fbpx

Nýverið auglýstu Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) eftir umsóknum um styrki til menningar- og nýsköpunarverkefna á Suðurlandi. Um er er að ræða síðari úthlutun Uppbyggingarsjóðs Suðurlands á þessu ári.

Alls bárust sjóðnum 122 umsóknir að þessu sinni. Styrkur var veittur 66 verkefnum og er heildar fjárhæð styrkveitinganna rúmlega 28 milljónir. Úthlutað var 13 mkr. til 42 menningarverkefna og 15 mkr. til 24 nýsköpunarverkefna.

Uppbyggingarsjóður Suðurlands er samkeppnissjóður sem hefur það hlutverk að styrkja menningar-, atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni í landshlutanum. Við mat á umsóknum vísast til úthlutunarreglna og viðmiða um mat á umsóknum sem finna má á heimasíðu SASS. Verkefnastjórn Sóknaráætlunar á Suðurlandi fer með hlutverk úthlutunarnefndar en fagráð á sviði menningarmála annars vegar og atvinnuþróunar og nýsköpunar hins vegar, skila tillögum til verkefnastjórnar. Umsjón og ábyrgð Uppbyggingarsjóðsins er hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga.

Uppbyggingarsjóður Suðurlands – síðari úthlutun 2015

Úthlutað samtals kr. 28.025.000 til 66 verkefna, þ.e. til 24 nýsköpunarverkefna samtals að upphæð kr. 15.175.000 og til 42 menningarverkefna að upphæð kr. 12.850.000.

Menningarverkefni:

Heiti verkefnis Umsækjandi Upphæð
Hollywood á Hornafirði Emil Morávek      800.000
Kammertónleikar á Kirkjubæjarklaustri – Sönghátíð og tónlistarsmiðja fyrir börn Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, listrænn stjórnandi      700.000
Sumartónleikar í Skálholti 2016 Sumartónleikar í Skálholtskirkju      700.000
Menningarveisla Sólheima 2016 Sólheimar      600.000
Lament for a horse Hlynur Pálmason      500.000
Moving Classics – Kammerkór Suðurlands Kammerkór Suðurlands      500.000
Uppbygging myndlistarþekkingar með listasmiðjum Listasafn Árnesinga      500.000
Ný tónlist í Skálholti Unnur Malín Sigurðardóttir      450.000
Eflandi leiklist á ströndinni Leikhópurinn Lopi      400.000
Gönguleið ömmu á Hala Berglind Steinþórsdóttir      400.000
Leikfélagið Borg Leikfélagið Borg      400.000
Merking pílagrímaleiðar frá Strandarkirkju í Skálholt Sveitarfélagið Ölfus (samstarfsverkefni fimm sveitarfélaga)      400.000
Saga music Bakkastofa , fræðslu- og menningarsetur      350.000
Brynjólfskirkja Tölvufyrirtækið Blekking og Skálholtsstaður      300.000
Einkasýning Péturs Thomsen í Listasafni Árnesinga Pétur Thomsen      300.000
Garðurinn í Múlakoti Sjálfseignarstofnunin Gamli bærinn í Múlakoti ásamt Vinafélagi gamla bæjarins í Múlakoti      300.000
Þjóðleikur á Suðurlandi 2015 – 2017 Þjóðleikur á Suðurlandi      300.000
Afmælishátíð Héraðsbókasafns Rangæinga Héraðsbókasafn Rangæinga      250.000
Beint í æð Leikfélag Vestmannaeyja      250.000
Blús- og rokkhátíð Hornafjarðar Blús- og rokkklúbbur Hornafjarðar      250.000
Búskaparhættir í Hornafirði fyrr og nú Búnaðarfélagið Afturelding      250.000
Frá Heimaey á heimsenda Helgi Bragason      250.000
Hugprýði og handstyrkur Heimildir og fræðsla      250.000
Hvar er lundinn? Birgir Örn Sigurðsson      250.000
Málþing um barnabókmenntir og læsi Bókabæirnir austanfjalls      250.000
20 ára afmælistónleikar Jórukórsins Jórukórinn Selfossi      200.000
60 ára afmælistónleikar Björgvins Þ. Valdimarssonar Tónskálds Björgvin Þ. Valdimarsson      200.000
Auka hróður kvenna í tónlistarlífinu Hljómsveitin Guggurnar  c/o Ragnheiður Sigjónsdóttir      200.000
Konur á vettvangi karla Héraðsskjalasafn Árnesinga      200.000
LandArt í Skaftárhreppi Kirkjubæjarstofa      200.000
Leikritunarnámskeið Leikfélag Ölfuss og Leikfélag Selfoss      200.000
Ljóðasetur Hveragerðis Sigurður Blöndal      200.000
Miðlun í Þuríðarbúð Byggðasafn Árnesinga      200.000
Minningar á aðventu Héraðsskjalasafn Árnesinga      200.000
Sjónrænn tónlistarviðburður í íshelli við rætur Vatnajökuls Tjörvi Óskarsson      200.000
Stella Hauks – minningartónleikar Kristín Jóhannsdóttir og „Vinir Stellu“      200.000
Efla safnið um Bobby Fischer í Fischersetri Fischersetrið á Selfossi      150.000
Eldfjallaglerungar, heimildarmynd Eldstó ehf      150.000
Fljúgandi virki Merkurbúið sf      150.000
Baðstofukvöld Vörðukórinn      100.000
Brunnurinn við gamla bæinn í Tungu Theodór Guðmundsson og Sigurður Sigurðsson      100.000
Íslenskir veiðimenn – Sigmari B. Haukssyni og Sveini Einarssyni frv. veiðistjóra Veiðisafnið      100.000

