Ársþing SASS verður haldið á Höfn í Hornafirði 15. og 16. október nk. Á ársþinginu verða haldnir aðalfundir SASS, Atvinnuþróunarfélags Suðurlands, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, Skólaskrifstofu Suðurlands og Sorpstöðvar Suðurland, sbr. meðfylgjandi dagskrá.
Dagskrá ársþings
Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga
15. og 16. október 2009
á Hornafirði
Fimmtudagur 15. október
8.30 – 9.00 Skráning fulltrúa
9.00 – 9.10 Setning ársþings
Kosning kjörbréfa- og kjörnefndar og fjárhagsnefndar
9.10 – 10.40 Aðalfundur SASS
10.50 –12.00 Aðalfundur Atvinnþróunarfélags Suðurlands
Hádegisverður
13.00 – 14.10 Aðalfundur Skólaskrifstofu Suðurlands
14.20 – 15.20 Aðalfundur Heilbigðiseftirlits Suðurlands
15. 30 – 17.00 Aðalfundur Sorpstöðvar Suðurlands
17.00 – 19.00 Nefndastörf
19.30 Móttaka í boði Sveitarfélagsins Hornafjarðar
20.00 Kvöldverður á Hótel Höfn
Föstudagur 16. október
8.00 – 9.30 Áframhald nefndastarfa.
9.30 – 10.20 Ávörp
Kristján Möller samgönguráðherra og ráðherra sveitarstjórnarmála.
Karl Björnsson framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Björgvin Sigurðsson 1. þingmaður Suðurkjördæmis.
10.30 – 12.00 Erindi
Flosi Eiríksson: Kynning á hugmyndum starfshóps um heildarenduskoðun Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
Karl Björnsson: Sóknaráætlanir á landsbyggðinni.
Svandís Ingimundardóttir: Gæði skólastarfs verða aldrei
umfram gæði starfsfólks.
12.00 – 13.00 Hádegisverður
13.00 – 14.30 Erindi
Ólöf Ýrr Atladóttir. Markaðsstofur landshlutanna.
Magnús Karel Hannesson: Persónukjör í sveitarstjórnum
Einar Njálsson: Tilfærsla á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga.
14.30 – 16.30 Umræður og ályktanir ársþings
Umræður um tillögur nefnda ræddar.
Ályktanir ársþings afgreiddar.
16.30 Slit ársþings
Fyrirvari er gerður um hugsanlegar breytingar á dagskránni.