fbpx

Á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga auglýsir stjórn Námsleyfasjóðs eftir umsóknum í Endurmenntunarsjóð grunnskóla vegna endurmenntunarverkefna skólaárið 2016-2017. Umsóknarfrestur er til og með 25. apríl 2016.

Þeir sem hyggjast standa fyrir endurmenntun fyrir félagsmenn í Félagi grunnskólakennara (FG) og Skólastjórafélagi Íslands (SÍ) geta sótt um framlög úr sjóðnum. Stjórn sjóðsins hefur ákveðið að allt að þriðjungi ráðstöfunarfjár verði úthlutað til verkefna sem tengjast:

  • Þróun kennsluhátta sem stuðla að fjölbreyttum námsaðferðum í lestri/stærðfræði
  • Kennsla nemenda af erlendum uppruna
  • Lífsleikni

Umsækjendum er gert að sækja um á rafrænu formi á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga, umsóknir sendar á öðru formi verða ekki teknar gildar.