FENÚR, fagráð um endurnýtingu og úrgang, í samvinnu við WASTECOSMART, stendur fyrir málþingi um hringrásarhagkerfið og þau tækifæri sem felast í því fyrir sveitarfélög og aðra aðila til að stýra meðhöndlun úrgangs í framtíðinni og taka jafnframt á öðrum knýjandi umhverfismálum eins og t.d. loftslagsbreytingum. Málþingið fer fram 30. ágúst frá kl. 9:30 til 12:15 á Nordica Hótel í sal d.
Á málþinginu verður fjallað um samvinnu milli svæða til að auka nýtingu auðlinda og hvernig hringrásarhagkerfið á að stuðla með regluverksenduskoðun að betri nýtingu úrgangsefna. Áhersla verður m.a. lögð á betri nýtingu lífbrjótanlegra úrgangsefna.
Málþingið er kjörið fyrir alla sem vilja kynna sér betur möguleika hringrásarhagkerfisins, sveitarstjórnarmenn, ráðgjafa-, úrgangsmeðhöndlunar- og önnur fyrirtæki sem starfa að umhverfismálum, svo og háskólasamfélagið.
Dagskránna má sjá hér og skráning er á fenur@fenur.is og þátttökugjald er kr. 2.000.- og fer málþingið fram á ensku.