fbpx

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga í samstarfi við þekkingarsetur á Suðurlandi og Markaðsstofu Suðurlands, veita ráðgjafaþjónustu á sviði atvinnuþróunar, nýsköpunar og menningarmála og aðstoða við gerð umsókna í Uppbyggingarsjóð Suðurlands. Hægt er að hafa samband beint við neðangreinda ráðgjafa eða senda fyrirspurn eða ósk um ráðgjöf á netfangið radgjof@sudurland.is.

Gerður hefur verið samstarfssamningur við eftirfarandi stofnanir um ráðgjafaþjónustu:

  • Háskólafélag Suðurlands
  • Markaðsstofa Suðurlands
  • Þekkingarsetrið  Vestmannaeyjum
  • Kötlusetrið Vík í Mýrdal
  • Nýheimar Höfn í Hornafirði

Þjónustan er gjaldfrjáls upp að ákveðnu marki. Gjaldfrjáls þjónusta miðast við almanaksárið og er allt að 7 klukkustundir fyrir einstaklinga og fyrirtæki og allt að 20 klukkustundir fyrir stofnanir.

Hér má sjá nánari upplýsingar um ráðgjafa og starfsstöðvar