Af heildarorkuframleiðslu á landinu árið 2014 sem var 18.120 GWh komu 71% frá vatnsafli en 29% frá jarðvarmavirkjunum. Nú er verið að reisa stóra jarðvarmavirkjun á Þeistareykjum í Norðurþingi. Beislun vindorku er að hefjast og tilraunir með vindmyllur í gangi hér á Suðurlandi sem lofa góðu, við Búrfell og í Þykkvabæ. Fyrirsjáanlegt er að hlutur vindorku muni vaxa í orkubúskap landsmanna og væntanlega mun hlutur Suðurlandsins verða mikill þar. Nógur er vindurinn og lítið skjól á sléttu og nánast skóglausu á láglendinu.
54% raforkuframleiðslunnar í heild kemur frá stöðvarhúsum staðsettum á Suðurlandi eða 9.806 GWH. Var 70-75% áður en Kárahnúkavirkjun kom inn árið 2008. 6.3% þeirrar orku sem kemu frá stöðvarhúsum virkjana hér á Suðurlandi er notuð hér og 3.5% af heildarorkuframleiðslu á landinu öllu.
Myndin hér að neðan sýnir orkuframleiðslu eftir staðsetningu stöðvarhúsa, þó uppruni orkunnar, vatnsrennsli og lón, séu oft og að hluta í öðrum landshlutum en stöðvarhúsin. Notkun orkunnar, í GWh og hlutfallslega , sýnir skýrt hlut Suðurlandsins í framleiðslu og notkun, 54% af heildarframleiðslu og 3.5% af notkun. Hlutur Vestur- og Austurlands í orkunotum er tilkomin af staðsetningu stóriðju þar á Grundartanga og í Reyðarfirði.