fbpx

 

613. fundur stjórnar SASS

fjarfundur
13. september 2024, kl. 12:30-14:15

Þátttakendur: Anton Kári Halldórsson formaður, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Árni Eiríksson, Brynhildur Jónsdóttir, Arnar Freyr Ólafsson, Gauti Árnason, Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir og Njáll Ragnarsson. Jóhannes Gissurarson boðaði forföll og í hans stað kom Einar Freyr Elínarson. Einnig tekur þátt Bjarni Guðmundsson framkvæmdastjóri sem jafnframt ritar fundargerð. Fundarmenn tengjast fundinum með fjarfundahugbúnaði.

Formaður býður fundarmenn velkomna á fundinn. 

1. Fundargerð

Fundargerð 612. fundar lögð fram til kynningar en hún hefur verið undirrituð með rafrænum hætti.  

2. Ársþing SASS 2024

a. Formaður kynnir undirbúning og uppfærð drög að dagskrá ársþings SASS 2024. Farið er yfir hugmyndir að mögulegu þema og umræðuefni. Niðurstaða stjórnar er að fara yfir starfsemi samtakanna og Sóknaráætlun Suðurlands 2025 – 2029 sem er framhald af vinnufundinum á aukaaðalfundi samtakanna í Vestmannaeyjum. Formanni og framkvæmdastjóra falinn undirbúningur og útfærsla samkvæmt umræðum á fundinum. 

b. Starfskýrsla

Er í vinnslu 

c. Fjárhagsáætlun SASS 2025

Er í vinnslu og stjórn vísar henni til umræðu í Fjárhagsnefnd. 

c. Nefndarstörf

Formaður kynnir tillögu að skipan formanna og starfsmanna SASS í starfsnefndir:

Heiti nefndar  Formaður Starfsmaður nefndar
Allsherjarnend Árni Eiríksson Bjarni Guðmundsson
Mennta- og menningarmálan. Sandra Sigurðardóttir Álfheiður Ingólfsdóttir
Umhverfis- og skipulagsnefnd. Jóhannes Gissurarson Elísabet Björney Lárusdóttir
Velferðarnefnd Brynhildur Jónsdóttir Guðrún Herborg Hergeirsd. 
Atvinnumálanefnd Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir Þórður Freyr Sigurðsson
Samgöngunefnd Arnar Freyr Ólafsson Ingvi Már Guðnason
Fjárhagsnefnd Eyrún Fríða Árnadóttir Bjarni Guðmundsson

Stjórn staðfestir þessa skipan. 

 

Kjörbréfa- og kjörnefnd verður einnig að störfum en formaður hennar er Aldís Hafsteinsdóttir og Ingvi Már Guðnason er starfsmaður nefndarinnar. 

3. Sóknaráætlun Suðurlands 2025 – 2029

Formaður kynnir að uppfærð verk- og tímaáætlun við gerð stefnumörkunar Sóknaráætlunar Suðurlands 2025 – 2029 liggi fyrir fundinum. Einnig liggja fyrir helstu atriði frá vinnufundinum á aukaaðalfundi samtakanna í Vestmannaeyjum í júní sl.

Stefnumörkun fyrir Sóknaráætlun hófst á aukaaðalfundinum í Vestmannaeyjum í sumar. Í sumar og þar til í síðustu viku hefur herferð verið í gangi og kynningarefni hefur verið birt á samfélagsmiðlum til að kynna áætlunina fyrir íbúum Suðurlands. Markmiðið var a.m.k. 85% af íbúum á Suðurlandi myndu sjá auglýsingar um sóknaráætlunina, a.m.k. 7 sinnum. Það tókst og gott betur en auglýsingar náðu til 46.459 einstakra notenda, sem er meira en 100% af skráðum íbúum á Suðurlandi og hver einstaklingur sá auglýsinguna að meðaltali 9 sinnum. Myndböndin vöktu athygli og einstaklingar sem byrjuðu að horfa á myndböndin voru líklegir til að horfa á þau til enda. Myndböndin voru spiluð 64.338 sinnum á miðlum Meta (Instagram og Facebook) og á YouTube.

Tökur standa yfir fyrir næsta hluta herferðarinnar og til að tryggja betri dreifingu verður markhópnum enn frekar skipt upp. Myndböndin verða nýtt til þess að keyra traffík inn á lendingarsíðu sem verður sett upp með þremur þemum. Þar verða kynningarmyndbönd sem kynna þessi þemu og síðan leiðir þema sem viðkomandi hefur mestan áhuga á, inn á Typeform þar sem spurningar verða. Í framhaldi verða unnar úr þeim spurningar sem lagðar verða fyrir á fundi með rýnihópum. Þegar allri vinnu með rýnihópum er lokið verður hægt að kynna niðurstöður fyrir Sunnlendingum með tveggja vikna herferð á samfélagsmiðlum. Myndband verður sent út sem leiðir á lendingarsíðu með frekari upplýsingum en með því næst til allra sem tóku þátt í fyrri herferð.

