fbpx

Markmið

Verkefnið er að gera kynningarefni í formi handbókar og kynningarmyndbands fyrir ungmenni sem starfa eða vilja starfa í ungmennaráði. Kynningarefnið nýtist einnig öllum sem vilja kynna sér hlutverk og ávinning þess að hafa ungmennaráð.

Verkefnislýsing

Verkefnið felst í að gera handbók og kynningarmyndband sem verður hýst á heimasíðu SASS

Ungmenni úr ungmennaráði Árborgar tóku upp efni á ráðstefnunni sem haldin var dagana 28.-29. september 2016. 

Í umræðuhópunum á ráðstefnunni var lögð fram spurning um hvernig væri helst hægt að koma upplýsingum um ungmennaráð á framfæri og hvetja sveitarfélög til að stofna og hafa ungmennaráð starfandi. 

Á seinni deginum á ráðstefnunni var tekið saman mikið magn af upplýsingum sem nýtast við gera handbókarinnar og kynningarmyndbandsins. 

Ungmennaráð Árborgar er að undirbúa gerð handbókarinnar og kynningarmyndband ásamt Gunnar E. Sigurbjörnssyni og verkefnastjóra/ráðgjafa frá SASS sem hefur stutt við verkefnið og verið hluti af teyminu frá upphafi. 

Framundan er því verklegi þátturinn í að koma saman efni, texta og myndum.

Tengsl við sóknaráætlun

Verkefnið fellur í öllum meginatriðum að markmiðum og stefnu sem fram kemur í stefnumörkun Suðurlands og þá fyrst og fremst sem snýr að þessum aldurshópi (ungmenni) og samvinnu allra sveitarfélaga á Suðurlandi. Verkefnið er einnig samstarfsverkefni og eflir jákvæða ímynd landshlutans.

Lokaafurð

Handbók og kynningarmyndband.

Verkefnastjóri
Guðlaug Ósk Svansdóttir      
Verkefnastjórn
Guðlaug Ósk Svansdóttir + aðilar úr ungmennaráði (óákveðið)
Framkvæmdaraðili
Ungmennaráð Árborgar
Samstarfsaðili
Ungmennaráðin á Suðurlandi
Heildarkostnaður
1.000.000 kr.
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
1.000.000 kr.
Ár
2016
Tímarammi
Frá 2016- vor 2017