fbpx

Nýsköpun á sviði menntunar á vel við í þorpinu sem hýsir elsta Barnaskóla landsins

Menningarsetrið Bakkastofan á Eyrarbakka hefur undanfarin ár boðið upp á ýmis konar menningarviðburði á borð við sagnavökur, tónleika, fyrir innlenda og erlenda gesti.

Virkt samstarf er bæði við “ Húsið” Byggðasafn Árnesinga og veitingahúsið Rauða Húsið auk Bakki Hostel sem eykur á fjölbreytileika heimsókna.

Nú í ágúst síðasliðnum fór Bakkastofa einnig af stað með námsskeið fyrir námsmenn sem vilja fá meira út úr náminu og bæta árangur sinn.

Ásta Kristrún Ragnarsdóttir, námsráðgjafi og ein af þeim sem starfrækir Bakkastofuna, hefur í fjölda ára kennt fólki hvernig hægt sé að auka árangur sinn í námi.

Nýverið  lauk  smíði á sérhæfðu námstækniforriti sem byggir á kenningum Ástu og nefnist Nemanet.

Nemanet er tæki sem notað er til að skipuleggja og vinna námsefnið með markvissari námsaðferðir að meginmarkmiði.

Námsskeiðin á Bakkastofu þjálfa fólk í skilvirkum náms- og lestraraðferðum með notkun hins nýja forrits. Þeir sem sótt hafa námskeiðin telja að forritið auki úthald efli einbeitingu og stuðli að bættu minni. Þá er líka dýrmætt að geta vistað alla námsvinnu sína í sama kerfi eftir tímabilum og árum á netinu. Nemanet er vistað á öruggan hátt á Amazon Cloud og því geta notendur nálgast námsvinnu sína úr hvað nettengdu tölvi sem er.

Ásamt Ástu á námsskeiðinu leiðsegja eiginmaður hennar Valgeir Guðjónsson, tónlistarmaður, og börn þeirra, Vigdís Vala og Arnar Tómas sem hafa bæði bakgrunn í sálfræði.

Námsskeiðin standa yfir í einn eða  tvo daga og eru ætluð námsmönnum á öllum aldri frá 10 ára og uppúr. Frekari upplýsingar um námsskeiðin má finna á http://nemanet.is eða í síma 821-2428.

asta_SASS atv_vvv_03NN lætur verkin tala_mynd_823kb