4. Önnur mál til kynningar og umræðu

a. Fundargerðir m.a. stjórna annarra landshlutasamtaka

Lagðar fram til kynningar; fundargerð 152. fundar stjórnar Austurbrúar, fundargerðir 3.  fundar stjórnar SSA, fundargerðir 582. og 583. funda stjórnar SSH, fundargerðir 111. og 112. funda stjórnar SSNV, fundargerð 65. fundar stjórnar SSNE, funargerðir 60. – 62. funda stjórnar Vestfjarðastofu, fundargerð 3. fundar stjórnar MSS, fundargerð ársfundar Vestfjarðastofu og fundargerð 98. fundar stýrihóps stjórnarráðsins.  

b. Skýrsla framkvæmdastjóra 

Framkvæmdastjóri kynnir helstu verkefni frá síðasta fundi s.s. heimsókn fulltrúa og stjórnar Byggðastofnunar á Suðurland, fundi formanna og framkvæmdastjóra landshlutasamtaka sveitarfélaga, undirbúning fyrir ársþing samtakanna, undirbúning að endurnýjun á ART samningnum, þátttöku á málþingi Ferðamálastofu þar sem farið var yfir ,,Samfélagsleg áhrif ferðaþjónustu – ávinningur og áskoranir“ og reglubundna fundi framkvæmdastjóra landshlutasamtakanna með Byggðastofnun. 

c. Tímabundin ráðning starfsmanns til að sinna umhverfismálum

Formaður kynnir tillögu um tímabundna ráðningu starfsmanns til að sinna verkefnum tengdum umhverfismálum.

Stjórn heimilar tímabundna ráðningu til eins árs enda er staðan full fjármögnuð. Hana skal auglýsa óháð staðsetningu en viðkomandi skal vera með aðsetur á Suðurlandi.

d. Tilnefning á fulltrúum SASS á sveitarstjórnarvettvangi EES EFTA

Fyrir liggur ósk forstöðumanns Evrópuskrifstofu sambandsins um tilnefningu SASS á sveitarstjórnarvettvang EES EFTA fyrir seinni hluta tímabilsins 2022 – 2026.

Stjórn samþykkir að skipa Anton Kára Halldórsson formann SASS sem aðalmann og Jóhönnu Ýr Jóhannsdóttur sem varamann.

e. ART verkefnið og nýr samningur

Formaður og framkvæmdastjóri fóru yfir stöðu verkefnisins en núgildandi samningur um það rennur út um áramótin. Árlegt framlag ríkisins hefur verið 30 m.kr. Formlegt erindi hefur verið sent á mennta- og barnamálaráðherra þar sem óskað er eftir að gerður verði 5 ára samningur um rekstur þess.

Stjórn SASS áréttar nauðsyn þess að mennta- og barnamálaráðherra gangi strax frá nýjum samningi um ART verkefnið og að gildistími hans sé til fimm ára. Þannig er hægt að eyða óvissu og halda áfram þessu mikilvæga verkefni. Skelfilegir atburðir og ástandið í samfélaginu kalla á úrræðið eins og ART enda gagnast það öllum og það er í takt við uppbyggingu farsældaráða.

f. Ölfusárbrú

Stjórn SASS tekur undir bókun bæjarstjórnar og bæjarráðs Árborgar tengt undirbúningi að byggingu nýrrar Ölfusárbrúar. „Stjórn SASS skorar á Vegagerðina og ríkisstjórn Íslands að ljúka samningum um nýja Ölfusárbrú og tryggja fjármögnun án tafar. Brýnt er að uppbygging brúarinnar hefjist því þjóðvegurinn gegnum Selfoss annar ekki núverandi umferð og langar raðir liggja daglega um Austurveg. Ný Ölfusárbrú bætir umferðarflæði og -öryggi í og við Selfoss og hún er mikilvæg samgöngubót fyrir Suðurland. Gera má ráð fyrir að uppbygging nýrrar brúar taki um þrjú ár og því er nauðsynlegt að framkvæmdir hefjist í haust.”

g. Sunnlenskur mannfagnaður í tengslum við fjármálaráðstefnu sambandsins 

Framkvæmdastjóra falin framkvæmd í samræmi við umræður á fundinum.

h. Samantekt frá vinnufundi stjórnar

Lögð fram til kynningar samantekt frá vinnufundi stjórnar SASS sem haldinn var 22. ágúst sl. 

i. Menningarverðlaun Suðurlands 2024

Stjórn SASS samþykkir að halda áfram veitingu Menningarverðlauna Suðurlands en þau hafa verið veitt á ársþingi samtakanna. Hún skipar Magnús Karel Hannesson, Margréti Hörpu Guðsteinsdóttur og Gauta Árnason í valnefnd um úthlutun menningarverðlauna 2024. Til vara eru Ása Berglind Hjálmarsdóttir og Arnar Freyr Ólafsson. Ingvi Már Guðnason hjá SASS verður nefndinni til aðstoðar.

j. Nefndarstörf

Stjórn SASS vísar umræðu um breytingu á samþykktum og gerð nýs samnings um Áfangastaðastofu til allsherjarnefndar.

Næsti fundur stjórnar verður haldinn föstudaginn 4. október nk. kl 12:30. 

Fundi slitið kl. 14:15

Anton Kári Halldórsson

Árni Eiríksson 

Brynhildur Jónsdóttir 

Njáll Ragnarsson

Arnar Freyr Ólafsson

Gauti Árnason 

Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir

Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir 

Einar Freyr Elínarson

613. fundur stjórnar SASS (.pdf)