fbpx
Einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á Suðurlandi geta sótt um styrki en skilyrði er að umsækjendur sýni fram á mótframlag. Heimilt er að sækja um styrk til verkefna sem umsækjandi er þegar byrjaður að vinna í.

Engar sérstakar áherslur verða settar á þessu ári, en tekið verður mið af eftirfarandi við afgreiðslu umsókna (sbr. 5. grein menningarsamnings fyrir árið 2010):

 

1.      Efla samstarf á sviði menningarmála.

2.      Efla nýsköpun í verkefnum tengdum menningu.

3.      Atvinnutækifærum fjölgi á menningarsviðinu.

4.      Styðja við menningartengda ferðaþjónustu.

Menningarráðið mun hvorki veita rekstrar-, stofnkostnaðar- né endurbótastyrki. Ekki verður heldur styrkt skráning á menningarminjum, starfsemi íþróttafélaga, bæjarhátíðir, almennar samkomur, safnaðarstarf og hefðbundið menningarstarf innan skóla.

Umsóknarfrestur er til og með 12. mars 2010.

Ætlunin er að tilkynna um úthlutun í apríl 2010. Umsóknum skal skilað til Menningarráðs Suðurlands á þar til gerðum eyðublöðum sem hægt er að nálgast á heimasíðu Menningarráðs www.sunnanmenning.is. Allar nánari upplýsingar veitir Dorothee Lubecki, menningarfulltrúi Suðurlands, í síma 480-8207, 896-7511 eða með tölvupósti menning@sudurland.is.

Menningarfulltrúi verður til viðtals í öllum sveitarfélögum . Námskeið í umsóknargerð fer fram 25. febrúar í umsjón Fræðslunets Suðurlands.

Umsóknir skal senda, í tölvupósti á menning@sudurland.iseða í ábyrgðarpósti, til Menningarráðs Suðurlands, Austurvegi 56, 800 Selfoss.