Alþjóðleg ráðstefna um forystu og stjórnun í sjálfbærri ferðaþjónustu verður haldin dagana 6., 7. og 8. október nk. Um er að ræða sambland af vinnufundum, fyrirlestrum og vettvangsferðum með þátttöku virtra erlendra og innlendra leiðbeinenda. Dagskráin er sem hér segir:
- 6. október: Ráðstefna á Hótel Sigló á Siglufirði
- 7. október: Ráðstefna í Hofi á Akureyri
- 8. október: Vettvangsferð um Þingeyjarsýslu – Mývatnssveit-Jökulsárgljúfur-Húsavík
Á þriðja tug erlendra fyrirlesara og leiðbeinenda munu taka til máls, m.a frá Evrópska ferðamálaráðinu, Alþjóðabankanum, Alþjóða ferðamálaráðinu UNWTO, Evrópuþingmenn, Ragnheiði Elínu Árnadóttur ráðherra ferðamála og Ólöfu Ýrr Atladóttur ferðamálastjóra.
Nánar um ráðstefnuna, verð og skráning er hér á vef Ferðamálastofu.