarfundur
28. júní 2024 kl. 12:30-13:55

Þátttakendur: Anton Kári Halldórsson formaður, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Árni Eiríksson, Brynhildur Jónsdóttir, Arnar Freyr Ólafsson, Gauti Árnason, Jóhannes Gissurarson, Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir og Njáll Ragnarsson. Einnig tekur þátt Bjarni Guðmundsson framkvæmdastjóri sem jafnframt ritar fundargerð.

Formaður býður fundarmenn velkomna á fyrsta fund nýskipaðrar stjórnar eftir aukaaðalfund samtakanna í Vestmannaeyjum. 

1. Fundargerð

Fundargerðir 610. fundar staðfest en hún verður undirrituð síðar. 

2. Fundartími og starfshættir stjórnar

Formaður kynnir fundaáætlun stjórnar en áfram verða fundnir að jafnaði haldnir fyrsta föstudag í hverjum mánuði kl. 12:30 – 15:00. Gert er ráð fyrir fjar- og staðfundum og að sveitarstjórnir verði heimsóttar. Fjarkynningarfundir fyrir sveitarstjórnir verða haldnir kl. 11:00 – 12:00 sama dag og fundir stjórnar fara fram. Á þeim fundum verða til umfjöllunar helstu verkefni stjórnar en einnig verða stutt erindi flutt um málefni sem skipta sveitarfélögin máli. Vinnufundur stjórnar er fyrirhugaður 22. – 23. ágúst nk.

Ársþing SASS verður haldið á Hótel Örk í Hveragerði 31. október – 1. nóvember nk. Milliþinganefndir verða að störfum til að undirbúa ákveðin færri en stærri mál sem skipta sveitarfélögin máli en einnig að forgangsraða málefnum og ályktunum. Uppfærð drög að samþykktum samtakanna verða lögð fram á þinginu.

Áfram verður unnið að stefnumörkun fyrir Sóknaráætlun Suðurlands 2025 -2029 og drög verða lögð fram með fundargögnum fyrir ársþingið.

Framkvæmdastjóra falið að uppfæra fundaáætlun, boða til funda stjórnar, senda póst á sveitarstjórnir um skipan kjörinna fulltrúa í milliþinganefndir og skipa formenn nefnda en þeir koma úr stjórn samtakanna.

 

3. Önnur mál til kynningar og umræðu

a. Fundargerðir m.a. stjórna annarra landshlutasamtaka

Lagðar fram til kynningar; fundargerðir 1. og 2. funda stjórnar Markaðsstofu Suðurlands, 180. og 181. funda stjórnar SSV, fundargerðir 800. – 803. funda stjórnar SSS, fundargerðir 109. og 110. funda stjórnar SSNV, fundargerð 64. fundar stjórnar SSNE, fundargerð 579. fundar stjórnar SSH, fundargerð 97. fundar stýrihóps Stjórnarráðsins. 

b. Skýrsla framkvæmdastjóra

Framkvæmdastjóri kynnir helstu verkefni frá síðasta fundi sem er vinnsla fundargerðar og önnuar atriði tengd aukaaðalfundi, undirbúningur fyrir aðalfund Eignarhaldsfélags Suðurlands og atriði tend gerða svæðisskipulags fyrir Suðurhálendið. 

c. Fundargerð aukaaðalfundar 2024

Formaður kynnir að fundargerð aukaaðalfundar SASS hafi verið send út í tölvupósti en að hún sé einnig aðgegnileg á heimasíðu samtakanna. 

d. Íbúakönnun

Formaður kynnir að niðustöður íbúakönnunar landshlutasamtakanna liggi nú fyrir en hana má finna hér.  

e. Samgöngáætlun 2024 – 2038

Stjórn SASS lýsir yfir vonbrigðum með að samgönguáætlun 2024 – 2038 hafi ekki verið afgreidd á Alþingi fyrir sumarleyfi þingmanna. 

f. Stafrænt ráð

Jóhanna Ýr formaður stafræns ráðs sambandsins kynnir starf ráðsins og þá vinnu sem fram undan er. Nýjasta útspilið er að ríkið og sveitarfélög taki höndum saman við þessa vinnu með það að markmiði að ná fram sem mestri sammögnun. 

Næsti fundur stjórnar verður haldinn föstudaginn 16.ágúst nk. kl 12:30. 

Fundi slitið kl. 13:55

Anton Kári Halldórsson

Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir 

Árni Eiríksson 

Brynhildur Jónsdóttir 

Njáll Ragnarsson

Arnar Freyr Ólafsson

Gauti Árnason 

Jóhannes Gissurarson

Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir

611. fundur stjórnar SASS (.pdf)