Föstudaginn 18. september frá kl. 13:00 – 16:00 verður haldið málþing um kynjaða fjárhags-og starfsáætlun hjá Reykjavíkurborg vegn 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna á Íslandi.
Heiðursgestur er Dr. Diane Elson, prófessor emeritus, University of Essex. Auk þess flytja erindi, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, Þorgerður Einarsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, Birgir Björn Sigurjónsson, fjármálastjóri Reykjavíkurborgar, Herdís Sólborg Haraldsdóttir, verkefnastýra yfir kynjaðri fjárhags-og starfsáætlun hjá Reykjavíkurborg og Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar. Ráðstefnustjóri er Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Borgarstjórn Reykjavíkur og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.