haldinn fimmtudaginn 3. nóvember 2011, kl. 13.00 – símafundur
Mætt: Elfa Dögg Þórðardóttir, Aðalsteinn Sveinsson, Elín Einarsdóttir, , Reynir Arnarson, Gunnlaugur Grettisson, og Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð. Einnig tók Ásta Stefánsdóttir framkvæmdastjóri Árborgar þátt í fundinum. Guðfinna Þorvaldsdóttir og Sigríður Lára Ásbergsdóttir boðuðu forföll.
Dagskrá
1. Niðurstaða útboðs almenningssamgangna á Suðurlandi – val tilboða.
Eftirfarandi tilboð bárust í verkhluta 1 og 2 samtals:
1. | Bílar og fólk | kr. 119.835.203.- |
2. | Hópferðamiðstöðin ehf. | kr. 162.697.220.- |
3. | Skagaverk | kr. 223.457.350.- |
4. | Krókur | kr. 220.068.274.- |
5. | Kynnisferðir ehf | kr. 226.081.137.- |
6. | Hópbílar hf | kr. 188.003.528.- |
7. | Icelandexcursions Allrahanda ehf | kr. 198.616.405.- |
Farið var yfir bréf VSÓ ráðgjafar, dags. 25. október 2011, afrit af bréfi Málflutningsskrifstofu Reykjavíkur dags. 27. október 2011 og VSÓ ráðgjafar, dags. 3. nóvember 2011.
Eftirfarandi samþykkt var gerð:
Stjórn SASS samþykkir að ganga að tilboði lægstbjóðanda, Bíla og fólks og felur framkvæmdastjóra Strætó bs. í samráði við Innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar að tilkynna bjóðendum þá ákvörðun. Jafnframt felur stjórn SASS framkvæmdastjóra Strætó bs. að ganga til samninga við Bíla og fólk ehf fyrir hönd SASS á grundvelli útbóðsgagna og tilboði Bíla og fólks ehf.
Fundi slitið kl. 13.20