fbpx

 

614. fundur stjórnar SASS

fjarfundur
4. október 2024, kl. 12:30-14:30

Þátttakendur: Anton Kári Halldórsson formaður, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Árni Eiríksson, Brynhildur Jónsdóttir, Arnar Freyr Ólafsson, Jóhannes Gissurarson, Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir og Njáll Ragnarsson.  Gauti Árnason boðaði forföll og í hans stað kom varamaður hans Eyrún Fríða Árnadóttir. Einnig tekur þátt Bjarni Guðmundsson framkvæmdastjóri sem jafnframt ritar fundargerð. Fundarmenn tengjast fundinum með fjarfundahugbúnaði.

Formaður býður fundarmenn velkomna á fundinn. 

1. Fundargerð

Fundargerð 613. fundar lögð fram til kynningar en hún hefur verið undirrituð með rafrænum hætti.

2. Ársþing SASS 2024

a. Formaður kynnir undirbúning og uppfærð drög að dagskrá ársþings SASS 2024. Á fundinum verður farið yfir starfsemi samtakanna og Sóknaráætlun Suðurlands 2025 – 2029. Formanni og framkvæmdastjóra falin útfærsla og uppfærsla á dagskrá samkvæmt umræðum á fundinum.

b. Starfskýrsla 

Er í vinnslu 

c. Fjárhagsáætlun SASS 2025

Eyrún Fríða, formaður Fjárhagsnefndar SASS, kynnir tillögu nefndarinnar að fjárhagsáætlun samtakanna fyrir árið 2025 og fer yfir helstu forsendur. Stjórn samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og að hún verði lögð fram fyrir komandi ársþing samtakanna.

d. Nefndastörf

Formaður og Árni, formaður Allsherjarnefndar SASS, gera grein fyrir helstu tillögum nefndarinnar að breytingum á samþykktum samtakanna. Stjórn er samþykk nálgun nefndarinnar en eftir er að yfirfara nokkur atriði og laga orðalag til en það verður gert á næsta fundi nefndarinnar.

Formaður SASS og formenn þeirra nefnda sem eru á fundinum gera grein fyrir vinnu annarra starfsnefnda. Ljóst er vinnan gengur vel og er formönnum, nefndarmönnum og starfsmönnum SASS þakkað fyrir gott framlag.

3. Sóknaráætlun Suðurlands 2025 – 2029

a. Drög að nýjum samningi

Formaður kynnir drög að nýjum samningi fyrir Sóknaráætlun Suðurlands 2025 – 2029 en eins orðaðir samningar eru gerðir á milli hvers af landshlutasamtökunum og ráðuneytanna sem koma að gerð hans. Stjórn staðfestir samningsdrögin og heimilir formanni og framkvæmdastjóra undirrita hann fyrir hönd samtakanna.

b. Framvinda við stefnumótun 

Formaður kynnir að vinna við gerð stefnumörkunar fyrir Sóknaráætlun Suðurlands 2025 -2029 miði vel og að drög verði til kynningar á komandi ársþingi.

c. Uppbyggingarsjóður Suðurlands

Þann 1. október sl. rann út umsóknarfrestur tl að sækja um styrk í Uppbyggingarsjóð Suðurlands. Alls bárust sjóðnum 86 umsóknir en þær skiptast tvo flokka. Í flokki menningarverkefna bárust 63 umsóknir og 23 umsóknir í flokki atvinnu- og nýsköpunarverkefnum. Fagráð munu í október fara yfir umsóknir og leggja tillögur að úthlutunum fyrir stjórn samtakanna til samþykktar.

d. Greinargerð 2023

Formaður kynnir að greinargerð um framvindu samninga í sóknaráætlun á landsvísu fyrir árið 2023 og ráðstöfun fjármuna til þeirra sé meðal fundargagna en hana má einnig finna á heimasíðu samtakanna.

