Í fyrri úthlutun Uppbyggingarsjóðs Suðurlands árið 2016 bárust sjóðnum 137 umsóknir. Styrkur var veittur 87 verkefnum og er heildar fjárhæð styrkveitinganna um 38 milljónir. Úthlutað var um 19 mkr. til 56 menningarverkefna og um 19 mkr. til 31 nýsköpunarverkefna.
Uppbyggingarsjóður Suðurlands er samkeppnissjóður sem hefur það hlutverk að styrkja menningar-og nýsköpunarverkefni í landshlutanum. Við mat á umsóknum vísast til úthlutunarreglna og viðmiða um mat á umsóknum sem finna má á heimasíðu SASS. Verkefnastjórn Sóknaráætlunar á Suðurlandi fer með hlutverk úthlutunarnefndar en fagráð á sviði menningarmála annars vegar og nýsköpunar hins vegar, skila tillögum til verkefnastjórnar. Umsjón og ábyrgð Uppbyggingarsjóðsins er hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga.
Sjá lista yfir samþykktar styrkveitingar hér
Nánari upplýsingar um úthlutunina veitir Þórður Freyr Sigurðsson sviðsstjóri hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga, í síma 480-8200 eða með tölvupósti á netfanginu thordur@sudurland.is.