fbpx

Stjórn SASS samþykkti eftirfarandi ályktun á fundi sínum sl. föstudag:

,,Stjórn SASS leggur mikla áherslu á að nýju fangelsi sem fyrirhugað er að reisa verði valinn staður í tengslum við núverandi ríkisfangelsi á Litla-Hrauni.  Áratugahefð er fyrir starfsemi fangelsis á Litla-Hrauni í góðri sátt við samfélagið.  Mikil þekking og reynsla er þar fyrir hendi  auk þess sem landrými  er nægt.    Einnig er ljóst að hagkvæmara er að  auka við núverandi starfsemi þar sem sameiginleg stoðþjónusta og aðstaða   nýtist en að  koma á fót nýrri stofnun.  Þá hefur Sveitarfélagið Árborg lýst sig reiðubúið til samstarfs  við ríkisvaldið um  frekari uppbyggingu.  Stjórn SASS skorar á dómsmálaráðherra að taka tillit til þessara sjónarmiða þegar ákvörðun verður tekin um staðsetningu fangelsins.”

Ályktunin hefur verið send dómsmálaráðherra.