4. Farsældarfulltrúi

Formaður kynnir drög að samningi á milli mennta- og barnamálaráðuneytisins og SASS. Um viðaukasamning er að ræða undir merkjum Sóknaáætlunar Suðurlands en með samningi þessum er ætlunin að samhæfa farsældarþjónustu í sveitarfélögum á Suðurlandi og koma á fót svæðisbundnu farsældarráði í landshlutanum, skv. 5. grein laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna nr. 86/2021 (farsældarlögin). Stjórn áréttar mikilvægi þess að verkefnið sé unnið í nánu samráði við sveitarstjórnir. Stjórn samþykkir samningsdrögin fyrir sitt leyti og felur framkvæmdastjóra nánari útfærslu og undirritunar hans fyrir hönd samtakanna.

5. Önnur mál til kynningar og umræðu

a. Fundargerðir m.a. stjórna annarra landshlutasamtaka

Lagðar fram til kynningar; fundargerð 153. fundar stjórnar Austurbrúar, fundargerð 4.  fundar stjórnar SSA og ályktanir haustþings samtakanna, fundargerðir 584. og 585. funda stjórnar SSH, fundargerð 113. fundar stjórnar SSNV, fundargerð 182. fundar  stjórnar SSV, fundargerð 63. fundar stjórnar Vestfjarðastofu og Fjórðungssambands Vestfjarða og  fundargerðir 951. og 952. funda stjórnar sambandsins. 

b. Skýrsla framkvæmdastjóra 

Framkvæmdastjóri kynnir helstu verkefni frá síðasta fundi s.s. heimsóknum þingmanna í kjördæmaviku, nefndastörfum fyrir komandi ársþing, undirbúningi fyrir fjármálaráðstefnu sambandsins, fjölda starfsumsókna um starf umhverfissérfræðings hjá SASS, svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið og fundi Ungmennaráðs Suðurlands.

c. Austurvegur 56-58 eignarheimildir

Formaður kynnir minnisblað frá Ólafi Björnssyni lögfr. sem hann vann fyrir þá eigendur að Austurvegi 56 á Selfossi vegna byggingarréttar á lóðinni. Samkvæmt eignarskiptasamningi fyrir Austurveg 56 – 58, frá því í júní 1999, eiga aðilar á fyrstu hæð Austurvegar 56 byggingaréttinn á suðurhluta lóðarinnar. Stjórn SASS gerir ekki athugasemd við framkomið minnisblað og heimilar framkvæmdastjóra að undirrita yfirlýsingu sem því fylgir fyrir hönd samtakanna.

d. ART verkefnið og nýr samningur

Formaður kynnir að unnið sé að gerð nýs samnings um verkefnið í mennta- og barnamálaráðuneytinu.

e. Bókun vegna hugmynda um breytingu á heilbrigðiseftirlitum 

Formaður kynnir að á fundi Heilbrigðisnefndar Suðurlands þann 24. september sl. hafi bréf Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi til sveitarfélaga og dags. er 6. júní sl. og bókun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands verið til umfjöllunar. Stjórn SASS tekur undir afstöðu Heilbrigðisnefndar Suðurlands, Heilbrigðiseftirlits Vesturlands og sveitarstjórna á Vesturlandi.

Stjórn SASS telur mikilvægt að ítarlegri greiningarvinna varðandi þjónustuáhrif þessara breytinga á íbúa og fyrirtæki verði unnin. Það verði gert í virku samráði við sveitarfélögin áður en endanleg ákvörðun verði tekin um að leggja niður heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga líkt og umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra áformar. Stjórn SASS hvetur sveitarfélög á Suðurlandi til að kynna sér áformin og taka afstöðu til málsins.

f. Fjárlagafrumvarp 2025

Formaður fer yfir fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2025. Formanni og framkvæmdastjóra falið að skila inn umsögn um það 

 

Næsti fundur stjórnar verður haldinn föstudaginn 15. október nk. kl 12:30. 

Fundi slitið kl. 14.30

Anton Kári Halldórsson

Árni Eiríksson 

Brynhildur Jónsdóttir 

Njáll Ragnarsson

Arnar Freyr Ólafsson

Eyrún Fríða Árnadóttir 

Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir 

Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir 

Jóhannes Gissurarson

614. fundur stjórnar SASS (.pdf)