fbpx

Markmið

Að koma á verklagi, gagnagrunni og forgangsröðun við söfnum upplýsinga og form og verklag við upplýsingamiðlun.

Verkefnislýsing

Markmið Innviðagreiningar Suðurlands er fyrst og fremst að safna saman upplýsingum um alla almenna innviði á Suðurlandi. Verkefnið mun nýtast haghöfum til framþróunar á Suðurlandi. Helstu hagaðilar eru sveitarfélögin, gestir og fjárfestar auk SASS og þá sérstaklega við framfylgd og vinnslu sóknaráætlunar. Auk þeirrar forgangsröðunar sem unnið verður að verður áhersla lögð á orkunýtingu og samgöngumál á Suðurlandi sem áhersla frá stjórn SASS.

Tengsl við sóknaráætlun

Verkefnið styður mjög vel við Sóknaráætlun Suðurlands.   Upplýsingarnar sem koma úr Innviðagreiningu Suðurlands eru algjört lykilatriði við framkvæmd Sóknaráætlunar Suðurlands. 

Lokaafurð

Forgangsröðun innviðargreiningar fyrir Suðurland, gagnagrunnur ásamt fyrstu þáttum innviðagreiningarinnar.

 

Verkefnastjóri
Hrafn Sævaldsson
Verkefnastjórn
Hrafn Sævaldsson, Þórður Freyr Sigurðsson og Páll Marvin Jónsson
Framkvæmdaraðili
SASS
Samstarfsaðili
Stofnanir á vegum ríkis og sveitarfélaga, sveitarfélögin á Suðurlandi, Íslandsstofa o.fl.
Heildarkostnaður
5.500.000 kr.
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
5.500.000 kr.
Ár
2017
Tímarammi
Janúar – desember 2017