fbpx

Markmið

Að greina stöðuna á Suðurlandi nánar, sérstöðuna og undirbúa frekari rannsókn á sjálfu brotthvarfinu.

Verkefnislýsing

Vísbendingar eru í gögnum Hagstofunnar þess efnis að brotthvarf á framhaldsskólastigi sé óvenju hátt á Suðurlandi. Verkefnið er forverkefni sem miðar að því að afla skýrari gagna í þessu sambandi um sjálfa skólasóknina, og horfa þá til þess hvernig skólasóknin dreifist eftir sveitarfélögum og árum, bæði til einstakra framhaldsskóla í héraðinu og út fyrir héraðið. Opinber gögn Hagstofunnar greina ekki frá þessum upplýsingum, og í landshlutaupplýsingum hennar er Sveitarfélagið Hornafjörður talinn til Austurlands.

Lokaafurð

Skýrsla um verkefnið og kynningarfundur.

Tengsl við sóknaráætlun

Verkefnið hefur skýr tengsl við sóknaráætlunina sem m.a. kveður á um hvetjandi umhverfi til menntunar. Í sviðsmynd fyrir 2025 á Suðurlandi er m.a. gert ráð fyrir að menntunarstig hafi hækkað en í SVÓT greiningu kom m.a. fram að meðal veikleika svæðisins væri lágt menntunarstig, einkum meðal kvenna.

 

Verkefnastjóri
Sigurður Sigursveinsson
Verkefnastjórn
Sigurður Sigursveinsson
Framkvæmdaraðili
SASS
Samstarfsaðili
Háskólafélag Suðurlands
Heildarkostnaður
1.000.000 kr.
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
1.000.000 kr.
Ár
2017
Tímarammi
Apríl-nóvember 2017
Staða
Í gangi
Númer
173008