Allsherjarþing Evrópusamtaka sveitarfélaga, CEMR verður haldið á Kýpur dagana 20. – 22. apríl 2016 Er þetta stærsta ráðstefna sveitarstjórnarstigsins í Evrópu. Allsherjarþing CEMR eru haldin fjórða hvert ár og eru opin öllu sveitarstjórnarfólki í Evrópu. Umfjöllunarefni þingsins eru úrlausnarefni evrópskra sveitarfélaga í dag og til framtíðar undir yfirskriftinni „Morgundagurinn byrjar í dag“.
Allar nánari upplýsingar um dagskrá og skráningu eru á heimasíðu þingsins www.cemr2016.eu
Nánari upplýsingar veitir Anna Guðrún Björnsdóttir, sviðsstjóri þróunar-og alþjóðasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga – anna@samband.is