Kortavefurinn er án sveitarfélaga- og sýslumarka og hefur það megin markmið að sýna kortaþekjur sem eru eins réttar og möguleiki er á með áherslu á ferðamál, skipulagsmál og auðlindir landshlutans. Vefurinn er tengdur mörgum stofnunum og eru þau gögn eign þeirra og á ábyrgð þeirra.
Vefurinn er opinn öllum til gagns og gamans en vefurinn býður upp á meira en kortaþekjur, þar er einnig hægt að mæla vegalendir eða stærð svæðis og fleira, sjá tannhjólið efst í hægra horni. Á Íslandi hefur ekki áður verið til rafrænn og lifandi kortavefur sem tekur yfir heilan landshluta, vefur sem er uppfærður í rauntíma og er því um ákveðna nýsköpun að ræða.
SJÁ KORTAVEF Á FULLUM SKJÁ
Allar ábendingar eru vel þegnar á kortavefur@sudurland.is