fbpx

Markmið

Markmiðið er að afla upplýsinga um viðhorf íbúa á Suðurlandi gagnvart ferðaþjónustu og greina þannig þolmörk íbúa gagnvart ferðamönnum og ferðaþjónustu út frá hinum ýmsum þáttum í innviðum samfélagsins. Markmiðið með að afla þeirra upplýsinga er til stöðumats og forsenda til ákvarðanatöku til að bregðast við ef þurfa þykir.

Verkefnislýsing

Vinna á þolmarkarannsókn út frá viðhorfum íbúa á Suðurlandi til ferðamanna og ferðaþjónustu, vinna að skýrslugerð og kynna niðurstöðurnar. Í kjölfar hins mikla vaxtar sem átt hefur sér stað í ferðaþjónustu hafa viðhorf og hugsanleg þolmörk verið mikið til umræðu. Nauðsynlegt er að vöxtur í ferðaþjónustu eigi sér stað í sátt við íbúa og samfélagið. Upplýsingarnar geta orðið gagn við ákvarðanatöku til að bregðast við þar sem þörf er á svo ferðaþjónustan geti byggst upp í sátt við íbúa á Suðurlandi.

Lokaafurð

Skýrsla sem nýtist til ákvarðanatöku varðandi áherslur tengdar ferðamálum á Suðurlandi

Nýr veruleiki í mótun? (.pdf)

Tengsl við sóknaráætlun

Verkefnið tengist sóknaráætlun á eftirfarandi sviðum:

  • Auka samvinnu á milli sveitarfélaga í sem flestum málefnum
  • Vinna að heildrænni kortlagningu á náttúru, mannauði og menningu á suðurlandi og draga fram sérstöðu einstakra svæða
  • Skapa jákvæða ímynd af Suðurlandi sem byggir á gæðum og hreinleika

Verkefnastjóri
Dr. Þorvarður Árnason forstöðumaður Rannsóknarseturs HÍ á Hornafirði
Verkefnastjórn
Hrafnkell Guðnason, Ragnhildur Sveinbjarnardóttir, Þórður Freyr Sigurðsson
Framkvæmdaraðili
Rannsóknarsetur HÍ á Hornafirði
Samstarfsaðili
SASS
Heildarkostnaður
6.800.000 kr.
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
6.800.000 kr.
Ár
2017
Tímarammi
1. desember 2016 – 1. júní 2017
Staða
Í gangi
Númer
173002