fbpx

Opið er fyrir styrkumsóknir frá sveitarfélögum utan höfuðborgarsvæðisins og Reykjaness til uppbyggingar á ljósleiðararkerfum utan þéttbýlis.

Ísland ljóstengt er landsátak í uppbyggingu ljósleiðarakerfa í dreifbýli utan markaðssvæða. Markmiðið er að 99,9% þjóðarinnar eigi kost á 100 Mb/s þráðbundinni nettengingu árið 2020. Fjarskiptasjóður, fyrir hönd innanríkisráðuneytisins, hyggst styrkja sveitarfélög um samtals 450 milljónir króna vegna styrkhæfra framkvæmda á þeirra vegum árið 2016.

Umsóknareyðublað og skilmála má finna hér og skilmála má finna hér

Tilkynning birt á heimasíðu Innanríkisráðuneytisins