Föstudaginn 13. nóvember verður haldið í Rauða húsinu á Eyrarbakka málþing um „Alþýðufræðslu á Íslandi í 120 ár” Þar munu leiða saman hesta sína undir stjórn Ólafs Proppé fv. rektors einvala lið manna sem mun fara yfir málið í sem víðasta samhengi. Fulltrúi frá farskólanum ríður á vaðið og síðan verður smám saman farið í gegn um söguna…… til dagsins í dag, ræddar breytingar og nýjungar og velti fyrir sér hvernig þessi saga og menning verði best varðveitt fyrir komandi kynslóðir. Stofnun skólasögusetur Íslands í framtíðinni og landshlutasetur verða rædd m.t.t. varðveislu. Sérfræðingar frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu með ráðherra í fararbroddi mæta á svæðið, fræðimenn frá Háskóla Íslands og Kennarasambandinu verða og þar sem og listamenn og leiklistar- og súperkennarar. Sjá meðfylgjandi dagskrá. Ræddir verða ýmsir möguleikar á varðveislu og mætir aðili frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands til leiks svo og hönnuðir safna og setra. Elsti starfandi barnaskóli landsins Barnaskólinn á Eyrarbakka verður heimsóttur og mun skólastjóri og starfsfólk taka á móti málþingsgestum og fræða menn um sýningu þá sem sett hefur verið upp í tilefni þingsins. Barnakórar syngja fyrir gesti. Sveitarfélagið Árborg býður til þessa málþings og mun bæjarstjórinn Ragnheiður Hergeirsdóttir ávarpa þingið. Upphafsmenn verkefnisins eru þau Jón Hjartarson forseti bæjarstjórnar og Margréti Erlingsdóttur bæjarfulltrúa ásamt Andrési Sigurvinssyni verkefnisstjóra íþrótta-, forvarna- og menningarmála. Það hefur verið unnið í nánu samstarfi við HÍ undir stjórn fv. rektor KHÍ. Og Jóns Þórissonar, leikmyndateiknara. Kammerkór Suðurlands mun skemmta gestum í lokin. Rauða húsið sér um hádegisverð, kaffi og léttar veitingar sem boðið verður upp á í þinglok.