 

Nýsköpunarverkefni:

Heiti verkefnis Umsækjandi Upphæð
Áhrif ljósstyrks á vöxt, uppskeru og gæði gróðurhúsajarðarberja að vetri – önnur tilraun Christina Stadler, Landbúnaðarháskóla Íslands      1.500.000
Ægissíðuhellar – frumhönnun og fýsileikakönnun Þórhallur Ægir Þorgilsson      1.300.000
Þurrkun á loðnuhæng – nýsköpunarverkefni Langa ehf.      1.200.000
Niðursuðuverksmiðja í Vestmannaeyjum – fýsileikakönnun Daði Pálsson      1.200.000
Þróun fullvinnslu á svínakjöti Miðskersbúið      1.000.000
Feldfé – þróunarverkefni Kristbjörg Hilmarsdóttir      1.000.000
Kartöfluflögur – nýsköpunarverkefni Viðar Reynisson          800.000
Bætt mál betri líðan – atvinnusköpun á sviði talmeinaþjónustu fyrir fullorðna Málfríður, félag talmeinafræðinga á Suðurlandi          600.000
Haugsnerill – Umbreyting á lífrænu efni í lífrænt vottaða mold Sesseljuhús á Sólheimum          600.000
Þróun fjárvogar til vigtunar og flokkunar á sauðfé Eyjablikk ehf          500.000
„Taktu Vatnajökul með þér heim“ – minjagripur og kynningarefni Ríki Vatnajökuls          500.000
Mosey – markaðssetning á nýjum vörum Mosey ehf          500.000
Renniverkstæðið Háin – sértæk markaðssókn Renniverkstæðið Háin ehf.          500.000
TöfraTröll – vöruþróunarverkefni Berglind Steinþórsdóttir          500.000
Markaðssetning ljósmyndaferða á Íslandi í USA Sumarhúsið og garðurinn ehf / Landscape Photography Iceland          425.000
Markaðssetning og vöruþróun Hallahvönn ehf.          400.000
Gull úr fjörunni – framleiðsla á hálkusandi Þröstur Þorsteinsson          400.000
Litla Lopasjoppan – kynningarverkefni Berglind Kristinsdóttir          400.000
Hugarflug í verki – vinnustofa um framleiðslu á víkinga glerperlum Fanndís Huld Valdimarsdóttir          400.000
Þróun námsefnis í sjálfbærni og umhverfismálum fyrir erlenda skólahópa sem dvelja á Sólheimum Sesseljuhús umhverfissetur á Sólheimum          400.000
Nytjagripir úr náttúru Hornafjarðar – Vöruþróun Ingibjörg Lilja Pálmadóttir          300.000
Námsefnisbankinn Már Ingólfur Másson          300.000
Arðsemismat hleðslustöðva fyrir rafbíla á Suðurlandi Stefán Birnir Sverrisson          300.000
Hvað gerðist hér – aukin upplifun ferðamanna Gunnar Stígur Reynisson          150.000

 

Nánari upplýsingar um úthlutunina veitir verkefnisstjóri Uppbyggingarsjóðsins, Þórður Freyr Sigurðsson, í síma 480-8200 eða með tölvupósti á netfanginu thordur@sudurland.is.