Markmið
- Að mennta fólk til að sinna svæðisbundinni leiðsögn á Suðurlandi.
- Að undirbúa fólk undir að öðlast full réttindi sem leiðsögumenn (1. hluti leiðsögunáms).
- Ávinningur er: starfsréttindi í svæðisbundinni leiðsögn á Suðurlandi.
Verkefnislýsing
Svæðisbundin leiðsögn á Suðurlandi sem kennd er í samvinnu við Menntaskólann í Kópavogi/leiðsöguskólann. Námið er 23 einingar, 264 kennslustundir og veitir réttindi til svæðisbundinnar leiðsagnar á Suðurlandi.
Námið er kennt veturinn 2016-2017.
Tengsl við sóknaráætlun
Málefnasvið: Menntun, mannauður og lýðfræðileg þróun svæða.
- Skapa jákvæða ímynd af Suðurlandi sem byggir á gæðum og hreinleika.
- Hækka menntunarstig á Suðurlandi með eflingu framboðs og aðgengis að menntun í heimabyggð.
- Auka fjölbreytni í atvinnulífi, mannlífi, menningu og menntun
Lokaafurð
Yfir 20 leiðsögumenn með svæðisbundin leiðsöguréttindi á Suðurlandi.
Verkefnastjóri
Sólveig R. Kristinsdóttir
Verkefnastjórn
Sólveig R. Kristinsdóttir, Ingunn Jónsdóttir
Framkvæmdaraðili
Fræðslunetið – símenntun á Suðurlandi
Samstarfsaðili
Menntaskólinn í Kópavogi og Leiðsöguskólinn
Yfir 20 leiðsögumenn með svæðisbundin leiðsöguréttindi á Suðurlandi.
Heildarkostnaður
6.500.000 kr.
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
1.500.000 kr.
Ár
2016
Tímarammi
Verkefnið verður unnið á árunum 2016-2017