612. fundur stjórnar SASS
Hestheimum í Ásahrepp
22. ágúst 2024, kl. 12:50-13:55
Þátttakendur: Anton Kári Halldórsson formaður, Árni Eiríksson, Brynhildur Jónsdóttir, Arnar Freyr Ólafsson, Gauti Árnason, Jóhannes Gissurarson, Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir og Njáll Ragnarsson. Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir boðaði forföll og varamaður hennar Sandra Sigurðardóttir forfallaðist Einnig tekur þátt Bjarni Guðmundsson framkvæmdastjóri sem jafnframt ritar fundargerð.
Formaður býður fundarmenn velkomna á fundinn sem nú er haldinn að Hestheimum í Ásahreppi en eftir fundinn fer vinnufundur stjórnar fram.
1. Fundargerð
Fundargerð 611. fundar staðfest og hún og fundargerð 610. fundar undirritaðar. Framvegis verða fundargerðir undirritaðar rafrænt.
2. Ársþing SASS 2024
Formaður kynnir frumdrög að dagskrá ársþings SASS 2024. Framkvæmdastjóra falið að uppfæra dagskrá til samræmis við góðar umræður á fundinum.
3. Sóknaráætlun Suðurlands 2025 – 2029
Formaður kynnir að uppfærð verk- og tímaáætlun við gerð stefnumörkunar Sóknaráætlun Suðurlands 2025 – 2029 liggi fyrir fundinum. Einnig liggja fyrir helstu atriði frá vinnufundinum á aukaaðalfundi samtakanna í Vestmannaeyjum í júní sl.
4. Önnur mál til kynningar og umræðu
a. Fundargerðir m.a. stjórna annarra landshlutasamtaka
Lagðar fram til kynningar; fundargerð 151. fundar stjórnar Austurbrúar, fundargerðir 1. og 2. funda stjórnar SSA, fundargerðir 580. og 581. funda stjórnar SSH, fundargerðir 949. og 950. funda stjórnar sambandsins.
b. Skýrsla framkvæmdastjóra
Framkvæmdastjóri kynnir helstu verkefni frá síðasta fundi s.s. heimsókn formanna og framkvæmdastjóra landshlutasamtaka sveitarfélaga til innviðaráðherra í síðustu viku, undirbúning fyrir vinnufund stjórnar, gerð samnings við stofnaðila um framhald verkefnisins Orkídeu og atriði tengd gerð svæðisskipulags fyrir Suðurhálendið.
Næsti fundur stjórnar verður haldinn föstudaginn 6. september nk. kl 12:30.
Fundi slitið kl. 13:55
Anton Kári Halldórsson
Árni Eiríksson
Brynhildur Jónsdóttir
Njáll Ragnarsson
Arnar Freyr Ólafsson
Gauti Árnason
Jóhannes Gissurarson
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir