fbpx

 

621. fundur stjórnar SASS

Haldinn í Hvoli, Hvolsvelli
4. apríl 2025, kl. 12:00-14:35

Þátttakendur: Anton Kári Halldórsson formaður, Sandra Sigurðardóttir, Árni Eiríksson, Brynhildur Jónsdóttir, Jóhannes Gissurarson, Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir, Gauti Árnason, Helga Jóhanna Harðardóttir og Arnar Freyr Ólafsson.

Sandra Sigurðardóttir varaformaður ritaði fundargerð. 

Formaður býður fundarmenn velkomna á fundinn. 

1. Uppbyggingarsjóður Suðurlands – Úthlutun

Umsóknarfrestur í fyrri úthlutun Uppbyggingarsjóði Suðurlands á árinu rann út 4. mars síðast liðinn. Alls bárust sjóðnum 122 umsóknir. Þar af 31 umsókn í flokki atvinnuþróunar og nýsköpunarverkefna og 91 umsókn í flokki menningarverkefna.
Fagráð atvinnuþróunar og nýsköpunarverkefna gerir tillögu um að veita 11 verkefnum styrk að upphæð 16,3 milljónum króna. Fagráð menningarverkefna gerir tillögu um að veita 53 verkefnum styrk að upphæð 25 milljóna og 820 þúsund króna.
Tillögur fagráða hljóða upp á að veita 64 verkefnum styrk að heildar upphæð 42 milljónir og 20 þúsund krónur. Stjórn SASS samþykkir tillögur fagráða. Jafnframt óskar stjórn SASS styrkþegum til hamingju með veittan stuðning og öllum öllum umsækjendum velfarnaðar með sín verkefni.

2. Heiti SASS á ensku

Lagt er fram minnisblað og tillögu að breytingu á ensku heiti SASS. Ákveðið var að fresta afgreiðslu málsins fram á næsta fund.

3. Starfsáætlun þróunarsviðs SASS

Þórður Freyr kynnti starfsáætlun þróunarsviðs SASS. Starfsáætlunin er sjálfstæð áætlun SASS á sviði byggðamála en uppfyllir jafnframt formkröfur samnings SASS og Byggðastofnunar um framkvæmd atvinnu- og byggðaþróunar á Suðurlandi. Kynningaráætlun sem er hluti af starfsáætluninni uppfyllir síðan formkröfur samnings SASS um Sóknaráætlun Suðurlands.
Áherslur og markmið áætlunarinnar eru sóttar í gildandi Sóknaráætlun Suðurlands og
ályktanir ársþings SASS. Tillögur að verkefnum koma frá stjórn SASS, úr starfsáætlunum byggðaþróunarfulltrúa og starfsfólki SASS. Þannig samtvinnast stefnur og áherslur í eina heildstæða áætlun um byggðaþróun á Suðurlandi. Áætlunin hefur þegar verið send til Byggðastofnunar og hlotið samþykki.

4. Ársþing SASS 2025

Stjórn samþykkir að Ársþing SASS verði haldið á Kirkjubæjarklaustri 23.-24. október. Nánari upplýsingar verða sendar til sveitarfélaganna á næstu misserum. 

5. Vinnustofa – Fundur vegna endurskoðunar 9. kafla sveitarstjórnarlaga

Lagt er fram bréf frá SÍS um vinnufund. SÍS óskar eftir virkri þátttöku kjörinna fulltrúa, framkvæmdastjóra sveitarfélaga, framkvæmdastjóra/stjórnenda samstarfsverkefna sveitarfélaga í landshlutanum, framkvæmdastjóra og starfsmanna landshlutasamtaka og eftir atvikum annarra sem eiga erindi á vinnustofuna. Stjórn leggur til að vinnufundurinn fari fram í lok apríl 2025. Formanni falið að koma á fundinum og bjóða sveitarfélögum til þátttöku. 

6. Ráðning framkvæmdastjóra SASS – Drög að ráðningarsamningi

Stjórn ræddi ráðningasamning framkvæmdastjóra SASS og samþykkir að fela formanni að ganga frá samningnum í samræmi við umræður fundarins. 

7. Minnisblað frá Háskólafélagi Suðurlands 

Erindi barst frá Háskólafélagi Suðurlands sem leggur til að stjórn SASS verði skipuð varastjórn Háskólafélagsins á næsta aðalfundi og fundi einu sinni á ári með aðalstjórn Háskólafélagsins. Stjórn SASS samþykkir erindið 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14.35

Anton Kári Halldórsson

Árni Eiríksson 

Brynhildur Jónsdóttir 

Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir 

Sandra Sigurðardóttir 

Jóhannes Gissurarson

Gauti Árnason

Helga Jóhanna Harðardóttir

Arnar Freyr Ólafsson

621. fundur stjórnar SASS (.pdf)