fbpx

Mörg fyrirtæki og stofnanir skoða nú möguleika á að bjóða starfsfólki sínu upp á stafræna eða rafræna fræðslu. Líkt og með aðra fræðslu þarf að huga að ýmsum mikilvægum atriðum þegar sú leið er farin. Stjórnendum sem ætla að velja stafræna fræðslu fyrir starfsfólk sitt er hér bent á 8 góð ráð til að tryggja árangur.

 

1. ÞÖRF

Fræðslan þarf að uppfylla þörf fyrir þekkingu eða þjálfun í fyrirtækinu. Með því að greina þarfirnar safnar þú saman upplýsingum sem nota má til þess að finna leiðir til að bæta frammistöðu starfsfólks. Ef ekki gefst tími til þarfagreiningar er mikilvægt að hafa í huga að fræðslan uppfylli augljósa þörf. Oft reynist vel að fræðsla sé í stuttum lotum, t.d. 20-60 mínútur á dag í 2-3 daga. Nýjar lotur geta fylgt í kjölfar þeirra fyrstu.

2. MARKMIÐ

Settu skýr markmið með fræðslunni. Fræðsla án markmiða skilar litlum árangri. Dæmi um markmið er að verða betri í að svara spurningum viðskiptavina, afgreiða erindi á betri og skilvirkari hátt, auka tæknikunnáttu o.s.frv.

3. INNIHALD

Tryggðu að innihald fræðslunnar sé gott. Aðeins þannig skilar fræðslan árangri. Sjá t.d. Þjálfun í gestrisni hér á síðunni. Þar má líka finna fræðsluaðila sem geta aðstoðað. Góð YouTube myndbönd geta líka verið uppspretta fræðslu.

4. ÁBYRGÐ

Gerðu einn starfsmann ábyrgan fyrir framkvæmd fræðslunnar. Ábyrgðin felst í að sjá til þess að myndbönd og annað efni sé aðgengilegt og virki, að upplýsingar um fræðsluna séu skýrar og að starfsfólk njóti stuðnings eftir þörfum.

5. SKRÁNING

Fáðu starfsfólk til að skrá sig á námskeið. Með skráningu sýnir starfsfólk áhuga, en áhugasamir þátttakendur eru virkari og búast má við meiri árangri af fræðslunni.

6. VIRKNI

Fylgstu með virkni starfsmanna í náminu. Í gegnum facebook-hóp er t.d. hægt að gera athugasemdir og spyrja spurninga.

7. MAT

Tímasettu lok og leggðu mat á árangur. Við mat á árangri er gott að spyrja opinna spurninga, t.d. hvað fannst þér áhugaverðast í fræðslunni? Hvað mun nýtast þér í vinnunni?

8. LÆRDÓMUR

Dragðu lærdóm af fræðslunni. Skilaði hún árangri fyrir fyrirtækið? Hvað var gott og hvað er hægt að gera betur næst?

Listinn yfir „8 góð ráð“ var fengin hér