21. – 23. janúar verða haldnir fjórir umræðu- og kynningarfundir á Suðurlandi um óáþreyfanlegan menningararf (menningarerfðir) og sáttmála UNESCO um verndun hans. Fundirnir á Hvolsvelli og á Klaustri verða í samstarfi við Brynju Davísdóttur framkvæmdarstjóra Kötlu Jarðvangs sem fer yfir stöðu jarðvangsins eftir úttekt matsmanna og innleiðingu í UNESCO Global Geoparks 2015.
Menningarerfðir eru til dæmis þekking og kunnátta sem tengist reykingu, söltun og súrsun matvæla, hestamennsku, sauðfjárbúskap, vefnaði, kveðskap, þjóðdansi, þjóðbúningum, útskurði og eggjatöku, að kæsa hákarl, smíða trébát og vinna með ull.
Fundirnir eru í tengslum við verkefni á vegum menntamálaráðuneytisins en markmiðið með því er að
· Koma af stað umræðu um menningarerfðir
· Fá hugmyndir um menningarerfðir sem fólkinu í landinu finnst mikilvægt að vernda
· Skrá félög/hópa/einstaklinga sem starfa á sviði menningarerfða
· Kynna sáttmála UNESCO um verndun menningarerfða
Fundatímar:
· Selfoss – í Fjölheimum, fimmtudaginn 21. janúar kl. 18:00
· Hvolsvöllur – Hótel Hvolsvöllur, föstudaginn 22. janúar kl. 11:30
· Kirkjubæjarklaustur – staðsetning óákveðin, föstudaginn 22. janúar kl. 20:00
· Höfn í Hornafirði – staðsetning óákveðin, laugardaginn 23. janúar kl. 14:00